Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 111

Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 111
söng þau fullum hálsi og fékk að laun- um viðurnefnið „Útvarp Reykjavík“. Ég tróð reglulega upp á ýmsum vett- vangi og 1960 rættist draumurinn að syngja í barnatímum RÚV.“ Guðlaugur flutti með móður sinni í Vesturbæinn 1960, var í Melaskóla, Hagaskóla og lauk stúdentsprófum frá ML 1975. Hann lærði tónfræði og tónsmíði hjá Magnúsi Péturssyni og síðan hjá Guðmundi Emilssyni á Laugarvatni. Hann lærði hins vegar aldrei formlega á hljóðfæri enda smíðaði hann hljóðfærin sín sjálfur. Að loknu stúdentsprófi stundaði Guðlaugur síðar nám í fjöltækniverk- fræði við HÍ í fimm ár. Í læri hjá Sigfúsi á Geirlandi Á árunum 1962-69 var Guðlaugur í sumarvinnu hjá Sigfúsi Vigfússyni, rafvirkjameistara á Geirlandi á Síðu: „Sigfús smíðaði allt frá túrbínum upp í heilu vatnsaflsvirkjanirnar á Síðu og í nærsveitum. Ég var með honum í vorverkum að fara yfir og viðhalda virkjunum hans. Ég hóf formlegt nám í fræðunum hjá honum 1964 og sinnti jafnframt hefðbundnum bú- störfum en þarna voru 20 mjólkandi kýr, 300 fjár og nokkur hross. Sigfús smíðaði mest úr járni og kopar og stærri hluti en við áttum að venjast í silfursmíði og hafði fullt vald á rafmagni. Þar sá ég hann hlaða 12 volta rafgeymi raðtengdan ljósaperu beint af 220 volta jafnstraumi án „hleðslutækis“, en slíkt væri ekki hægt í dag með 230 volta riðstraum landlægan. Þessi aðferð Sigfúsar er stórhættuleg og aðeins á færi alvöru meistara með réttu mælitækin vegna sprengihættu.“ Með Þey, Kukli og Megasi Guðlaugur lék með hljómsveitinni Þey á árunum 1981-83, með Kukli næstu þrjú árin og starfaði síðan með Megasi í rúma tvo áratugi. Þeyr gaf út sex plötur á þessum árum, Kuklið fimm og með Megasi kom Guðlaugur að u.þ.b. 20 plötum og tóndiskum. Hann kom síðast fram með Megasi á Listahátíð 2010 en hefur í seinni tíð verið að sinna eigin rónlistarrann- sóknum. Auk þess hefur Guðlaugur rann- sakað og sett fram kenningar í stærð- fræðilegri eðlisfræði, hefur haldið fyrirlestra víða í Evrópu um rann- sóknir sínar og ritverk, sem gefin hafa verið út við háskóla á Englandi sem og hjá IEEE í Bandaríkjunum og nú síðast í Svíþjóð til að nefna það helsta, en vettvangurinn er eingöngu á erlendri grundu. Guðlaugur hefur kennt raun- greinar á öllum skólastigum í 35 ár, nemendum 18 ára og eldri. Haldin var sýning á Kjarvalsstöðum árið 2012 á vélmenni sem Guðlaugur smíðaði ásamt nemendum sínum og á Listahátíð 2012 var Listasafn Reykjavíkur með sýningu sem byggðist á rannsóknum hans á orku- rúmfræði. Fjölskylda Börn Guðlaugs eru Ellen Svava Guðlaugsdóttir, f. 9.7. 1973, fé- lagsfræðingur í Kópavogi en maður hennar er Magnús Guðlaugsson og eiga þau þrjú börn; Hera Guðlaugs- dóttir, f. 1.11. 1981, doktorsnemi í loftslags- og jarðefnafræðum við Kaupmannahafnarháskóla og er maður hennar Jón Ragnar Daðason tréskipasmiður og eiga þau þrjá syni; Anna Kristín Gústafsdóttir, f. 7.1. 1972 (fósturdóttir), athafnakona í Reykjavík en maður hennar er Hlyn- ur Bjarnason, starfsmaður hjá Ice- landair og eiga þau tvö börn. Systkini Guðlaugs: Vivan Hrefna Óttarsdóttir, f. 17.4. 