Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 112

Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 112
112 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Notaðu tæki- færið og dragðu þig í hlé. 20. apríl - 20. maí  Naut Breytingar breytinganna vegna hafa ekkert upp á sig – eru aðeins flótti frá raun- veruleikanum. Taktu á þig rögg og ráðstu að kjarna málsins svo þú getir leyst það á réttan hátt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Mál skipast svo í þína þágu að það veldur þér ánægjulegri undrun. Leitaðu leiða til að auka þroska þinn og víðsýni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Leit þín að lífssannindum kann að leiða þig á allskonar brautir. En um leið bætir það við verkefnalistann, því ætlast er til að þú svarir í sömu mynt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Forvitni þín er vakin í dag. Skyndilega kemst þú að því að lykillinn sem þú hefur leitað svo ákaflega berst þér upp í hendur fyrirhafnarlítið. Frestaðu kaupunum til morg- uns. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér hefur tekist að koma fjármálunum í rétt horf og hefur því efni á að verðlauna sjálfan þig. Ekki láta þitt eftir liggja. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt núna mjög gott með að láta þig dreyma og sjá hlutina fyrir þér. Ef þú leggur þig fram um að ná takmarki þínu ætti þér að takast ætlunarverk þitt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að festa sjónir á þeim takmörkum sem starfi þínu eru sett. Hækk- aðu í tónlistinni og keyrðu með opinn glugga. Nú skaltu fyrir alvöru fara að ráðleggja leiðir til að svala útþránni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mál tengd ferðalögum geta veitt þér ánægju eða gróða í dag. Finndu út hvern- ig það virkar og allt fer á fleygiferð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skelltu þér út á lífið og spjallaðu við fólk um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta er nauðsynlegt ef þú vilt ekki dragast aftur úr. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ástvinur elskar þig mest af öllum, en ekki er víst að kærleikur hans takmarkist við það. Hreyfing er holl og ekki skiptir mataræðið minna máli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er ekki rétti tíminn til þess að taka einhverja áhættu. Einbeittu þér að heimilis- lífinu og þínum nánustu frekar en að færa út kvíarnar. Ég er með eintak af „FimmtuDavíðsbók – ljóð á léttum nótum“ milli handanna. Það er falleg bók og skemmtileg sem höfundurinn, Davíð Hjálmar Haraldsson, lýsir svo: Davíðsbók er svo til alveg sönn, samt má ýkja, þá er vísan betri. Þú skalt hugsa um hálftommu og spönn ef höfundurinn segir kílómetri. Bókin er 132 blaðsíður og fjórar eða fimm vísur á hverri undir hinum ýmsu bragarháttum. Yrkis- efnin eru af ýmsu tagi, oft úr pólitík. – Feitlaginn stjórnmála- maður syðra var sakaður um að hygla sér og sínum: Sílspikaður safnar höku, sumir kunna að met ‘ana. Skarar eld að eigin köku. Ættingjarnir ét ’ana. Kunnar persónur eru alltaf gott yrkisefni. – Í yfirheyrslum hjá sak- sóknara varð Jón Ásgeir stundum tvísaga, sagði hann það stafa af því að hann kæmi „kaldur að borðinu“: Aldrei laug hann, auminginn, ekki í raun og verunni. Hann kom bara svo kaldur inn að kviknaði ekki á perunni. Sagt er frá skemmtilegum atvikum. – Kampselur lá á bryggju rétt við Drottningarbraut þegar höfundur kom þar á skokki: Við vegarbrún lá hann, mér varð ekki um sel og við lá að missti ég dampinn, þó get ég svarið, ég sá það sko vel að selurinn brosti í kampinn. Rifjað er upp að yfirvöld hafi ekkert nautakjöt fundið í ákveðnum innlendum matvörum sem áttu að innihalda nautakjöt: Nautsskrokk heim úr búð ég bar, að borðum rétt var sestur svangur – er ég sá það var svikinn rugguhestur. Þessi limra um vörusvik lýtur að því sama: Með hálfétinn handlegginn sagði Helgi „í innkaup ég lagði en fann það um leið er fékk ég mér sneið að hann var með hrossaketsbragði“. Ýmislegt ber við: Í Hátúni var ekki verandi er Véfríður öskraði skerandi. Var henni illt? Hún ansaði stillt: „Ekki svo orð sé á gerandi.