Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Qupperneq 31
skáldið Jónas á hans síðari árum. Svo virð- ist ekki vera samkvæmt þeim frumheimild- um um störf hans síðustu mánuðina sem hann lifði og hér hefur verið vakin athygli á. Víst er það ekki ólíklegt að Jónas hafi sopið nokkuð stíft öðru hverju, þegar bring- smalaskottan sótti hvað harðast að honum, og reyndar gæti ástand lifrarinnar, sem í ljós kom eftir dauða hans, bent til þess. En hann hefur þá verið þeirrar gerðar að rísa upp annan tímann, styrkur og logandi af áhuga á þátttöku í viðfangsefnum líðandi stundar. Skammdegisdrunginn segir oft fátt um vorverkin. Þeir voru fimm sem enn héldu fast við Þingvelli sem alþingisstað þann 19. maí vorið 1845, á síðasta fundinum sem Jónas Hallgrímsson sótti um dagana. Hinir voru sjö sem höfðu látið sannfærast af rökum Jóns Sigurðssonar fyrir þingstað í Reykja- vík. En þeir eru bærilega hressir, þessir fimm í minnihlutanum, þegar þeir ganga frá fundi út í vomóttina. Þeir fylgjast að og halda áfram að ræða málin í sinn hóp. Það er Jónas, hýr í augum þótt farið hafi halloka. Það er hans gamli og gróni vinur, Konráð Skagftrðingur, sem aldrei gat litið Jón Sigurðsson réttu auga. Það er Gísli Thorarensen, systursonur Bjama skálds — hann Hraungerðisgráni sem liggur undir gmn um að hafa fremur ýtt flöskustútnum að Jónasi heldur en hitt. Það er Gunnlaugur Þórðarson, kominn af Fljótsdalshéraði, læknanemi við Friðriksspítala — kenndur við drykkju og spil. Og það er Repp gamli, hertur í margri raun, kominn á sextugsaldur — en af hinum er Jónas næstur honum að aldri, 37 ára gamall. Allir vildu þeir vera komnir á Þingvöll þar sem vornóttin er bjartari en hér við Eyrarsund. Það rennur nýr dagur, hinn 20. maí. Jónas hefur verk að vinna. Hann þarf að safna undirskriftum landa í Höfn undir bæna- skrárnar sem búið er að ganga frá. Hann gengur mann frá manni við góðan árangur og verður seint fyrir um kvöldið. Klukkan er tvö um nótt þegar hann opnar útidymar á húsinu við stræti heilags Péturs þar sem hann hefur búið í rúman mánuð. Það er dimmt og hann hefur enn tæplega vanist bröttum og þröngum stiganum sem liggur upp á þriðju hæð þar sem herbergið hans er. Sumir segja hann hafi verið slompaður en um það verður aldrei neitt vitað enda skiptir það engu máli. Og hafi Hraungerðisgráni setið fyrir honum um miðnættið þessa ör- laganótt, og þeir sest inn á Hvít eða aðra krá eftir erfiði dagsins, þá hefur ekkert um það geymst. Á hafi tímans týnist líka margt á skemmri stund en nær hálfri annarri öld. Hitt vita allir að Jónas hrataði í stiganum og fóturinn hrökk í sundur. Nóttin leið, hann lá þar brotinn, en vildi engan vekja, segir sagan. En hver er það sem hleypur þvert yfir háskólahverfið að morgni hins 21. maí, — frá St. Pétursstræti yfir Biskupatorgið, framhjá háskólanum og kirkju Vorrar frúar, yfir Skinnaragötuna og að híbýlum leynd- arskjalavarðar konungs í Klausturstræti númer 73. Við vitum ekki hver hann var, þessi sendiboði frá Jónasi Hallgrímssyni, sem þarna hleypur á fund Finns Magn- ússonar, forseta Hins íslenska bókmennta- félags. Máske það hafi verið Sören Kattrup. Oft hafði Jónas þurft að vitja Finns og ósjaldan hafði hann sent honum orðsend- ingu þegar þröngt var í búi — en nú lá mest við. Nú var það Finnur sem varð að annast málin eins og komið var. Hér verður ekki rakin frásaga þeirra fé- TMM 1990:4 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.