Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 99
Maðurinn sem tók ekki eftir neinu Fyrir stuttu, eða löngu, var maður sem tók ekki eftir neinu. Hann veitti engu athygli, honum stóð nákvæmlega á sama um allt. Var hann þá svona djúpt hugsi? Það er nú öðru nær! Hann var gjörsamlega rænulaus og tómur. Einu sinni missti hann allar eigur sínar án þess að taka eftir því, án þess að finna fyrir því. Það snerti hann alls ekki vegna þess að sá sem tekur ekki eftir neinu er ónæmur fyrir öllu. Ef hann hafði lagt regnhlífina sína einhversstaðar frá sér tók hann fyrst eftir því þegar fór að rigna og hann varð gegndrepa. Ef hann gleymdi hattinum sínum, tók hann ekki eftir því fyrr en einhver sagði: „Hvað er hatturinn yðar, herra Binggeli?“ Hann hét Binggeli og gat ekki að því gert. Hann hefði fullt eins viljað heita Liechti. Einu sinni duttu sólarnir undan skónum hans, hann tók ekkert eftir því heldur arkaði á sokkaleistunum út um allt þar til einhver benti honum á þessi undarlegheit. Það var alls staðar gert stólpagrín að honum en hann tók ekki eftir neinu. Konan hans svaf hjá hverjum sem hún vildi. Binggeli varð einskis var. Hann gekk alltaf með höfuðið álútt án þess að vera að hugsa um eitt eða neitt. Það var hægt að taka hringinn af fingri hans, matinn af disknum hans, hattinn af höfðinu, skóna af fótunum, vindlinginn úr munnvikinu, börnin hans fyrir augun- um á honum og stólinn, sem hann sat á, undan honum án þess að hann tæki eftir því. Einhverju sinni, þegar hann var úti að spássera, datt höfuðið af honum. Það hlýtur að hafa setið eitthvað laust á búknum, varla hefði það dottið af mér og ekki heldur þér. Binggeli tók ekki eftir því að það vantaði á hann höfuðið, hann hélt áfram höfuðlaus þangað til einhver sagði við hann: „Það vantar á yður höfuðið, herra Binggeli.“ En Binggeli heyrði þetta ekki, höfuðið var dottið af honum og þar af leiðandi hafði hann engin eyru lengur. Binggeli skynjaði nú alls ekkert, sá ekkert, heyrði ekkert, fann ekkert bragð og enga lykt og tók ekki eftir neinu. Trúir þú þessu? Ef þú trúir þessu í raun og veru færðu 20 aura, þú getur keypt þér eitthvað fallegt fyrir þá. Meðan ég er að segja þetta ævintýri má ég ekki gleyma hönskunum sem liggja þama virðulegir og þreyttir út af borðbrúninni. Hver skyldi hún vera þessi virðulega og tigna dama sem var svona kærulaus að skilja þá eftir? Þetta em afskaplega fínir, háir, ljósgulir hanskar. Svona hanskar segja svo margt um eiganda sinn og tungutak þeirra er blítt og elskulegt eins og líf þokkafullra kvenna. Það er svo fallegt hvemig þeir liggja þama. Þeir ilma svo yndislega! Og mig langar mest til að þrýsta þeim upp að andlitinu, sem væri reyndar dálítið kjánalegt. En það er svo oft sem mann langar til að gera eitthvað kjánalegt. TMM 1990:4 97 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.