Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 118

Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 118
118 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Veröld ljóðskáldsins Russells Edsons áengan sinn líka. Faðir breytist ínaut, maður tekur á móti halakörtuúr handarkrika móður sinnar og kona uppgötvar að brjóstkassi hennar er út- varp og kveikir á því með vinstri geirvörtunni. Þar ber móðir apa í heilu lagi á borð fyrir föður og faðirinn æpir að hann vildi óska þess að hún færði „þessa apa í nær- buxur; þó ekki væri nema í pungbindi“. Hún vænir hann um afbrýðisemi og spyr hvort hann haldi að hún „legði hann svo á borð fyrir eiginmann minn og að eigin- maður minn skóflaði svo í sig sönnunargögnum ótryggðar minnar …“ Auðvitað er það ekki málið: „Ég er bara að segja að ég er orðinn dauðleiður á að fá apa á hverju kvöldi, æpti faðirinn.“ Russell Edson fæddist 1935. Faðir hans, Gus Edson, var teiknari og teiknaði teikni- myndapersónurnar Andy Gump og Dondi. Eins og Óskar Árni Óskarsson, þýðandi bók- arinnar, bendir á í formála má segja að „ein- hver skyldleiki sé á milli hinnar súrrealísku ljóðveraldar hans og teiknimyndasagna og má það kallast harla óvenjulegur áhrifavaldur fyr- ir ljóðskáld“. Edson nam listir á unglingsárum. Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók 1961 og þá síðustu 2009. Hann hélt sig út af fyrir sig og þýðandinn segir að hann minni þar á landa sína, rithöfundana J.D. Salinger og Thomas Pynchon. Edson bjó ásamt konu sinni, Frances, í Stamford og Dar- ien í Connecticut. Hann lést í apríl á þessu ári. Edson hefur verið kallaður „guðfaðir prósa- ljóðsins í Bandaríkjunum“. Edson dregur upp myndir og segir stuttar sögur í ljóðum sínum. Frásögnin er oft draum- kennd og stundum óhugnanleg, en um leið geta ljóðin verið leiftrandi fyndin og skemmti- leg. Verk súrrealistanna koma í hugann við lest- urinn, en Edson spyrti sig þó ekki við súrreal- istana. Einhvern tímann sagði hann í viðtali að Andre Breton hefði ekki fundið upp ímynd- unaraflið. (Á sama stað sagði hann að allir gætu skrifað eins og Edson, hann væri alltaf að því.) „Verk mín, þegar þau ganga upp, bera sig- urorð af rökunum fyrir glundroða, þótt þau séu full af skrítnum atburðum, í gegnum rök- vísi málsins og heildarmynd samsetningar sinnar,“ sagði hann í sama viðtali. „Fyrir mér er prósaljóðið þegar best lætur lítið, heildstætt verk, fullkomlega rökrétt innan eigin brjál- semi. Það er annað en súrrealismi, sem yf- irleitt tekur það venjulega, gerir það skrítið og lætur þar við sitja.“ Það er mikill fengur að þýðingum Óskars Árna á úrvali af ljóðum Edsons. Þýðingin er listavel gerð og lesturinn áreynslulaus. Þetta er bók, sem unun er að blaða í og lesa aftur og aftur, og þeir sem eiga draumlausar nætur gerðu margt vitlausara en að hafa hana alltaf á náttborðinu hjá sér. Frábær furðuveröld Edsons Ljóð Músin sem gelti á alheiminn bbbbm Eftir Russell Edson. Þýðandi Óskar Árni Óskarsson. Bókasmiðja, 2014. 72 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Furðuheimur „Þetta er bók, sem unun er að blaða í og lesa aftur og aftur, og þeir sem eiga draumlausar nætur gerðu margt vitlausara en að hafa hana alltaf á náttborðinu hjá sér,“ segir rýnir um bók Edsons. Heimsendir í nánd Töfradísin bbbnn Eftir Michael Scott. Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson. JPV, 2014. 