Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 9
orðinu jaðarmenning felst að hún hangi ut-
an á annarri menningu og sé eins konar
endastöð; þiggi bara frá öðrum en gefi lítið
til baka. Frá jaðarmenningu liggja ekki
neinir menningarstraumar í aðrar áttir. En
hugtakið er mjög afstætt og í vissum skiln-
ingi má jafnvel segja að allur heimurinn sé
jaðarmenning Vestur-Evrópu. I Vestur-Evr-
ópu upphófst heimsvaldastefnan og þaðan
hefur í margar aldir verið flutt út hug-
myndafræði, þekking, tungumál og tækni
sem nú drottna yfir heiminum.
Heiminum má síðan skipta í fjölmargar
smærri einingar og fínna jaðarmenningu á
hveiju svæði eins og til dæmis í Sovét-
ríkjunum. Þar eru fjölmörg jaðarmenning-
arsvæði, eins og kunnugt er, sem stjórnvöld
hafa löngum haft á stefnuskrá sinni að
leggja undir hina rússnesku móðurmenn-
ingu, m.a. með skipulögðum fólksflutning-
um rússneskrar herraþjóðar til lýðveldanna
og markvissri tungumálapólitík sem hefur
haldið fram rússnesku gegn málum jaðar-
menningarsvæðanna. Að undanförnu hafa
blossað upp alkunn illindi sem hljóta alltaf
að koma fram í kjölfar slíkrar stefnu og
verður ekki rætt frekar um þau hér.
í Norður-Ameríku er staðan nokkuð ann-
ars konar því að jaðarmenningin þar er ekki
jafn svæðisbundin og í Sovétríkjunum.
Sem ríki er Kanada að vísu í jaðarmenning-
araðstöðu gagnvart Bandaríkjunum en síð-
an mynda indjánar og inúítar jaðarmenn-
ingu gagnvart innflytjendum í álfunni,
svartir gagnvart hvítum og hvítir hópar inn-
byrðis, gagnvart engilsaxneskri meirihluta-
menningu. Menning Frakka í Kanada er
jaðarmenning og þeir eru nokkuð herskáir
enda saman komnir á afmörkuðu svæði
sem gerir þeim kleift að vinna saman og
efla sína eigin menningu gegn enskumæl-
andi yfirboðurum sínum. Québec í Kanada
er því að nokkru leyti samskonar vand-
ræðabam og ýmis jaðarlýðveldi Sovétríkj-
anna.
I vesturhluta Evrópu eru frönsku-,
ítölsku-, spænsku- og þýskumælandi
menningarsvæðin miðsvæðis. Utan á þeim
hangir jaðarmenning annarra þjóða, s.s.
Portúgala, Tékka, Slóvaka, Pólveija, Hol-
lendinga, Fríslendinga og Breta. Hjá Bret-
um má svo finnajaðarmenningarsvæði sem
veitir Englendingum ákveðið sjálfsöryggi
og gefur þeim hugmynd um að þeir séu
miðstöð heimsmenningar. Út við rönd sjón-
deildarhrings þeirra eru Skotar og Wales-
búar og auðvitað írar sem hafa á tuttugustu
öld verið einn herskáasti jaðarmenningar-
hópur okkar heimshluta ásamt Böskum á
Spáni.
Englendingar hafa nær drepið
menningu keltneskra nágranna
sinna
Englendingar hafa hagað sér svívirðilega
gagnvart jaðarmenningarsvæðum sínum á
Bretlandseyjum. í margar aldir hafa þeir
barist skipulega gegn keltneskum málum
og gengið svo langt að borga fjölskyldum í
peningum ef börnin lærðu ensku. Engum
blandast þó hugur um að Walesbúar, Skotar
og írar hafa haldið þjóðernisvitund sinni þó
að tungumál þeirra séu nú að mestu glötuð.
En varnarbarátta þeirra er erfið þegar allt
fer fram á ensku: fólk kaupir dagblöð frá
Englandi, horfir jafn auðveldlega á enskt
sjónvarp og sitt eigið og hættir smám saman
að gera upp á milli enskrar framleiðslu og
þess sem það býr til sjálft. Til að standa sig
í samkeppninni á hinum frjálsa markaði
TMM 1990:4