Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 100

Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 100
Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com „Þetta byrjaði allt saman með því að amma mín og nafna réð sig sem kornung stúlka í vist á fínu heimili í Kaupmannahöfn fyrir um hundrað ár- um. Hún réðst í það stórvirki að sigla ein til Danmerkur, hún átti að vísu bróður þar, skáldið Jónas – en hann útvegaði henni ekki vistina á fína heimilinu. Það gerði hún sjálf. Húsmóðir ömmu var mjög vandfýsin kona og kenndi stúlkum sínum ýmislegt til munns og handa, svo sem að búa almennilega um rúm. Til þess þurfti tvær stúlkur. Þegar þær voru búnar að laga rúmfötin, hverra bendlar voru sléttaðir með borðhníf áður en þeir voru straujaðir, þá tóku stúlkurnar prik sem þær drógu hægt og varlega yfir rúmið til þess að umbúnaðurinn væri örugglega alveg sléttur. Þessu var amma löngu hætt þegar ég kom til sögunnar. Ekki var þessi húsmóðir ömmu minna vand- fýsin í sambandi við matartilbúning. Eðlilega bjó hún sjálf ekki til matinn en hún stjórnaði hvað væri í matinn og hvaða uppskriftir væru notaðar. Amma mín lærði í Danmörku að búa til afskaplega góða brauðsúpu sem hún hafði oft sem eftirrétt. Hún lagði þá brauð í bleyti, bæði hveitibrauð og rúgbrauð. Svo sauð hún brauðið vel og vandlega með kanilstöng, sítrónubita, sykri og svolitlu maltöli. Ég veit ekki hvort malt- ölið var seinni tíma viðbót. Líklega var það svo, kannski hefur fína húsmóðirin látið hella svo- litlum bjór í brauðsúpuna á sínu danska heimili. Danskættaðar sósur var amma líka útfarin í að búa til. Einkum uppbakaðar sósur og svo uppstúf, eins og hún kallaði það, þá bræddi hún stórt stykki af smjöri í potti, lét hveiti í og hellti svo í mjólk í smáslöttum þangað til uppstúfið var orðið hæfilega þykkt að hennar mati. Þetta bar hún ævinlega fram með hangikjötinu á jóladag. Hún setti grænar baunir út í uppstúfið og kart- öflur flysjaðar og skornar í báta. Frómas var toppurinn í jólaboðinu Toppurinn á öllu saman var svo eftirréttur ömmu Guðrúnar. Hún bjó til margar skálar af frómas fyrir jólin. Hún átti sjö börn sem svo áttu ótal börn þannig að fjölskyldan var stór og mikið þurfti fyrir allt þetta lið í jólaboðunum sem amma stóð fyrir á jóladag fram á mín fullorð- insár. Amma hafði raunar frómas líka á að- fangadagskvöld en þá hafði mamma mín hins- vegar oftast rjómaís. Uppskriftina að honum fékk mamma á Húsmæðraskólanum á Stað- arfelli, þar sem matreiðslan hefur sennilega ver- ið allmjög sniðin eftir danskri fyrirmynd. Uppskriftina að því frómasi sem alltaf var á borðum í jóladagsboðum ömmu hafði hún fengið sem ung stúlka í Kaupmannahöfn. Þetta er rjómabúðingur með matarlími að stofni til en ég veit ekki hvort alltaf voru notuð sömu bragð- efnin. Ég man bara eftir frómasi með ananas og sítrónum en kannski hefur danska frúin og amma síðar notað plómur eða kannski sérrí. Því miður spurði ég ömmu aldrei rækilega út í hið danska frómas frá árunum hennar í Kaup- mannahöfn. En frá því ég man eftir mér notaði hún sem sagt alltaf ananas og sítrónur í rjóma- búðinginn sinn. Ég man eftir henni standandi í eldhúsinu sín- um að Freyjugötu 37, með KitchenAid- hrærivélina á fullu, það þurfti að þeyta mikinn rjóma og stífþeyta eggjahvíturnar í alla þessa frómas-framleiðslu. Hún var með svuntu og söng danska slagara meðan hún vann. Mér er í minni laglínan: „Den var so söd, so söd, so söd, den lille Jensen …, mjög glaðlegt lag sem því miður er ekki hægt að koma til skila í blaðagrein. Á jóladag