Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 78
Úlfar Bragason
Um hvað fjallaði Huldar saga?
Huldar saga, sem Sturla sagnritari Þórðarson á að hafa sagt Magnúsi
Hákonarsyni Noregskonungi og Ingilborgu drottningu þegar fundum
þeirra bar fyrst saman árið 1263, hefur ekki varðveist. í grein þessari eru
leidd rök að því að sagan hafi fjallað um Huld seiðkonu, sem segir frá í
Ynglinga sögu Snorra Sturlusonar, og upphaf þeirrar sundrungar sem
löngum var í norsku konungsættinni. En Hákon konungur gamli, faðir
Magnúsar lagabætis, lagði allt kapp á að efla konungsstjórnina í Noregi
og koma í veg fyrir frekari innanlandsófrið vegna deilna um ríkiserfðir.
í Sturlu þætti er sagt frá því að Sturla Þórð-
arson náði hylli Magnúsar Hákonarsonar
Noregskonungs með því að skemmta hon-
um og drottningu hans með Huldar sögu um
borð í konungsskipi. Frásögnin er svohljóð-
andi:
En er menn lögðust til svefns þá spurði
stafnbúi konungs hver skemmta skyldi.
Flestir létu hljótt yfir því.
Þá mælti hann: „Sturla hinn íslenski,
viltu skemmta?“
„Ráð þú,“ segir Sturla.
Sagði hann þá Huldar sögu beturog fróð-
legar en nokkur þeirra hafði fyrr heyrt er
þar voru. Þrengdust þá margir fram á þilj-
umar og vildu heyra sem gerst. Varð þar
þröng mikil.
Drottning spurði: „Hvað þröng er þar
fram á þiljunum?"
Maður segir: „Þar vilja menn heyra til
sögu er hann íslendingurinn segir.“
Hún mælti: „Hvað sögu er það?“
Hann svaraði: „Það er ffá tröllkonu mik-
illi og er góð sagan enda er vel frá sagt.“
Konungur bað hana gefa að þessu öngv-
an gaum og sofa.
Hún mælti: „Það ætla eg að íslendingur
þessi muni vera góður drengur og sakaður
minnur en flutt hefir verið."
Konungur þagði.
Sváfú menn þá af nóttina.
En um morguninn eftir var engi byr og lá
konungur í sama lægi.
En er menn sátu að drykk um daginn
sendi konungur Sturlu sendingar af borði.
(...)
En er menn vom mettir sendi drottning
eftir Sturlu, bað hann koma til sín og hafa
með sér tröllkonusöguna.
76
TMM 1990:4