Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 94
Meðan Walser lifði komu út fimmtán bæk- ur eftir hann. Að öllu samanlögðu lét hann eftir sig 3 skáldsögur, yfír 200 ljóð og um það bil 1000 prósa. Hér er sagt „prósi“ vegna þess að það orð á hér betur við en „smásaga“. Sögur Walsers eru í fæstum tilvikum smásögur heldur er þar um að ræða óbundið mál af ýmsum toga, svo sem athuganir, siemmningar, hugleiðingar, rit- gerðir, náttúrustúdíur, ævintýri, sendibréf og ferðalýsingar. Prósar Walsers eru fullir af almennum sannindum og háleitum hugleiðingum, upptalningum og málalengingum, endur- tekningum og skringilegheitum. Þeir eru drepfyndnir og taka oft óvæntar beygjur og stökk. Walser hafði svolítið öran hjartslátt. Það er auðfundið við lestur sagna hans. Hann var fljótur að skrifa og datt ekki í hug að endurbæta það sem einu sinni var komið á blað. Ef hann hafði skrifað eitthvað gott þá var það gott eins og það var og ekki öðruvísi. Ef það var slæmt var því ekki viðbjargandi og lenti þá á eldinum. Walser var enginn mannkynsfrelsari og hann var blessunarlega laus við að vera einhver stórkostlegur hugsuður. En hann var einstaklega næmur á hluti í umhverfi sínu. Enginn hlutur var svo smár og ómerkilegur að Walser sæi ekki ástæðu til að tíunda öll tilbrigði hans. Hann hefur stundum verið kallaður naívur rithöfundur. Auðvitað ber að taka slíkum merkimiðum með varúð en það er eitthvað hreint og saklaust við allt sem hann skrifaði. Hann á það sameiginlegt með mörgum naívum list- málurum að heimurinn sem hann lýsir er ávallt ferskur og nýr. Þegar hann lýsir hlut- unum er eins og hann sé fyrsti maðurinn sem gerir það. Honum dugir ekki að lýsa einhverjum expressjónískum heildaráhrif- um, nei, það verður að gera þetta almenni- lega og telja upp hvem einasta hlut sem ber fyrir augu eða kemur í hugann. *** Það er einkenni á „söguhetjunum“ í skáld- sögum Walsers að þær vilja ekki þroskast. Þær vilja vera fávísar og bamslegar og þær njóta sín varla nema þær lúti einhverjum sem rassskellir þær öðm hverju. Sjálfur hneigðist Walser til að gera lítið úr sjálfum sér. Hann lofsyngur heimskuna í bréfum til forleggjara sinna og er sýknt og heilagt að brýna það fyrir sjálfum sér og öðmm að vera kurteis, prúður og undirgefinn. Þetta mætti skýra á þann veg að Walser hafi álitið að hin sanna viska fælist í auðmýkt og heimsku. En sú skýring er kannski fullt eins góð að Walser gekk best að skrifa þegar hann setti sig í spor fávíss barns eða auð- mjúkrar undirtyllu. Hann var raunar dálítið ólíkindatól. Eitt sinn skrifaði hannbónorðs- bréf til vinkonu sinnar þar sem hann sagði meðal annars: „Ég óska mér stundum þér séuð einhver afskaplega fín dama og ég sé þjónustustúlkan yðar með svuntu og þér skammið mig duglega þegar ég geri eitt- hvað rangt.“ Bónorðinu var hafnað og er talið að Walser hafí ekki tekið það mjög nærri sér. ★ ** Fyrstu árin eftir að Walser lenti inni á geð- veikrahælinu fékkst hann svolítið við skriftir. Til er bréf eftir hann frá árinu 1929 þar sem hann segir með sínu dæmigerða orðalagi: „Ég er við hestaheilsu en er samt alvarlega eða óskaplega veikur. Ég er veik- ur í höfðinu en það er erfitt að segja til um hvaða veiki þetta er. Hún er víst ólæknandi en hún kemur ekki í veg fyrir að ég geti hugsað um það sem ég vil hugsa, að ég geti 92 TMM 1990:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.