Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 66
einhver frægasta mynd í fomum ritningum
íslendinga af jötni með járnstaf í hendi.
Himnasýn og hamfarir
Snorri Sturluson hermir svo frá í Ólafs sögu
Tryggvasonar (33. kap) að Haraldur
Gormsson Danakonungur ætlaði að sigla
liði til íslands í því skyni að hefna níðs þess
sem landar vorir höfðu ort um konung. En
áður en af því yrði lét hann njósna um
aðstæður hérlendis:
Haraldur konungur bauð kunngum manni
að fara í hamfömm til Islands og freista
hvað hann kynni segja honum. Sá fór í
hvalslíki. En er hann kom til landsins fór
hann vestur fyrir norðan landið. Hann sá að
fjöll öll og hólar vom fullir af landvéttum,
sumt stórt en sumt smátt.
En er hann kom fyrir Vopnafjörð, þá fór
hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að
ganga. Þá fór ofan eftir dalnum dreki mikill,
og fylgdu honum margir ormar, pöddur og
eðlur og blésu eitri á hann.
En hann lagðist í brott og vestur fyrir
land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eftir
þeim firði. Þar fór móti honum fugl svo
mikill að vængirnir tóku út fjöllin tveggja
vegna og fjöldi annarra fugla, bæði stórir
og smáir.
Braut fór hann þaðan og vestur um landið
og svo suður á Breiðafjörð og stefndi þar
inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungur
mikill og óð á sæinn út og tók að gella
ógurlega. Fjöldi landvétta fylgdi honum.
Brott fór hann þaðan og suður um
Reykjanes og vildi ganga upp á Víkars-
skeiði. Þar kom í móti honum bergrisi og
hafði jámstaf í hendi, og bar höfuðið hærra
en fjöllin, og margir aðrir jötnar með hon-
um.
Þaðan fór hann austur með endlöngu
landi — „var þá ekki nema sandar og öræfi
og brim mikið fyrir utan en haf svo mikið
millim landanna," segir hann, „að ekki er
þar fært langskipum.“
Þá var Brodd-Helgi í Vopnafirði,
Eyjólfur Valgerðarson í Eyjafirði,
Þórður gellir í Breiðafirði,
Þóroddur goði í Ölfusi.
(Heimskringla I, 271).
Eins og Matthías Þórðarson rökstuddi fyrir
löngu, þá bendir landvættasaga Snorra til
áhrifa frá heilagri ritningu.8 í Himnasýn
Jóhannesar hljóðar klausa á þessa lund:
Sá eg hjá dómstóli guðs fjögur kykvendi
augnafull utan og innan umbhverfis. [. . .[
Eitt af þessum kykvendum var glíkt hinu
óarga dýri, annað var glíkt oxa, hið þriðja
hafði álit manns, en hið fjórða var glíkt erni
fljúganda.
(ísHóm, 180; sbrPost. 635-6).
Landvættasagan dregur mikinn dám af
Himnasýn (oxi: griðungur mikill; öm: fugl
mikill; maður: bergrisi), en þó er undarlegt
að í stað ljóns (hins óarga dýrs) er kominn
dreki með öllu sínu föruneyti af skriðdýra-
ætt: eðlum, pöddum og ormum.9 Þótt tákn-
málið í landvættasögu sé af lærðum rótum
runnið, þá er sagnfræði hennar innlendur
fróðleikur. Hér eins og víðar í táknrænum
frásögnum verður ekki komist hjá því að
gera ráð fyrir fjölþættum uppruna, enda eru
slík dæmi sjaldan af einum toga. Þó verður
ekki farið út í þá sálma hér að kanna land-
vættasýn af smásmygli, enda gengur mér
annað til. Sú magnaða sýn af landi og þjóð
sem látin er birtast fjölkunnugum Dana í
hvalslíki á skriði umhverfis ísland er að
nokkru leyti sambærileg við draum Flosa
64
TMM 1990:4