1956, d. 9.9. 1995, var í doktorsnámi í líffræði og er dótt- ir hennar Urður Úa Guðnadóttir, í doktorsnámi í læknavísindum; Björg- úlfur Þorsteinsson, f. 27.9. 1957, raf- vélavirkjameistari og kennari, bú- settur í Hafnarfirði. Hálfsystir Guðlaugs, sammæðra, er Sólveig Jóhannesdóttir, f. 26.9. 1962, hjúkrunarfræðingur, búsett í Kópavogi. Foreldrar Guðlaugs eru Elín Sól- veig Benediktsdóttir, f. 19.6. 1937, sendiráðsritari í sænska sendiráðinu í Reykjavík, og Óttar Hermann Guð- laugsson, f. 8.10. 1931, d. 3.9. 1991, forstjóri gull- og silfursmiðjunnar Ernu. Úr frændgarði Guðlaugs Kristins Óttarssonar Guðlaugur Kristinn Óttarsson Magnús Hannesson b. í Skáleyjum á Breiðafirði Kristín Jónsdóttir húsfr. í Skáleyjum Guðlaugur A. Magnússon gullsm. og tónlistarm. í Rvík María Hermannsdóttir húsfr. í Rvík Óttar Hermann Guðlaugsson forstj GSE í Rvík Hermann Bjarni Kristjánsson útvegsb. á Ketilseyri í Þingeyrarhreppi Jóna Hafliðadóttir húsfr. í Efstadal í Ögursókn í Djúpi Jakob Hallgrímsson b. á Fossseli Helga Benediktsdóttir húsfr. á Fosseli í S-Þingeyjars. Benedikt Jakobsson íþróttafr. og Ólympiuþjálfari í Rvík Vivan Signore Aurora Holm sjúkraþjálfi og kennari í Rvík. Elín Sólveig Benediktsdóttir sendiráðsritari í sænska sendiráðinu í Rvík Otto Holm frá Lönneberga í Smálöndum, bóndi í Haga í Uppsölum Amanda Karolina Nielsdotter frá Kristdala í Smálöndum, húsfr.í Haga ÍSLENDINGAR 111 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Gunnar Jónsson fæddist íReykjavík 11.12. 1920 og ólstþar upp við Ránargötuna í Vesturbænum. Foreldrar hans voru Jón Júlíus Pálsson, verkstjóri í Reykjavík, og Elín Ólafsdóttir frá Akranesi. Jón Júlíus var sonur Páls Jónssonar, steinsmiðs í Reykjavík, og Þuríðar Jónsdóttur, en Elín dótt- ir Ólafs Jóhannessonar, bónda á Sý- ruparti á Akranesi, og Guðrúnar Tómasdóttur Zoëga. Gunnar kvæntist 1949 Guðbjörgu Aðalheiði Þorsteinsdóttur sem lést 2013, en þau eignuðust sjö börn, Ragnar, fyrrv. bátsmann hjá Eim- skip; Elínu verslunarmann; Gunnar tómstundafræðing; Herdísi banka- mann, Sigríði bókasafnsfræðing; Hellen Magneu skrifstofustjóra, og Þorstein, framkvæmdastjóra Natan & Olsen. Gunnar hóf störf hjá heildverslun Natan & Olsen sem sendisveinn árið 1936, þá 15 ára. Hann starfaði síðan hjá fyrirtækinu allan sinn starfsferil, sá um skeið um afgreiðslu á smá- vörulager og síðar ákveðna þætti í bókhaldi, varð sölumaður í matvæla- og fóðurvörudeildinni 1940 og var síðan lengst af sölustjóri og var þá tvívegis útnefndur heimsmethafi í sölu á pakkavörum frá General Mills í Bandaríkjunum. Gunnar var einkar músíkalskur, prýðilegur trommuleikari og lék með ýmsum hljómsveitum á sínum yngri árum. Hann var myndarlegur, prúður og formfastur í fasi í sam- skiptum sínum við fullorðna enda sölustjóri eins fremsta heildsölufyr- irtækis í matvöru hér á landi. En undir niðri bjó hann yfir miklum gáska og glensi þegar börn og ung- lingar áttu í hlut. Þessi lífsgleði hans naut sín afar vel í starfi hans sem knattspyrnuþjálfara. Mörg hundruð KR-ingar sem nú eru að komast af miðjum aldri muna einmitt best eftir Gunnari sem þjálfara sínum og eld- heitum KR-ingi. Segja má að hann hafi um árabil alið upp heilar kynlóð- ir knattspyrnustráka í KR á sjöunda áratug síðustu aldar, stundum 70-80 gutta samtímis, og reyndar með frá- bærum árangri. Gunnar lést 20.2. 