Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 35
fengið sitt. Jónas Hallgrímsson var skuld-
laus maður í gröfinni en það hafði hann
sjaldan verið hin síðari ár.
Og nú er aðeins eftir lftill eftirmáli. Á
ársfundi Bókmenntafélagsins næsta ár, sem
haldinn var þann 20. apríl, er enn bókað og
þá á þessa leið:
Um eftirlátna muni Jónasar sáluga Hall-
grímssonar, sem skiptarétturinn hafði út-
hlutað félaginu var samþykkt að þessa
muni skyldi selja á uppboðsþingi.
í skýrslu sinni á þessum ársfundi gat Finnur
Magnússon um eftirlátin handrit Jónasar
viðvíkjandi íslandslýsingunni og sagði síð-
an:
Þetta nú framtalda sýnir að minni meining
ljóslega að Jónas heitinn Hallgrímsson, síð-
an hann í seinasta sinn kom hingað til Hafn-
ar, vel hafi verðskuldað þau laun er félag
vort veitti honum fyrir störf þau er honum
voru ætluð af þess hálfu, þótt ske mætti að
það heilsuleysi og eins konar sinnisveiki, er
hann á síðustu árum æfi sinnar hafði við að
stríða, að nokkru leyti hafi tafíð og sljóvgað
viðleitni hans til að leysa þau margbrotnu
verkefni sem fljótast af hendi.
En þótt gamli Finnur hafi vissulega verið
betur kunnugur Jónasi Hallgrímssyni held-
ur en við sem nú lifum, þá er samt óhjá-
kvæmilegt að andmæla hér þeirri sjúk-
dómsgreiningu hans að Jónas hafi átt við
„sinnisveiki" að stríða. Á vorum dögum
þætti að minnsta kosti ekki við hæfi að nota
slíkt orð um þá bringsmalaskottu sem
vissulega heijaði á Jónas Hallgrímsson
hans síðustu ár og gerði honum stundum
lífið leitt, einkum þegar sól var lægst á lofti.
1. Um þennan bústað skáldsins var höfundi ekki
kunnugt er efni þetta var búið til flutnings í
útvarp sumarið 1984 en í nýrri heildarútgáfu
verka Jónasar sem út kom 1989 er vitnað í
manntalið frá 1845 og könnun Páls Valssonar
bókmenntafræðings á dönskum frumheimild-
um hefur leitt í ljós hvert núverandi númer
hússins er.
Helstu heimildir
1. Fundargerðir og gögn Hafnardeildar Hins
íslenska bókmenntafélags, varðveitt á hand-
ritadeild Landsbókasafns íslands. Þar eru m.a.
í „Kassa 1“ öll minnisblöð og reikningar Finns
Magnússonar sem hér koma við sögu, þar á
meðal allt er varðar kostnað við útför Jónasar
Hallgrímssonar svo og orðsendingar Jónasar til
Finns vorið 1845 og ýmsar nótur og reikningar
er varða viðskipti hins fyrrnefnda við Bók-
menntafélagið síðustu árin sem hann lifði.
2. Fundargerðir Fjölnisfélagsins. Þær eru
birtar í 33. árgangi Eimreiðarinnar, sem út kom
árið 1927.
3. Fundargerðir frá „Almennum fundum Is-
lendinga" í Kaupmannahöfn, sem haldnir voru
á árunum 1843-1846. Birtar í tímaritinu And-
vara árið 1920.
Að frátöldum smávægilegum breytingum er grein
þessi síðari hluti tveggja útvarpsþátta er höfundur
tók saman fyrir sex til sjö árum og Ríkisútvarpið
sendi út sumarið 1984; lét Kjartan tímaritinu þetta
efni í té nú í haust að beiðni ritstjóra.
TMM 1990:4
33