Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 87
Sigurður Pálsson Nokkur orð um André Breton Mér vitanlega er næstum ekki neitt til á íslensku af verkum André Bretons. Að vísu er ansi snúið að þýða hann, einkum ljóð hans og reyndar prósaverk líka. En það sem verra er, lítið hefur verið skrifað um súrreal- istahreyfmguna.1 Hvers vegna hefur ríkt þessi þögn um eina áhrifamestu lífs- og listastefnu tutmg- ustu aldar og einn helsta forvígismann hennar? Er þetta æpandi þögn? Eða er þessi þögn kannski eitthvað að muldra um við- horf áhrifamanna í bókmenntum og listum hér á landi allt frá því fyrir tæpum sextíu árum til vorra daga? Það rifjaðist upp fyrir mér að í Skáldatíma Halldórs Laxness er á einum stað illskiljan- legt geðvonskukast um André Breton og súrrealismann og hljóðar það svo: Sumir kaflar í Vefaranum eru skrifaðir á víxl undir áhrifum frá Tómasi helga af Kempis (f. 1380) og André Breton listmálara [sic], þeim gersamlega ónýta manni sem stofnaði surrealism- ann með yfirlýsíngu (1924). Þegar þetta er skrifað hefur surrealisminn ár- um saman verið álíka fornfálegur og maður með lús í skegginu, meðan Eft- irlíking Tómasar múnks stendur enn í góðu gildi — þar í samheingi sem hún á heima.2 Kannski hefur þessi ádrepa orðið til þess að einhverjir íslendingar hafi fengið trausta staðfestingu á réttmæti sjálfsánægðrar van- þekkingar sinnar á Breton, súrrealistunum og öllu því hyski. Nú nú, athugum þá aðeins nánar þennan „gersamlega ónýta mann“. Fæddur er Breton fjórtán árum fyrir síð- ustu aldamót og hefði orðið hundrað ára 18. febrúar 1996. Hann kynntist Paul Valéry árið 1913 en þrátt fyrir áhuga á bókmennt- um og listum hóf hann nám í læknisfræði samaár. Tveimurárumseinnaþ.e. 1915 var hann sendur sem hjúkrunarmaður til hel- vítis fyrri heimsstyijaldar. Kynni hans af því höfðu mótandi áhrif á hann eins og aðra sem nærri komu. Undir lok stríðsins var hann sendur til starfa á geðdeild í París og fékk hann þá mikinn áhuga á sálfræði og einkum sálgreiningu, sem enn var nánast óþekkt. Skömmu síðar komst hann í samband við Sigmund Freud og reyndi að glöggva sig á nýstárlegum kenningum hans, sem margar mótuðu síðan viðhorf súrrealista, m.a. um starfsemi und- irvitundarinnar, um draumvirknina o.s.frv. í stríðslok kynntist Breton Apollinaire sem þá átti stutt eftir ólifað. Reyndar er TMM 1990:4 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.