Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Qupperneq 98
Lampi, pappír og hanskar
Lampinn er tvímælalaust afskaplega þarfur og góður hlutur. Það er talað um
stand- og vegg-, um spritt- og olíulampa. Þegar minnst er á lampa verður maður
nauðugur viljugur að fara að hugsa um lampaskerma, það er að segja maður
verður ekki að gera það. Það er ekki rétt að maður verði. Það neyðir okkur enginn
til þess. Við skulum vona að hver og einn geti hugsað það sem hann vill en það
virðist nú samt vera staðreynd að lampinn og lampaskermurinn eiga mjög vel
saman. Lampaskermur án lampa væri til einskis nýtur og lampi án lampaskerms
væri gallagripur og ekki mjög fallegur. Það er eðli lampans að lýsa. Okkur finnst
lítið til um lampa sem ekki hefur verið kveikt á. Ef það logar ekki á honum vantar
hans sanna eðli. Það er fyrst þegar fer að loga á lampanum að gildi hans kemur í
ljós, þá fyrst fer þýðing hans að lýsa og ljóma á sannfærandi hátt. Við erum
skyldug til að votta lampanum virðingu okkar og klappa honum lof í lófa því
hvernig færum við að í niðdimmri nóttinni ef ekkert væri lampaljósið. Við getum
lesið og skrifað í mildu ljósi lampans, allt eftir því hvað hentar okkur, og fyrst
við erum að tala um lestur og skrift þá erum við nauðbeygð til að fara að hugsa
um bók eða sendibréf. Bækur og sendibréf minna okkur aftur á móti á eitthvað
annað, nefnilega pappír.
Eins og við vitum er pappír búinn til úr viði og úr pappímum eru svo búnar til
bækur sem eru sumpart lítið lesnar eða alls ekki og sumpart ekki aðeins lesnar heldur
hreinlega gleyptar. Pappírinn er svo mikið þarfaþing að manni finnst maður vera
knúinn og neyddur til að segja: Hann hefur einstæða þýðingu fyrir hinn siðmenntaða
mann. Það er varla alveg út í hött að fullyrða að siðmenningin væri ekki möguleg án
pappírs. Hvernig færi betri hluti mannkyns að, við skulum vona að hann sé betri, ef
enginn pappír væri búinn til. Tilvera ekki aðeins margra, heldur alls þorra mannkyns
er ískyggilega háð pappírnum. Við nánari athugun fínnum við að það em til vissir
hlutir sem við getum ekki verið án. Almennt talað er til þykkur og þunnur, glansandi
og mattur, grófur og fínn, dýr og ódýr pappír og með góðfúsu leyfi lesandans blasa
við margvíslegar pappírsgerðir og tegundir: skrifpappír, sandpappír, prentpappír,
póstpappír, umbúðapappír, teiknipappír, dagblaðapappír og silkipappír. Foreldrar
undirritaðs áttu snotra og netta pappírsvörubúð og það er sennilega þess vegna sem
hann á svona auðvelt með að telja upp hinar ýmsu gerðir pappírsins. Það er líka vel
hugsanlegt að við finnum einhvemtíma pappírssnepil, kannski rekumst við á hann í
rykfallinni rithöfundarskúffú, og það er búið að skrifa á hann sögu sem hljómar
eitthvað á þessa leið:
96
TMM 1990:4