Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 44
Fæðing Venusar (1485) eftir Sandro Botticelli. Myndin er varðveitt í Uffizi-safninu í Flórens.
áður löngu úr hafi gengin,
fljóða prýði, fíra gleði,
fegri mér, og síðan engin.
Hafmey fögur! hvaða, hvaða!
háls og brjóst að þúsundföldu
álitlegri eru og stærri
en „Albert“ hjó úr steinum völdu.
Við þessa frásögn fer ekki hjá því að Sæunn
taki einnig á sig þessa mynd og verður
einkum ljóslifandi þeim sem hana hafa lit-
ið, og raunar verður hún í kvæði Jónasar allt
að því áþreifanleg, þegar því er lýst hvemig
Amor ástarguð lagaði boga sinn eftir
hvelfdum barmi hennar.
Ástarguð við bijóst mér beygði
boga sinn í fyrri daga,
fyrirmynd því fann hann enga
fegri — það er gömul saga.
Þegar hér er komið sögu stendur hafkonan
í allmiklum ljóma, með allar þessar skír-
skotanir að baki sér, og birtist okkur nú
fremur sem gyðja en margýgur, og þá í senn
sem fulltrúi hafdjúpsins og alls þess sem í
því leynist og sem ímynd kvenleikans og
þeirra tilfinninga sem við hann tengjast.
Þessir þættir renna þó ekki að fullu saman
í eitt heldur mynda andstæðu í fari hennar
og útliti, eins og skáldið bendir á:
engi roði kviknar á kinnum,
kærum yl þótt augun lýsi.
Sæunn hefur þurft að sætta sig við þetta
tvíeðli sitt, þótt það sé dapurlegt hlutskipti,
42
TMM 1990:4