Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 28
verða — þiggðu værðir værar á grund kærri. Elt svo hina! haltu hugprúður til búða Víkur — við þig leiki völin á mölinni. Það er harmur í þessum orðum, þingið hef- ur verið flutt frá hlýjum bústað býja og á kalda eyri fyrir sunnan fjall. En skáldið treystir því samt að þær værðir sem hann æskir að þingmaður ísfirðinga fái notið á völlunum góðu, áður en hann elti hina til Víkur, — að þær góðu hvfldir á fomhelgum stað muni duga Jóni og efla hann til þeirrar manndáðar sem af honum var vænst. Þess vegna verða síðustu orðin þrátt fyrir allt þessi: „Við þig leiki völin á mölinni“. Skáldið óskar heiðursgesti samkvæmisins þess að atkvæðagreiðslur á hinu endurreista Alþingi gangi honum að óskum. Það er mikil traustsyfirlýsing, þótt ekki bæm menn gæfu til samþykkis um þingstaðinn. Jón Sigurðsson lætur brátt í haf og í Kaupmannahöfn er maímánuður genginn í garð. Þann 2. maí, þrem dögum eftir kveðjusamsætið, þarf Jónas enn að kalla eftir peningum hjá Finni. Hann skrifar þennan miða: Sören Kattrup vilde behage at gaa op til Etatsraad Magnussen og faa anviste mine maanedspenge for April og bringe mig be- löbet strax. — J. Hallgrimssen Það er Sören Kattmp sem flytur þennan miða, sendiboðinn sem Islendingar studd- ust mjög við um þessar mundir til viðvika í Kaupmannahöfn. Hann annaðist margvís- lega persónulega þjónustu fyrir ýmsa landa og þvoði jafnvel af þeim spjarimar. Miðinn er sendur 2. maí og það er ekki laust við að finna megi örlítinn brennivíns- ilm um langan veg af framsetningunni á þessum miða og þó máske einkum af stafa- gerðinni, ekki síst á sjálfri undirskriftinni. En gamli Finnur lætur ekki standa upp á sig. Hann borgar Jónasi 20 ríkisdali samdæg- urs. Og maímánuður heldur áfram að líða. Fundir em haldnir í félagsskapnum sem bar nafnið „Almennir fundir íslendinga“ og starfaði frá því í október 1843 og þar til í janúar 1846. Þessir fundir vom sameigin- legur vettvangur allra íslendinga í Kaup- mannahöfn, bæði þeirra sem stóðu að út- gáfu Fjölnis og hinna sem skipuðu sér undir amarvæng Jóns Sigurðssonar og gáfu með honum út Ný félagsrit. í þessum almenna félagsskap höfðu þrjár nefndir verið kosnar á liðnum vetri í því skyni að undirbúa mál til Alþingis. Ein nefndin átti að fjalla um verslunarmálið, þar sem krafan var fullt verslunarfrelsi. Önnur nefnd átti að fjalla um sjálft Alþing- ismálið, þ.e.a.s. allt sem varðaði tilhögun Alþingis svo og kosningarétt og kjörgengi. Þriðja nefndin átti að fjalla um skólamál. í öllum þessum málum var nefndunum ætlað að móta kröfur íslendinga og byggja upp rökstuðning fyrir þeim svo og að ganga frá bænaskrám eða fullbúnum frumvörpum til Alþingis. Síðari tíma menn hafa yfirleitt ekki kennt Jónas Hallgrímsson við stjómmál. Þeim mun athyglisverðara má það teljast að þennan síðasta vetur sem Jónas lifir, vetur- inn fyrir fyrsta samkomudag hins endur- reista Alþingis, þá er Jónas eini maðurinn í hópi Hafnaríslendinga, auk Jóns Sigurðs- sonar forseta, sem kosinn er í allar þessar þrjár nefndir. Kannski hefði auk annars 26 TMM 1990:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.