Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 74
Kristján G. Arngrímsson Ljósin Ég vildi að þú gætir fengið þér í glas með mér. Og við gætum skálað. En ég veit ekki einu sinni hvort þú drekkur yfirleitt. Þú drekkur kannski alls ekki. Ég drekk eiginlega ekki heldur, en gestimir sem voru að koma áðan gáfu mér þetta og ég ákvað að fá mér smávegis núna. Það eru allir sofandi nema ég. Og þú. Nú get ég loksins talað við þig, það er svo lítið að gera—enginn þvottur og ekkert flangs á gestunum. Fínt að tala við þig. Þú hlustar svo fallega. Ég . . . núna er ég næturvörður héma. Þetta fólk sem var að koma, þú sást það ekki. Þú varst ekki komin þá. Þetta em hjón að austan — mesta rólyndisfólk sem er búið að gista héma í viku. Þau em úr sama plássi og ég og ég kannast við þau — þau þekkja nefnilega pabba. Eins og allir. Og svo þegar ég sagði þeim hver hann er þá þekktu þau strax svipinn. Ég — ég var jafnvel að pæla í því að spyrja hvort þau hefðu frétt eitthvað af Hersteini bróður. En ég hætti við það. Maður veit aldrei hvað fólk er að hugsa og eiginlega sé ég eftir því að hafa verið að segja þeim hver ég er. Þau hafa ekki þekkt mig hingað til — eða ekki þóst þekkja mig, ég veit það ekki. Og eiginlega þekkja þau Herstein ekki heldur en núna vita bara allir þarna fyrir austan þetta með hann. Þetta er svo lítið pláss, það vita allir allt. En ég er fluttur hingað í menninguna get ég sagt þér. Fékk þessa vinnu fyrir fullkomna tilviljun, bara . . . Nei, eiginlega var það engin tilviljun, pabbi reddaði þessu, hringdi nokkur símtöl í vini og kunningja hérna áður en ég fór og einhver sem hann þekkti þekkti snillinginn sem á þetta hótel. Og þá gat ég farið. En þau hefðu sennilega ekki sagst þekkja Herstein — hjónin, meina ég. Það þekkja fáir hann Herstein. En þau þekkja pabba, allir þekkja pabba. Þingmanninn. Meira að segja þú. Þú hefur talað við hann, ég sá það, tók það meira að segja upp og við horfðum nokkrum sinnum á það, ég og pabbi. Mér fannst hann koma vel út. Myndarlegur kall hann faðir minn — fmnst þér hann ekki soldill sjarmör? Hann er náttúrlega miklu eldri en þú. Hann sagði að hann hefði átt að vera með 72 TMM 1990:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.