Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 30
þjóðskóla er dagsett eins og hún birtist í
endanlegri gerð í Alþingistíðindum. Jónas
hafði eins og áður sagði talað fyrir málinu
sem framsögumaður nefndar og nú var allt
klappað og klárt og frágengið. Bænaskráin
um þjóðskóla hafði verið undirrituð og Jón
Sigurðsson tekur hana með sér heim yfir
hafið. Það er einmitt þá, á lokadegi starfsins
við hina ítarlegu bænaskrá um þjóðskóla,
sem Jónas sendir Sören Kattrup til Finns
með seðilinn þann arna sem áður var getið
— þar sem stafagerðin er svona dálítið á
skakk og skjön og ilman frá gulnuðu blaði.
Og því skyldi sá sem nú er til í allt ekki
létta sér upp við þessi verkalok áður en ný
lota hefst?
Jón Sigurðsson lætur í haf þann 4. maí,
verðandi sómi fósturjarðarinnar á hinu nýja
Alþingi. Máske hefur Jónas setið hjá hon-
um síðasta kvöldið í Höfn og áréttað enn
boðskap Leiðarljóðsins.
Og við Eyrarsund heldur maímánuður
áfram að líða. íslendingar í Höfn efna stöð-
ugt til funda í þessum mánuði þótt eldri Jón
sé farinn heim og þjóðskólinn með. En það
er hvorki búið að ganga frá málatilbúnaði
til Alþingis varðandi verslunarmálið né um
allt það sem varðar Alþingishald og til-
högun þeirra mála í framtíðinni. „Almennir
fundir Islendinga" eru haldnir nær annan
hvem dag um tíma. Það er fundur 14. maí,
17. maí og enn 19. maí. Við skulum skoða
fundargerðina frá 19. maí. Það er síðasti
fundurinn sem Jónas Hallgrímsson sótti.
Mánudaginn 19. maí var fúndur með ís-
lendingum um alþingismálið; voru 11 á
fundi. Jónas Hallgrímsson flutti fyrst mál
nefndarinnar og mælti fram með atriðum
þeim er í bænaskránni vom, einkum al-
þingisstaðnum gamla; studdi og herra Repp
þetta mál. Forseti leitaði því næst atkvæðis
um hvar alþing skyldi vera, vildu 7 að það
skyldi vera í Reykjavík, vom það þeir herra
M. Eiríksson, mr. G. Þorgrímsson, S. Han-
sen, Þ. Jónsson, V. Finsen, Halldór Frið-
riksson, S. Melsteð en á Þingvelli vildu
hafa það þeir Þorleifur Repp, Konráð
Gíslason, Gunnl. Þórðarson, Jónas Hall-
grímsson og Gísli Thorarensen. Herra Jón-
as las upp uppkast til bænarskrár um
verslunarmálið með atriðum sem áður hafa
verið færð til í nýju bókunum sem útgefnar
hafa verið um það efni í Kaupmannahöfn.
Forseti leitaði atkvæðis um skrána og atr-
iðin, hvort menn vildu hafa þau eins og
Jónas las þau upp, og var það tekið með
öllum atkvæðum. Forseti sleit fundi.
Og undir fundargerðina rita Magnús Eiríks-
son, J. Hallgrímsson og G. Thorarensen.
Við fjölyrðum ekki hér um efni fund-
argerðanna. Þær tala sjálfar skýru máli. Eitt
verður algjörlega ljóst þegar könnuð er
þátttaka Jónasar Hallgrímssonar í félags-
störfum Hafnaríslendinga þennan síðasta
vetur og þetta síðasta vor sem hann lifði og
það er þetta: Jónas er að skammdegi loknu
nær ótrúlega virkur og áhugasamur, kemur
alls staðar mjög við sögu hvort sem er í
Fjölnisfélaginu eða Bókmenntafélaginu
eða á „Almennum fundum íslendinga" þar
sem hann er til dæmis framsögumaður í
báðum þeim málum sem til umræðu komu
á síðasta fundinum.
Hann er greinilega „til í allt“, eins og hann
hafði reyndar sjálfur komist að orði í bréf-
inu til Jóns Sigurðssonar sem skrifað var á
jólaföstunni þennan vetur.
Og Jónas nýtur áberandi mikils trausts í
hópi landa, samanber kosningu hans í allar
þær nefndir sem áttu að undirbúa ólík mál
í hendur Alþingis—jafnvel verslunarmálin
er Jónas settur í. Sú kenning hefur verið
lífseig að yfirþyrmandi óregla hafi þjakað
28
TMM 1990:4