Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 88
André Breton við minnisvarða Charles Fouriers.
orðið súrrealismi upphaflega frá Apollin-
aire komið en furðuverk sitt í leikritsformi,
Brjóstin á Tíresíasi, kallaði hann „drame
surréaliste“, bætti semsé orðinu sur (yfir,
ofaná, ofar) framaná lýsingarorðið raun-
sætt og er það eins gott, því ekki er drama
þetta raunsæislegt. Af öðrum skáldum sem
Breton hafði samskipti við um þetta leyti
má nefna Pierre Reverdy, sem alla tíð naut
virðingar hinna ungu súrrealista.
Á þessum árum uppúr fyrra stríði kynnt-
ist Breton mörgum af verðandi samstarfs-
mönnum sínum í súrrealistahreyfingunni
svo sem Eluard, Soupault og Aragon og
stofnaði með þeim tímaritið Littérature árið
1919. Saman uppgötvuðu þeir ýmsa höf-
unda og listamenn sem þeir gerðu að nokk-
urs konar andlegum leiðtogum sínum svo
sem skáldið Lautréamont auk Rimbauds og
fleiri. Sama ár setti Breton sig í samband
við dadaistaforingjann Tristan Tzara og
gerðust félagamir á Littérature ákafir liðs-
menn dada þar til leiðir skildu árið 1922
með braki og brestum.
Breton gerði markvissar tilraunir með
ósjálfráða skrift ásamt Philippe Soupault og
gáfu þeir út afraksturinn af þessari hömlu-
lausu tjáningu undirmeðvitundarinnar árið
1919 og heitir verkið Segulsvið (Champs
magnétiques).
Eftir að Breton og félagar sögðu skilið við
dadaismann og altæka niðurrifshugsjón
hans (dadaistar voru í raun á móti öllu, líka
dadaisma) fóru að hlaðast utan á gamla
kjamann í Littérature ýmsir snillingar og
þegar Súrrealistaávarpið (Manifeste du
surréalisme) kom út árið 1924 em sérkenni-
lega margir afburðamenn samankomnir í
hreyfingunni. Brátt varð Breton fyrirferð-
armikill foringi og ekki leið á löngu áður en
hann fór að reka menn úr hreyfingunni fyrir
ýmsa linkind og sviksemi við málstaðinn
og hélt hann þeim upptekna hætti alla tíð.
Undir það síðasta má segja að André Breton
hafi verið persónugervingur súrrealismans
og búinn að reka flestalla gömlu félagana
og engir eftir nema ungir menn sem hann
tók inn sjálfur.
Af mönnum sem komu nálægt súrreal-
istahreyfingunni í lengri eða skemmri tíma
auk þeirra sem áður er getið má nefna
skáldin og rithöfundana Benjamin Péret,
Robert Desnos, René Char, Michel Leiris,
Jacques Prévert, Roger Vitrac, listmálarana
Salvador Dali, René Magritte, Man Ray,
André Masson, Juan Miró, Yves Tanguy,
86
TMM 1990:4