Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 75
rautt bindi, það væri meira áberandi. Og það var náttúrlega alveg rétt hjá honum, hann hefði átt að vera með það rauða. En ég . .. ég tók eiginlega meira eftir þér. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá þig og . .. já, ég get ekki neitað því, mér fannst þú falleg. Þótt mest allan tímann sæist bara skáhallt aftan á þig. Fjörutíu og fimm gráðu hnakkamynd. En. Þú hefur góðan vanga og falleg eyru. Sko. Eyrun skipta máli þótt maður spái sjaldan í það — þau eru eitt af þessum óteljandi smáatriðum sem gera heildina. Og þú lfka hlustar svo fallega á röflið í mér. En það er nú samt skemmtilegra að horfa svona beint framan á þig. Þú hefur líka falleg augu. Bíddu við! Hvað var þetta? Mér fannst ég heyra eitthvert hljóð. Það er kannski ekki neitt. Samt rétt að athuga það. Þú bíður bara — pása. Hehe, þú ert nú soldið fyndin svona frosin með lokuð augu. Bíddu. *** Jæja, þetta var ekkert. Sennilega er ég farinn að heyra ofheymir af allri þessari þögn. Tuttugasta nóttin — nei, tuttugasta og fyrsta nóttin mín. í röð. Búið að vera brjálað að gera, helgamar náttúrlega verstar með öllu fylliríinu sem þeim fylgir. Ég þurfti að . . . berja einn um daginn. Hann var með kjaft og setti hnefann í magann á mér en ég náði að spenna magavöðvana, þannig að . . . ég hef nefnilega alveg rosalega magavöðva — ég spila á saxófón. En hann lét sig ekki og það endaði með því að ég læsti handlegginn á honum aftan við bak. Ég kann svoleiðis sko. Er soldið að spá í að fara í lögguna — þeir báðu mig um það fyrir austan, að koma í lögguna þar en þá var ég búinn að lofa mér hingað. Nei. Það er sko ekki gaman að lenda í því að þurfa að beija fólk. En stundum gerir maður það bara og fattar ekki fyrr en maður er búinn að lemja og berja. Alveg án þess að hafa ætlað sér það. Verst að þú skulir ekki geta fengið þér í glas. Dmkkið þetta eðalvín með þessum . . . fallega munni þínum. Munni sem segir svo mörg orð — sem ég heyri alltaf. Hvert einasta. Fín orð. Mjúk. Öll orðin verða svo mjúk þegar þú segir þau. Mjúk — eins og mamma var. Meira að segja franskan sem þú varst að tala í gær og ég skildi ekki. Hún var mjúk og falleg. Fáðu þér . . . Nú, heyrðu, þú verður líklega að bíða aðeins aftur. Frjósa. Ég redda annarri flösku, það er ekkert mál. Skrepp bara á barinn, ég hef sko lykla að öllu heila helvítis húsinu. Ég á þetta hótel á nóttunni. Allar fimm hæðimar og kjallarann. Labba um gangana með lyklakippuna hangandi við beltið. Og þögnin — þögnin er alveg ofboðsleg. Fullt hús af þegjandi fólki. TMM 1990:4 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.