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Selurinn brosir í kampinn í Fimmtu Davíðsbók Í klípu „ÞEIR NÁÐU MÉR VIÐ AÐ RÆNA FRÁ PÉTRI TIL ÞESS AÐ GEFA PÁLI, EN ÞEIR VORU Í RAUN Á HÖTTUNUM EFTIR PÁLI – OG BUÐU MÉR STYTTRI DÓM FYRIR AÐ VITNA GEGN HONUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SÁ ÞENNAN SAMA SVIP FYRIR FJÓRUM ÁRUM. HANN ER MEÐ KONUNGLEGA LITARÖÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stundum hvati til svefnleysis. NÝJA KÆRASTAN MÍN ER FRÁ ÖÐRU LANDI ÖÐRU LANDI? HÚN BÝR Í KJALLARANUM TALAR HÚN ÍSLENSKU? STANS! HVER FER ÞAR! ÞAÐ KEMUR ÞÉR EKKERT VIÐ, ÞÚ LJÓTI LÚSABLESI, EN EF ÞÚ HELDUR ÁFRAM AÐ SPYRJA ÞESSARA FÁRÁNLEGU, ÓÞÖRFU SPURNINGA, MUN ÉG TAKA STAF MINN OG VEITA ÞÉR ÆRLEGA RÁÐNINGU MEÐ HONUM SVO AÐ ÞÚ MUNIR HAFA VERRA AF!!! MIG GRUNAR AÐ HANN TILHEYRI ENSKU YFIRSTÉTTINNI Jólin nálgast, og skyndilega komveturinn sem búið var að bíða eftir. Víkverji verður að játa að hon- um þótti það nokkuð kyndugt að veðurfarið í október og nóvember var eiginlega betra en í sumar. Það var svo gott, að hann trassaði fram- eftir vetri að taka grillið inn af svöl- unum og var jafnvel að gæla við að grilla í matinn síðla nóvember og halda smá „kjötkveðjuhátíð“ áður en hann tæki það niður. Var það því ekki fyrr en í stóra óveðrinu í mán- aðarbyrjun að Víkverji tók niður grillið sitt, áður en það fauk. x x x Veðrið var meira að segja svo gott,að Víkverji fann lifandi húsflugu heima hjá sér í byrjun desember, af öllum mánuðum! Flugan setti Vík- verja reyndar í vanda, því að í seinni tíð hefur hann svona reynt að forð- ast það að gera flugu mein, allavega að fyrra bragði, og þó að það væri ágætlega truflandi að hafa risastóra flugu suðandi yfir sér réttlætti það ekki fyrir Víkverja það að hann tæki líf hennar. x x x Flugan fékk því að suða og puða ínokkra daga áður en frú Vík- verji, sem þurfti að læra fyrir próf, fékk nóg og veiddi hana í krukku. En nú voru góð ráð dýr, því Víkverji þurfti nú að henda kvikindinu út og reyna að leiða þá hugsun hjá sér að þar með hefði Víkverji jafnframt undirritað dauðadóminn vegna kuldakastsins sem þá var skollið á. Hann reyndi því að finna tiltölulega hlýjan stað til þess að opna krukk- una á, og hljóp síðan sem fætur tog- uðu aftur inn til sín, svona ef ske kynni að flugan elti hann. x x x Annars hefur veðrið haft ýmisáhrif á Víkverja, einkum á morgnana þegar hann þarf að skafa bíl sinn bæði að innan og utan. Ein- hverra hluta vegna er fullmikill raki inni í bílnum sem næst aldrei alveg úr honum þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Það er því nokkuð jólalegt um að litast í bílnum þegar Víkverji hefur lokið sér af, því að það snjóar, bókstaflega, þegar hann skefur framrúðuna. Eiginlega aðeins of jólalegt. víkverji@mbl.is Víkverji Munnur minn er fullur lofgjörðar um þig, af lofsöng um dýrð þína allan dag- inn. (Sálmarnir 71:8) MÚSIKEGGIÐ tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það. Þú setur það með eggjunum í pottinn við suðu, og þegar eggin eru linsoðin heyrist: „Killing me softly“ og harðsoðin: „Final Countdown“ Skólavörðustíg 12 • www.minja.is • facebook: minja Bráðnauðsynlegt fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja hafa eggin sín rétt soðin. Músikeggin (EggStream) er samstarfsverkefni þýska hönnunarteymisins „Brain Stream“ Verð aðeins 5.500 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.