Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 116

Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 116
116 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Einn, tveir og þrír! Þrettán dagar til jóla bbbmn Texti og myndir: Brian Pilkington. Íslensk þýðing: Sigþrúður Gunnarsdóttir. Mál og menning, 2014. 32 bls. Hvað gerir Grýla þegar hún finnur sleða í snjónum og veit ekki til hvers á að nota hann? Þetta er lykilspurningin í Þrettán dagar til jóla eftir Brian Pilkington. Húmorinn sem í bókinni birtist er skemmtilegur og höfundur veitir lesendum kærkomið tækifæri til að hlæja að Grýlu í stað þess að óttast hana. Þannig er Grýla ekki beint skarpasti hnífurinn í skúffunni og kann til dæmis ekki að telja nema upp að þremur, en nokkuð víst er að flest leikskólabörn taka henni fram í talningunni. Teikningar Brians eru skemmtilegar og full- ar af smáatriðum sem lesendur geta legið yfir sér til mikillar ánægju, en sagan sjálf er einföld og býður ekki upp á mikil textaleg tilþrif. Titill bókarinnar vísar til þrettán sona Grýlu sem senn leggja leið sína til byggða til að gefa þægum börnum í skóinn. Eins og höfundur bendir á getur verið erfitt að muna í hvaða röð jólasveinarnir koma og því er vel til fundið að birta innan á kápu bókarinnar myndir af svein- unum ásamt stuttri lýsingu á helstu persónu- einkennum. Sænskir spæjarar Demantaráðgátan bbbmn Texti: Martin Widmark. Myndir: Helena Willis. Íslensk þýðing: Íris Baldursdóttir. Mál og menning, 2014. 77 bls. Demantaráðgátan eftir sænska rithöfundinn Martin Widmark er fyrsta bókin um Spæjara- stofu Lalla og Maju sem út kemur á íslensku, en Widmark hefur skrifað um tuttugu bækur um tvíeykið ráðagóða. Í bókinni taka Lalli og Maja að sér að komast að því hvernig demant- ar geta með dularfullum og óútskýrðum hætti horfið úr skartgripabúð Múhameðs Karat. Í upphafi bókar eru helstu sögupersónur kynntar með myndum auk þess sem gerð er grein fyrir spæjara- starfsemi Lalla og Maju jafnframt því sem birt er kort af Víkurbæ sem er sögusvið at- burðanna. Framvindan fylgir hefðbundinni spæjarasögu að því leyti að söguhetjurnar tvær rannsaka vel þá sem liggja undir grun, viða að sér alls kyns upplýsingum með því að fylgjast grannt með umhverfi sínu og draga loks rökrétta ályktun. Ekki er hægt að segja að niðurstaðan komi mikið á óvart, en sagan heldur þó vel athygli lesenda. Höfundur hefði þó mátt huga betur að endinum, því hann er heldur snubbóttur. Uppsetning bókarinnar er mjög lesendavæn fyrir börn sem eru sjálf að byrja að lesa upp á eigin spýtur, því letrið er stórt og setningar ekki of langar auk þess sem skemmtilegar og hráar myndir Helenu Willis hjálpa framvind- unni. Vonandi rata fleiri bækur í seríunni um Lalla og Maju út í íslenskri þýðingu í framtíð- inni. Hvalreki upp á Íslandsstrendur Örleifur og hvalurinn bbbbn Texti: Julian Tuwim. Myndir: Bohdan Butenko. Íslensk þýðing: Þórarinn Eldjárn. Vaka-Helgafell, 2014. 24 bls. Það er sann- kallaður hval- reki að pólska barnabókin Ör- leifur og hval- urinn skuli hafa ratað upp á Ís- landsstrendur. Íslensk útgáfa söguljóðsins er hluti af ljóða- verkefninu ORT: Ljóð frá Íslandi/Ljóð frá Pól- landi sem Bókmenntamiðstöð Póllands stóð fyrir á seinasta ári í samstarfi við m.a. Reykja- vík Bókmenntaborg UNESCO. Julian Tuwim orti ljóðið snemma á seinustu öld og var það, eftir því sem undirrituð kemst næst, fyrst gefið út árið 1939 með myndskreyt- ingum eftir Mirosław Pokora, en útgáfan með myndskreytingum Bohdans Butenko mun fyrst hafa komið út 1956. Bókin geymir ævintýralegt söguljóð sem segir frá ferðalagi agnarsmás manns, Örleifs, í leit að heljarstórum hval, en Örleifur leggur upp í ferðalag sitt um hafið bláa í bát sem smíð- aður er úr hálfri hnetu. Örleifur er stórhuga í ævintýramennsku sinni og lætur ekki draga úr sér kjark þrátt fyrir smæð sína sem er nokkuð sem margir ungir lesendur munu vafalítið kannast vel við. Myndirnar hafa yfir sér skemmtilega gamal- dags yfirbragð í látleysi sínu. Butenko er mjög spar á liti, því hann notar aðeins gulan, svartan og hvítan lit í bland við nokkur afbrigði af bláa litnum. Uppsetningin er afar vel heppnuð og t.d. skemmtilegt þegar hvalurinn birtist loks Örleifi að þá skuli hann nánast ryðja burtu öll- um textanum á opnunni. Þórarinn Eldjárn endurorti kvæðið á íslensku af sinni alkunnu snilld. Hér er á ferðinni falleg og óvenjuleg bók sem höfða ætti vel til barna jafnt sem fullorð- inna. Rottur og menn Rottuborgari bbbnn Texti: David Walliams. Myndir: Tony Ross. Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson. Bókafélagið, 2014. 320 bls. Rottuborgari er önnur tveggja barnabóka eftir David Walliams sem út koma hérlendis fyrir þessi jól, en í fyrra kom út fyrsta íslenska þýðingin á bók eftir hann, þ.e. Amma glæpon. Sá hugljúfi tónn sem einkenndi Ömmu glæpon er alls ekki jafnáberandi í Rottuborgara. Sag- an fjallar um Sunnu sem býr hjá föður sín- um og stjúpu, Hrím- gerði, á 37. hæð í risa- stórri blokk. Í upphafi bókar kemur Sunna að hamstrinum sínum dauðum og grunar strax að einhver hafi orðið honum að aldur- tila og svör fást við þeim grunsemdum fyr- ir bókarlok. Sunnu hafði dreymt um að kenna hamstrinum sínum kúnstir svo þau gætu öðlast heimsfrægð. Stuttu eftir fráfall hamstursins finnur Sunna lítinn rottuunga sem hún tekur að sér þrátt fyrir hatur stjúpunnar og skólayfirvalda á slík- um nagdýrum. Við tekur heilmikill feluleikur bæði í skólanum og heima samtímis því sem Sunna þarf að glíma við hrekkjusvínið Tinnu Teits sem og hamborgarasalann og mein- dýraeyðinn Borgar. Walliams er flinkur penni og kann að byggja upp spennandi fléttu, þótt hún verði á köflum ansi fjarstæðukennd. Líkt og í Ömmu glæpon velur hann að draga upp nokkuð ýkta mynd af öllum persónum bókarinnar nema helst Sunnu. Þannig eru bæði Hrímgerður og Borgar eins ógeðsleg og hugsast getur, jafnt í háttum sem útliti. Sem dæmi er Hrímgerður svo löt að hún nennir ekki að bora sjálf í nefið á sér heldur skipar Sunnu að gera það (bls. 15) og Borgar sýgur í sífellu upp í nefið þannig að snörlar í honum eins og svíni sem er að róta í leðju (bls. 129). Ýkjurnar gera það að verkum að erfitt er að setja sig í spor söguhetjunnar og finna til samkenndar með aðstæðum hennar. Teikn- ingar Tonys Ross þjóna sögunni ágætlega sem og ýmsar þær leturbreytingar sem notaðar eru til að undirstrika alls kyns hljóð og óhljóð. Svaðilfarir og glæpir Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og þýddar barnabækur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Látleysi „Myndirnar hafa yfir sér skemmtilega gamaldags yfirbragð í látleysi sínu,“ segir m.a. í rýni um pólska söguljóðið Örleif og hvalinn eftir Tuwim með myndum eftir Butenko. Alls verða fimm íslensk dansverk kynnt á danstvíæringnum Ice Hot sem hófst í Ósló í gær og hafa verkin aldrei verið fleiri frá því hátíðin hóf göngu sína árið 2010. Um er að ræða sólóverkið On the Other Side of the Sand Dune eftir Báru Sigfúsdóttur, sem sýnt verður í Rikscenen- leikhúsinu; Step Right to it eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur, í norska þjóðleikhúsinu, og Tíma eftir Helenu Jónsdóttur sem Íslenski dansflokkurinn sýnir í norska óp- eruhúsinu. Að auki verða verk Unn- ar Elísabetar Gunnarsdóttur, Mar- grétar Bjarnadóttur og Sögu Sigurðardóttur kynnt á sérstakri dagskrá sem kallast More More More og fer fram í Danshúsinu í Ósló. Alls verða sýnd 40 dansverk í Ósló fram til 14. desember og eru alls 350 fagmenn í nútímadansi frá 40 lönd- um og sex heimsálfum staddir í Ósló til að njóta þeirra. „240 listamenn, tæknifólk og framleiðendur koma að sýningunum og er þetta líklega einn fjölmennasti sviðslistaviðburður sem haldinn hefur verið á Norður- löndum,“ segir m.a. í tilkynningu. „Ice Hot er allt í senn danstvíær- ingur, danshátíð og markaður fyrir kaupendur danssýninga. Alþjóðleg dómnefnd hefur valið verkin sem sýnd verða í Ósló úr hátt í 300 um- sóknum. Markmiðið er að sýna besta úrval norrænna verka sem fram- leidd hafa verið síðustu tvö ár. Í ár er sú nýjung að sýnd verða sérstök dansverk fyrir börn í dagskránni Ice Hot kids.“ Þess má að lokum geta að tvíæringurinn verður næst haldinn í Kaupmannahöfn árið 2016 og að lok- um í Reykjavík 2018. Allar nánari upplýsingar eru á vefnum nordic- danceplatform.com/. Ljósmynd/Leif Firnhaber Hinum megin Úr dansverkinu On the Other Side of a Sand Dune. Fimm íslensk dansverk kynnt á Ice Hot í Ósló Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 Ævintýraleg gæludýrabúð kíktu í heimsókn Fullt af flottum tilboðum allt fyrir gæludýrin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.