1985. Merkir Íslendingar Gunnar Jónsson 101 ára Guðrún Valborg Finnbogadóttir 85 ára Kristjana Kristjánsdóttir Rósa Árnadóttir 80 ára Elísabet Lárusdóttir Grétar Lárusson Haukur Sigurðsson Rebekka Bergsveinsdóttir Þorvaldur Elbergsson 75 ára Birgir Már Pétursson Helgi Hákon Jónsson Ingileif Ólafsdóttir Kolbrún Sigfúsdóttir Þórður Þorgilsson 70 ára Anna Margrét Ellertsdóttir Einar Gústafsson Erla Friðriksdóttir Sigurður Andrés Stefánsson 60 ára Grímur Kjartansson Gunnar Steinn Pálsson Gunnhildur Magnúsdóttir Haraldur Örn Jónsson Heiðbrá Guðmundsdóttir Helga Sigurðardóttir Ingibjörg Jóhanna Marinósdóttir Jónína Sigþrúður Sigurðardóttir Júlíus Karlsson Laufey Sigurðardóttir Magnús Guðmundsson Mildríður Hulda Kay Ólafur Árnason Pétur Jóhannsson Ragnheiður Valdimarsdóttir 50 ára Ásta Guðmundsdóttir Björn Oddgeirsson Einar Benedikt Naabye Kristinn Jakob Reimarsson Kristján Freyr Arnþórsson Krzysztof Skurski Ólína Auður Hallgrímsdóttir Sigurjón Ívarsson Sólveig Úlfarsdóttir 40 ára Adam Wladyslaw Piszcz Elísabet Hrönn Gísladóttir Hildur Sigurðardóttir Jónas Dagur Jónasson Nils Schwarzkopp Óskar Már Alfreðsson Ragnheiður Birna Björnsdóttir Rannveig Björk Guðjónsdóttir Sigurður Bjarni Hafþórsson 30 ára Einar Ingi Þorsteinsson Elva Borg Valgerðardóttir Marek Wadolowski Oksana Kora Ragnheiður Björg Svavarsdóttir Teitur Frímann Jónsson Vilborg Þórey Styrkársdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Steinunn ólst upp á Akureyri, býr í Reykja- vík, lauk BSc- og diploma- prófi í geislafræði frá HÍ, stundar MA-nám í mann- auðsstjórnun við HÍ og er geislafræðingur á LSH. Maki: Bjarni Pálmason, f. 1984, verkfræðingur hjá Arion banka. Sonur: Pálmi Snær Bjarnason, f. 2009. Foreldrar: Einar Thorla- cius, f. 1952, og Helga Á. Thorlacius, f. 1950. Steinunn Erla Thorlacius 30 ára Samúel ólst upp í Bolungarvík, býr í Reykja- vík, lauk BA-prófi í stjórn- málafræði frá HÍ og er blaðamaður á 365 miðl- um. Systkini: Stefán Ólason, f. 1992, og Heiður Björk Óladóttir, f. 1993. Foreldrar: Óli Fjalar Óla- son, f. 1964, sjómaður í Grundarfirði, og Anna Kristín Magnúsdóttir, f. 1966, kennari í Grund- arfirði. Samúel Karl Ólason 30 ára Steingrímur ólst upp í Kópavogi, býr í Hafnarfirði, lauk stúd- entsprófi frá MK og er sölumaður hjá Freyju. Maki: Ásgerður Kristjáns- dóttir, f. 1984, þroska- þjálfi. Foreldrar: Björg Ingólfs- dóttir, f. 1947, fyrrv. mat- ráður við leikskóla, og Steingrímur Leifsson, f. 1943, fyrrv. flugmaður og flugkennari. Þau búa í Kópavogi. Steingrímur O. Steingrímsson mbl.is/islendingar www.leikfangaland.is netverslun — Sími 824 1010 endalausar hugmyndir af leikföngum fyrir börn og jólasveininn hefur þú kíkt á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.