439 bls. Bókaflokknum um ævintýri tvíbur- anna Josh og Sophie sem slást í för með gullgerðarmanninum ódauðlega Nicholas Flamel og eiginkonu hans seiðkonunni Per- nelle lýkur með þessari bók, sjöttu bókinni. Finnst eflaust ýmsum tími til kominn, ekki síst þeim sem þurft hafa að bíða ár eftir næsta þætti í sögunni, því allar enda bækurnar þannig að maður getur varla beðið eftir framhaldinu. Þegar Töfradísin hefst hafa þau Sophie og Josh náð saman að nýju og horfið aftur í tímann til að hitta for- eldra sína, Isis og Osiris. Það verða þó ekki fagnaðarfundir, því fljótlega kemur í ljós að foreldrarnir ætla að notfæra sér börnin í valdatafli – fórna þeim ef þarf. Þegar hér er komið sögu hafa vinir orðið óvinir og óvinir orðið, tja, kannski ekki vinir, en ekki þeir óvinir sem maður hélt. Við sögu koma galdramaðurinn John Dee og líka Mars, Hel, Óðinn, Machiavelli, Billi barnungi, Prómeþeus, Quetzal- coatl, Jóhanna af Örk, Shakespeare og svo má lengi telja – maður má hafa sig allan við til að átta sig á öllum of- urmennum sögunnar, ímynduðum sem raunverulegum. Fljótlega verður flækjan nánast óbærileg, en svo snýr Scott snyrti- lega upp á allt saman með óvæntri fléttu og lesandinn rekur upp stór augu. Fínn endir á annars lang- dregnum bókaflokki. Enn heimsendir Artemis Fowl: Berserkjahliðið bbmnn Eftir Eoin Colfer. Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson. JPV, 2014. 332 bls. Fyrsta Artemis Fowl-bokin var skemmtilega á skjön við þá hefð í bókum fyrir ungmenni að söguhetjan eigi að vera algóð eða verða algóð í sögulok, eða svo gott sem. Artemis Fowl er aftur á móti alvondur snill- ingur í fyrstu bókinni sem hét bara Artemis Fowl og kom út á íslensku fyrir þrettán árum. Með tímanum hefur hann þó mýkst og fyrir vikið hefur held- ur dofnað yfir bókunum, þær eru ekki sama skemmtilega togstreitan milli snill- ingsins illa (með gullhjartað) og bú- álfsins hugprúða Holly Short. Víst koma önnur illmenni til sög- unnar og í þessari lokabók flokksins hittum við Opal Koboi í fjórða sinn, en með tímanum hefur hún orðið helsti djöfull Artemis, var meinleysisleg í Artemis Fowl: Samsærið en síðar kom í ljós að hún var almagnaður óþokki og þungt haldin oflæti í þokka- bót. Bókin hefst þar sem Artemis hef- ur sigrast á Atlantisduldinni og allt virðist í lukkunnar velstandi. Annað kemur þó á daginn, því Opal er með djöfullega áætlun um heimsyfirráð og dauða. Upphefst mikill hamagangur, mikil eyðilegging og fjölmargir deyja – þegar allt er talið toppar þessi Arte- mis-bók aðrar bækur bókaflokksins hvað varðar hraða og spennu og óreiðu og er þá langt til jafnað. Kuldaleg spenna Rauð sem blóð bbbmn Eftir Salla Simukka. Íslensk þýðing: Erla E. Völudóttir. Vaka-Helgafell, 2014. 240 bls. Salla Simukka er metsöluhöfundur í Finnlandi, heimalandi sínu, og kem- ur ekki á óvart því hún kann að skrifa krassandi spennubækur eins og sannast á þessari kraftmiklu ung- lingabók. Söguhetjan er Mjallhvít Andersson, eins konar finnsk útgáfa af ofurtöffaranum Lisbeth Salander, en ekki eins geggjuð, enn sem komið er að minnsta kosti. Hún held- ur sig til hlés, vill fá að vera í friði og helst ekki sjá neinn nema þá sem hún neyðist til að umgang- ast. Það forðar henni þó ekki frá því að flækjast inn í snúið glæpamál þegar hún rekst á fúlgu fjár inni í myrkraherbergi í skólanum sínum og áttar sig snemma á því að peningarnir hafa verið þvegnir í orðsins fylltu merkingu, skolaðir til að ná af þeim blóði. Þetta mun fyrsta bókin í þríleik um Mjallhvíti og þótt fyrsta hluta þrí- leiksins ljúki með eins konar sögulok- um, þá blasir líka við að það sé sitt- hvað ósagt, sitthvað eigi eftir að gerast – það er nóg af lausum endum. Mjallhvít er líka persóna sem maður vill gjarnan hitta aftur og kynnast betur og svo þarf að láta óþokkana fá makleg málagjöld, maklegri en við blasa í sögulok. Yfirlit yfir nýútkomnar erlendar unglingabækur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Krassandi „Salla Simukka er metsöluhöfundur í Finnlandi, heimalandi sínu, og kemur ekki á óvart því hún kann að skrifa krassandi spennubækur.