Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 58
Sólveig Kr. Einarsdóttir Blómið rauða Ég hafði horft á hvítgula sólargeislana leika sér í grænu grasinu út um rimla- tjöldin. Runnamir skörtuðu bjöllulaga blómum sem hneigðu sig í hægum and- varanum. Hvítar blómkrónurnar höfðu lokist upp í hlýjunni. Þannig hafði það verið fyrir ári. Fyrir ári hafði ég verið glöð. En allt hafði farið öðruvísi en ég ætlaði. Eins og nunna trúir á frelsara sinn þannig hafði ég trúað á ástina. Einblínt á hana eins og nýgræðingur. Ekki séð neitt annað. Og ástin, það var hann. Ég hafði verið svo dásamlega heppin að fá hann sem kennara. Krakkarnir sögðu að hann væri frábær. Ég komst strax á sömu skoðun eða svo til. í fyrstu hlóð ég upp múr efasemda en sá veggur hrundi fljótlega til grunna. Ég beið kennslustunda hans með óþreyju og hann lauk upp fyrir mér nýjum heimum. Einmitt því hafði ég vonast eftir þegar ég fór í þennan skóla. Ég var í eðli mínu forvitin og fróðleiksfús. Aðrar kennslustundir bliknuðu. Sumar þeirra vom óendanlegar eins og eilífðin. Stundum fannst mér yfirgengilegt hve hægt var að gera kennsluefnið þrautleiðinlegt. Mig langaði að takast á við ný verkefni. Leysa þau. Finna til gleðinnar yfir að hafa lært eða skilið eitthvað nýtt. Eitthvað í líkingu við þrautir Heraklesar. Ekki þó nota kraftana heldur þurfa að hugsa, finna út úr hlutunum. Við nemendur fengum aldrei að spreyta okkur í alvöm, við vomm næstum alltaf mötuð. Þann vetur las ég meira en nokkru sinni fyrr. Reyndar hafði ég alltaf verið gefin fyrir bækur. Þegar hinar stelpumar eyddu peningunum í föt, keypti ég bækur. Stundum stríddu þær mér dálítið en það var sjaldan. Allur þessi bóklestur kom sér oft vel bæði fyrir þær og mig. Oftar en ekki rakti ég söguþræði fyrir þær og þær hlustuðu með athygli. Mér fannst gaman að segja frá. 56 TMM 1990:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.