Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 84
André Breton
Tvö Ijóð
Sigurður Pálsson þýddi
Sögnin að vera
Ég þekki örvæntinguna í stórum dráttum. Örvæntingin er ekki með vængi;
hún situr ekki endilega við borð, sem ekki er búið að bera fram af, úti á
verönd um kvöld við hafið. Þetta er örvæntingin og ekki það þegar ýmis
smáatriði koma aftur eins og fræ sem hverfa úr einu plógfari í annað þegar
nóttin skellur á. Ekki er hún mosi á steini né glas að drekka. Hún er bátur
sundurskotinn af hagléli, ef út í það er farið, eins og fuglar sem falla og blóð
þeirra hefur ekki minnstu þykkt. Ég þekki örvæntinguna í stórum dráttum.
Örsmátt form sem takmarkast af skartgripum úr hári. Það er örvæntingin.
Perlufesti þar sem læsingin finnst ekki og tilvera hennar hangir ekki einu
sinni á bláþræði, það er örvæntingin. Við skulum ekki tala um allt hitt. Aldrei
að vita hvenær maður hættir að örvænta ef maður byijar á því á annað borð.
Ég örvænti um lampaskerminn um flögurleytið, ég örvænti um blævænginn
um miðnæturbil, ég örvænti um sígarettu dæmdra manna. Ég þekki ör-
væntinguna í stórum dráttum. Örvæntingin er hjartalaus; höndin snertir
aldrei andardrátt örvæntingar, speglamir segja okkur aldrei hvort hún er
dauð. Ég lifi á þessari örvæntingu sem heillar mig. Ég elska þessa bláu flugu
sem flýgur um himininn þegar stjömurnar söngla. Ég þekki í stómm dráttum
örvæntingu skrækrar undrunar, örvæntingu stoltsins, örvæntingu reiðinnar.
Ég fer á fætur á hverjum morgni eins og hver annar og læt handleggina hvfla
á blómapappír, ég man ekki eftir neinu og alltaf er það með örvæntingunni
sem ég uppgötva hin fallegu rótslitnu tré næturinnar. Andrúmsloftið í
82
TMM 1990:4