Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 99

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 99
99 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Kuldaskór Verð 8.995 Stærðir 36-41 3.995 Stærðir 36-41 Verð 9.995 Stærðir 36-41 Verð Extra vídd 7.995 Stærðir 36-42 Verð 8.995 Stærðir 36-41 Verð 6.995 Stærðir 36-41 Verð Kuldaskór Verð 9.995 Stærðir 37-42 Verð 8.995 Stærðir 36-41 8.995 Stærðir 36-41 Verð um. Í þá hvítu notar Ólafur heima- gerða sultu sem er geymd sér- staklega fram í desember fyrir jólabaksturinn. „Þegar við keyptum þetta hús fylgdi með rabarbarinn sem vex í garðinum. Einu sinni eða tvisvar yfir sumarið sulta eg rabarbarann og í einn sultuskammtinn bæti ég sér- staklega við sveskjum í þeim tilgangi að nota í lagtertuna. Dugar að bæta eins og hálfu kílói af sveskjum við á móti eins og tveimur og hálfu kílói af rabarbara. Í ár gerði ég síðan tilraun með að nota döðlur í stað sykurs í hluta af sultugerðinni. Reyndist út- koman hættulega góð sulta sem ég mun nota í hálfmánana.“ Ekki klikka á smáatriðunum Að baka hvíta lagtertu er flóknara en það gæti virst í fyrstu því gæta þarf að ýmsum smáatriðum. Segir Ólafur þannig mikilvægt að smjörið sé kalt þegar það er mulið saman við þurrefnin og deigið verði að hnoða í höndunum en ekki með hrærivél. Eftir blöndun og hnoðun er deigið kælt og svo skipt í fjóra jafna hluta sem flattir eru út. „Ég flet deigið út ofan á smjörpappír og einfaldar það mjög alla vinnu við að setja deigið á og taka það af ofnplötunni. Enn fremur fer ég þá leið að snúa ofn- skúffu á hvolf og legg deigið þar ofan á til bökunar sem gerir að verkum að auðvelt er að flytja deigið til.“ Þarf að fara varlega með hvert lag svo það rifni ekki. Á Ólafur til alls kyns plötur í eldhúsinu sem hann notar til að flytja kökuhlutana milli staða og raða vandlega hverjum ofan á annan þegar sultan er komin á sinn stað. „Svo tertan líti vel út þarf hliðin sem sneri að smjörpappírnum að snúa inn. Efri hliðin er sléttari og fallegri á litinn og má því snúa út.“ Ólafur bakar tvær hæðir í einu og ber sultuna strax á. Þegar búið er að smyrja sultunni á neðsta lagið bæt- ist næsta hæð við, þá sulta borin á aftur og þannig koll af kolli. „Botn- arnir þurfa ekki langan tíma í ofn- inum, kannski 10-12 mínútur og er það hæfilegur tími til að vera búinn að setja sultuna á fyrri botnana tvo.“ Brúnirnar ríkar að sultu Þegar hér er komið sögu er tertan nokkuð óregluleg á brúnunum. Segir Ólafur áríðandi að smyrja sultunni vel út á kantana því þeir séu hið mesta lostæti. „Bakararnir fá það í verðlaun fyrir erfiðið að gæða sér á afskurðinum sem fer beint í skál.“ Fyrst verður tertan þó að fá að standa í sólarhring eða svo, undir viskustykki. Þá fyrst má snyrta og skera og segir Ólafur að hann skeri alla jafna sex kökur úr staflanum. Heimilismeðlimir gæða sér svo á tertunni í desember og taka með sér í matarboð. „Einn og einn ættingi á það til að sníkja lagtertu og svo veit- ir ekki af að taka með kökur í mat- arboðin enda er ég yngstur af níu systkinum og þegar stórfjölskyldan kemur saman til veisluhalda byrjum við varla að telja diskana fyrr en í fjörutíu.“ Ef mikið liggur á þarf tertan ekki endilega að standa yfir nótt áður en hún er skorin. Þannig varð Ólafur t.d. að framreiða tertuna þegar hann eldaði ofan í skara þýskra ferða- manna á skemmtisiglingu umhverfis landið. „Var rík áhersla á að matseð- illinn í ferðinni samanstæði af ís- lenskum réttum og var lagtertan þar á meðal. Ég bar tertuna fram nýbak- aða og heita með þeyttum rjóma, og vakti mikla lukku. Ekki færri en þrjár eða fjórar konur í farþega- hópnum báðu mig um uppskriftina að þessum gómsæta eftirrétti.“ ai@mbl.is Ómissandi Að lágmarki er bökuð ein smákökusort á hvern heimilsmeðlim. Ólafur sleppir því ekki að baka hálfmána með heimagerðri sultu. 1 kg hveiti 500 g smjör 350 g sykur 1/1 tsk lyftiduft 2.tsk hjartarsalt 4 egg ½ dl mjólk Setjið þurrefnin öll saman, skerið kalt smjörið í litla bita og myljið saman við þurrefnið. Sláið saman eggjum og mjólk. Hnoðið lauslega saman við deigið, samt þannig að það verði þétt saman. Nauðsynlegt er að láta deigið standa, í plastpoka, á köldum stað í 4-5 tíma. Skiptið nú deig- inu í 4 jafna bita og fletjið svo út í jafnstóra ferhyrnda fleka. Setjið botnana á smjörpappír á þunna bökunarplötu og bakið við 190°c í 10-12 mín eða þar til að botnarnir fá á sig fallegan gull- brúnan lít. Best er að gera þetta í tvennu lagi eða hvern botn fyrir sig. Smyrjið nú sultunni á fyrsta botninn, leggið þá svo varlega saman og svo koll af kolli. Best er að gera þetta á meðan botn- arnir eru volgir. Ekki vera nísk á sultuna. Breiðið stykki yfir tertuna og geymið við stofuhita í 1-2 daga og eftir það er gott að skera hana niður, setja í plast og frysta. Annars á bara ekkert að vera að geyma svona góða tertu held- ur njóta hennar strax með köldu mjólkurglasi. Þá getur þessi terta einnig verið desert og berið þá fram þykka sneið af henni með þeyttum rjóma. Lagterta með heima- lagaðri rabbarbara- og sveskjusultu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.