“ Fínn endir Michael Scott. Tveir endar og eitt upphaf Hamagangur Eoin Colfer. Út er komin býsna skemmtileg hand-bók um vinsælan drykk. Bjór –Umhverfis jörðina á 120 tegundumminnir um margt á heimsreisu því höfundum tekst að spinna hina löngu sögu bjórsins við furðumargt út um víða veröld. Bókin er síður en svo til þess eins fallin að kveikja þorsta lesenda, þó svo að hún geti sannarlega gert það, heldur er hún seðjandi fyrir fróðleiks- þyrsta því hægt er að læra fjölmargt við lestur þess- arar bókar. Uppsetningin er skemmtileg og fær hver bjórtegund sem til umfjöll- unar er eina opnu í bókinni þar sem sagt er fyr- ir hverja tegundin er, hvernig hún er, hvaðan, hversu sterk, hve auðvelt er að nálgast tegund- ina, með hverju bjórinn er góður og síðast en ekki síst er reitur fyrir eiganda bókarinnar þar sem hann getur skrifað hvað honum sjálfum fannst um bjórtegundina. Þetta er sett fram á einfaldan hátt og er auðvelt að glöggva sig á þessum grunnupplýsingum, nema kannski liðnum fyrir hverja bjórtegundin er en hann er settur fram meira í gríni en getur þó vel lýst ákveðnum tegundum fólks. Eins og til dæmis: „Bjór fyrir fólkið sem ekur hverfa á milli til að kaupa vatnskenndan rjómaís.“ Er nokkur þörf á frekari skýringum? Ég held ekki. Eða eins og segir um íslenska bjórinn Móra sem fram- leiddur er af Brugghúsinu Ölvisholti: „Bjórinn sen er fyrir draugabana og Sunnlendinga.“ Höfundar eru mjög hnyttnir og gott flæði í textanum. Af lestrinum má ráða að höfundar hafi haft einstaklega gaman af að skrifa bókina og má nánast greina skríkjandi kátínu sem er æðislega skemmtilegt í bók af þessu tagi. Hún er skrifuð af alúð og ást á viðfangsefninu. Bjórgerð er vísindagrein í raun og veru og rétt eins og aðrar vísindagreinar á þessi sitt íð- orðasafn ef svo má segja. Lesendur fá skýr- ingar á því hvað ESB og IPA stendur fyrir. Margir kunna að halda í fyrstu að verið sé að vísa með laumulegum hætti til Evrópusam- bandsins og hinna margumræddu IPA-styrkja en svo er sannarlega ekki og enginn grein- anlegur pólitískur undirtónn í bókinni góðu um bjórinn. Til að vera vel heima í bjórnum er nauðsynlegt að geta talað hikstalaust um „Extra Special Bitter“ (ESB) og „India Pale Ale“ (IPA). Slíkt má læra í þessari bók auk þess sem farið er djúpt í muninn á belgíska hveitibjórnum og þeim suðurþýska, hvað er öðruvísi í lífrænni bjórframleiðslu, hvar Davíð keypti ölið, tildrög bjórbannsins og svo margt fleira. Ekki má gleyma stórskemmtilegum og kómískum teikningum eftir Rán Flygenring sem prýða bókina. Rétt eins og annað í þessari vönduðu bók eru þær fræðandi, flottar og fyndnar í senn. Handbók Bjór – Umhverfis jörðina á 120 tegundum bbbbm Eftir Stefán Pálsson og Höskuld Sæmundsson. Crymogea, 2014. 258 bls. MALÍN BRAND BÆKUR Morgunblaðið/Þórður Upplýsandi Höfundar bókarinnar Bjór – Umhverfis jörðina á 120 tegundum, Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmundsson. „Höfundar eru mjög hnyttnir og gott flæði í textanum,“ skrifar rýnir. Bók fyrir bjórþyrsta þjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.