Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 43
Sie driickt mich und sie presst mich,
Und thut mir fast ein Weh; —
Du driickst ja viel zu fest mich,
Du schöne Wasserfee!
Þótt hafmey Jónasar beri einnig hratt yfir,
gefst skáldinu engu að síður nokkurt ráð-
rúm til að virða hana fyrir sér og njóta
fegurðar hennar álengdar, meðan bárumar
leika við barm hennar úti fyrir landi, og í
samræmi við það verða móttökumar, þegar
hún er allt í einu komin upp á þurrt land,
öllu hlýlegri og ekki eins fumkennndar og
hjá Heine. Tárinu í auga hennar, sem bar
vitni um harm og eymd í kvæði Heines,
hefur Jónas breytt í vætu er drýpur úr hári
hennar og gefur skáldinu tilefni til að láta
blíðlega að henni:
Hafmey fögur! hvaða, hvaða!
hárið bleikt af salti drýpur;
vel skal strjúka vota lokka
vinur þinn, sem hjá þér krýpur.
Að svo komnu tekur skáldið að spyrja hana
spjömnum úr — ef það orðalag er þá við
hæfi hér — þannig að við fáum að vita á
henni nokkur deili, og er þar komið víða við
og vísað í ýmsar áttir. Er hafkonan skýrir
frá uppmna sínum og heimkynnum í sjáv-
ardjúpinu þar sem marbendlar reistu henni
höll, hlýtur mörgum að verða hugsað til
annarrar hafmeyjar sem hefur orðið fræg og
hermir frá í sögu H. C. Andersens. Þá sögu
hefur Jónas auðvitað þekkt eins og önnur
verk Andersens sem komu út á Hafnarárum
hans, enda þýddi hann bæði söguna Leggur
og skel eftir Andersen og orti til hans á
dönsku þakkarkvæði fyrir Snædrottning-
una:
Myndskreyting við sögu Andersens um hafmeyna
eftir Vilhelm Pedersen.
Djúpt á mjúkum mararbotni
marbendlar mér reistu höllu;
hingað svam eg hafs um leiðir,
hárið er því vott með öllu.
Hann lætur þó ekki staðar numið við þá
hafmey heldur leitar lengra aftur í tímann,
alla leið til hins gríska goðheims þar sem
fyrir verður sagan um fæðingu ástargyðj-
unnar Afródítu úr löðri hafsins við eyna
Kýþeru sem veitti henni viðurnefnið Ana-
dyomene. Þessa sögu lætur Jónas Sæunni
segja og það verður því enginn útúrdúr
þegar Albert nokkur Thorvaldsen er nefnd-
ur til sögunnar, því hann gerði einmitt
höggmynd af Ástargyðjunni, nýstiginni úr
hafinu, sem getur að líta í Thorvaldsens-
safninu í Kaupmannahöfn:
Ein er gyðjan öllum fremri
TMM 1990:4
41