Morgunblaðið - 11.12.2014, Side 121
MENNING 121
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014
7
12
POWERSÝNING
KL. 10
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
L
MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 5 - 7 - 10 (p)
MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 5
DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 4:30 - 8 - 10:00
NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 10:20
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Afmælisútgáfa
Sími: 528 8800
drangey.is
Smáralind
Stofnsett 1934
Töskur
Hanskar
Seðlaveski
Ferðatöskur
Tölvutöskur
Belti
Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
Kíktu inn á drangey.is
Kr. 6.500, 8 kort og seðlar
Kr. 8.500,
10 kort,
seðlar
smápeningar
Nafngylling kr. 1.100
Tilvalin jólagjöf
Kr. 2.800, 6 kort
Kr. 5.900,
6 kort og seðlar
Franski rithöfundurinn Patrick
Modiano tók í gær við Nóbels-
verðlaununum í bókmenntum við há-
tíðlega athöfn í Stokkhólmi. Um leið
voru Nóbelsverðlaunin í efna-, eðlis-,
læknis- og hagfræði afhent.
Í rökstuðningi sænsku akademí-
unnar fyrir valinu á Modiano segir
að það hafi verið fyrir list minnisins
sem hann hafi beitt í verkum sínum
við að fjalla um mannleg örlög á tím-
um hernámsins í Frakklandi.
Í þakkarræðu sinni sagði Modiano
lesandann iðulega vita meira um bók
en höfundur hennar. „Eitthvað ger-
ist á milli skáldsögu og lesanda sem
líkist ferlinu við að framkalla ljós-
mynd, eins og það var gert fyrir staf-
rænu byltinguna. Ljósmyndin kem-
ur smám saman í ljós. Þegar maður
les sig í gegnum skáldsögu á sams-
konar efnaferli sér stað,“ sagði Mod-
iano meðal annars í ræðunni.
AFP
Verðlaun Franski rithöfundurinn Patrick Modiano var hylltur eftir að hafa
tekið við Nóbelsverðlaununum úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs í gær.
Modiano tók við Nóbelnum
Tónlistarmaðurinn Bob Dylan mun
gefa út breiðskífu í febrúar á næsta
ári með lögum sem Frank Sinatra
söng á sínum tíma. Platan mun bera
titilinn Shadows in the Night og
meðal laga á plötunni eru „Full
Moon And Empty Arms“, „Stay
With Me“ og „Some Enchanted
Evening“. Dylan greinir frá því í
tilkynningu að hann hafi langað að
gera eitthvað þessu líkt í langan
tíma en skort hugrekki til þess að
takast á við verk sem útsett voru
fyrir 30 manna hljómsveit og út-
setja fyrir fimm manna hljómsveit.
Dylan segir að platan hafi verið
hljóðrituð í einni eða tveimur tök-
um sem hafi fengið að halda sér á
plötunni. Hann líti ekki svo á að
hann sé að breiða yfir lög Sinatra
heldur þvert á móti að koma þeim
úr gröfinni og út í dagsljósið.
Sinatra-lög Bob Dylan dregur lög
Franks Sinatra fram í dagsljósið.
Dylan syngur lög Sinatra á næstu plötu
AFP
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Helgi Þorgils Friðjónsson myndlist-
armaður vígir nýtt sýningarrými,
Verkstæðið – Gallerí, þegar hann
opnar þar sýningu í dag, fimmtu-
dag, klukkan 17. Sýninguna kallar
hann „Stækkunargler fyrir vind-
inn“. Verkstæðið er á Grettisgötu
87, í bakhúsi við verkstæðið Bílrúð-
una sem stendur á milli Rauðarár-
stígs og Snorrabrautar.
Þetta nýja listamannarekna sýn-
ingarrými er rekið af þeim Halldóri
Ragnarssyni og Jóni Pálmari Sig-
urðssyni og segir Halldór, sem er
myndlistarmaður og með vinnu-
stofu á sama stað, að þeir hyggist
sérstaklega beina sjónum að verk-
um listamanna sem vinna með tví-
víð verk og reyna á möguleika
þeirra.
„Í húsinu eru tvær vinnustofur
auk sýningarrýmisins,“ segir Hall-
dór. „Við veljum inn sýningar út frá
því sem okkur finnst spennandi.
Helgi Þorgils kenndi mér fyrir um
tíu árum og okkur datt í hug að
byrja á að sýna eitthvað skylt því
sem varð þess valdandi að við feng-
um áhuga, sem var „nýja mál-
verkið“. Helgi Þorgils var einn fyr-
irrennara þess hér á Íslandi.“
Sýning Helga stendur í mánuð og
er opið síðdegis frá fimmtudegi til
sunnudags. Halldór segir að ekki sé
stefnt að samfelldu sýningarhaldi
heldur verði settar upp valdar sýn-
ingar af og til.
„Við gerum þetta eftir okkar
höfði,“ segir hann. „Það er ekkert
nýtt að fók opni sýningarrými sem
þetta en það vantar alltaf fleiri
rými. Við veljum inn sýningar út
frá okkar hugmyndafræði. Við
komum báðir út úr tvívíðum pæl-
ingum í listinni og fyrir utan Hverf-
isgallerí finnst mér skortur á sýn-
ingarstöðum fyrir tvívíða list. Góð
list er alltaf góð list en hjá okkur
verður tvívíði flöturinn standard-
inn; það þarf ekki endilega að vera
málverk, það má útvíkka þann flöt
eins og fólk vill.“
Frískleg og mikilvæg
„Ég ákvað að draga fram eld-
gömul verk fyrir þessa sýningu,“
segir Helgi Þorgils. „Meginuppi-
staðan er frá 1977, myndröð þar
sem ég var að fleygja öllu mal-
erísku út úr málverkinu. Ég gerði
myndirnar mjög einfaldar og ákvað
í fyrsta skipti að yfirfæra skissur á
striga, án þess að fegra eða laga
nokkurn hlut. Ég vildi hafa verkin á
striga svo þau fengju sögulega til-
vísun í málverkið um leið.“
Helgi segir þessi verk hafa
þróast inn í aðra myndröð sem
hann átti eftir að sýna á Parísar-
tvíæringnum en þessi verk voru
sýnd á þessum tíma í Norræna hús-
inu. „Ég sýni eina mynd úr röðinni
sem fór þá til Parísar, hún var unn-
in með svipuðum hætti og þessar
elstu en hafði aðeins þróast, og
aðra sem var orðin nokkuð sér á
parti þegar ég gerði hana 1986 en
hélt þessum eldri sérkennum. Þá
sýni ég einnig eina fyrstu „kópíu-
röðina“ sem ég gerði; það er Cos-
per-brandari, kyrralífsuppstilling
og mynd eftir gömlu dúkskurðar-
verki. Þessi verk hafa öll verið á
sýningu áður en það er orðið mjög
langt síðan.
Mér finnst þetta frískleg og mik-
ilvæg verk fyrir mig,“ segir hann.
„Ég skýt líka oft eldri myndum inn
á milli nýrra á sýningunum mínum
og hef gaman af því.“
Helgi er annars upptekinn við
sýningahald á næstu mánuðum,
eins og fyrri daginn, þar sem fram-
undan eru sýningar í Nürnberg,
Tórínó og Hallgrímskirkju.
Morgunblaðið/Ómar
Myndlistarmaðurinn „Ég ákvað að draga fram eldgömul verk fyrir þessa
sýningu,“ segir Helgi Þorgils. Hann er hér í sýningarsalnum.
Söguleg málverk
Helga Þorgils
Fyrsta sýning í Verkstæði – Gallerí