var hlaðborð á glæsilegu borðstofu- borðinu hennar ömmu, með því fylgdu buffett og anréttuskápur og einn hár skápur með spegli og gleri í hurðunum. Í þessum skápum voru geymd hátíðarmatarstell ömmu og dúkar. Mitt starf þegar ég stálpaðist var að hjálpa til við að leggja á borðið. Það var lengt eins og hægt var og síðan voru diskar settir í háa stafla, hnífapör og glös, gos og hangikjötið, uppstúfið umrædda – og svo að minnsta kosti þrjár skálar af frómasi í einu. Einnig keypt kransakaka og svo kaffi. Fínt skyldi það vera. Þetta mikilfenglega jóladagsboð ömmu hefur svo verið fyrirmynd mín í jólahaldi fram á þennan dag. Samvisku- samlega hef ég búið til frómas eftir uppskrift ömmu öll jól síðan ég fór sjálf að búa. Ég er eft- irbátur ömmu, ég á ekki nema sex börn en þau eru öll vön að fá frómas á jólunum, bæði á að- fangadagskvöld og líka á jóladag. Minna mátti það ekki vera. Ef einhvern lesanda Morgunblaðsins hugnast að búa til frómas eins og við amma höfum gert þá fylgir hér uppskriftin okkar. En auðvitað veit ég að til eru margskonar uppskriftir að frómasi og kannski er þessi uppskrift ekkert merkilegri en aðrar, nema hvað hún hefur fylgt mér og fjöl- skyldu minni í gegnum ólgusjó lífsins. Hún hef- ur verið ófrávíkjanlegur hluti af jólahaldi mínu og minna. Og það verður framhald á því, dætur mínar sumar hafa setið í eldhúsinu hjá mér til að fylgjast með hvernig ég geri frómas.“ Eftirréttur fjölskyldunnar í hundrað ár  Sumar matarhefðir fylgja mörgum ættliðum  Þannig er það með frómas-eftirrétt sem búinn hefur verið til í fjölskyldu Guðrúnar Guðlaugsdóttur, blaðamanns og rithöfundar, í um hundrað ár Morgunblaðið/Árni Sæberg 100 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 JÓLAMATUR 4 egg 300 g sykur 12 blöð matarlím Tvær sítrónur 1 stór dós ananas (500 g) Einn lítri rjómi Fyrst legg ég matarlímið í kalt vatn og læt það linast. Set svo stálskálina með mat- arlíminu að hálfu ofan í pott með sjóðandi vatni. Passa að vatnið sé ekki of mikið og lækka hitann. Ég nota tvær hrærivélar því ég bý til margar skálar af frómasi. Ég nota aðra til þess að þeyta eggjahvíturnar en hina til að þeyta rjómann. En fyrst af öllu þeyti ég saman eggjarauður og sykur svo það verði létt og fínt. Svo tek ég mat- arlímið af þegar það er bráðið, passa að það sé ekki kekkjótt. Ég helli næst an- anassafanum varlega út í matarlímið og svo kreisti ég úr sítrónunum. Mér finnst betra að hafa búðinginn aðeins súran. Svo kemur hið vandasama, það er að hella þessari blöndu í rjómann án þess að kekkir myndist. Ef mér líst ekki á blikuna þá helli ég blöndunni í gegnum sigti. Síðan er eggjahvítunum bætt í og hrært vel sam- an. Af því að ég er stundum með marg- falda uppskrift þá hef ég gjarnan notað plastbala til að blanda öllu saman í, þá loks koma ananasbitarnir út í. Að endingu helli ég svo búðingnum í skálarnar og læt þær standa á köldum stað. Skál af frómasi er góður jólaglaðningur fyrir vini og fínt er að gera frómas meðan verið er að lesa jólakveðjurnar. Ananasfrómas Guðrúnar Lostæti Ananasfromage sem er hefð í fjölskyldu Guðrúnar Guð- laugsdóttur. Amma hennar og nafna lærði uppskriftina í Dan- mörku fyrir hundrað árum. Fjölskylda Frú Guðrún Guðlaugsdóttir borg- arfulltrúi með alnöfnu sína og arftaka í gerð ananasfromage ættarinnar. Umgjörð: Lindberg Spirit Linda Ólafsdóttir Umgjörð: Lindberg 1800 Kristín Jóna Hilmarsdóttir FAGMENNSKA FYRST OG FREMST ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER AF UMGJÖRÐUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.