Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 100
Nervus Ég er orðinn svolítið tættur og reyttur, slitinn, rifinn og kraminn. Ég er allur gegnumstunginn. Ég er farinn að brotna svolítið og molna sundur, já já. Ég er farinn að þoma svolítið upp og visna. Ég er farinn að skrælna svolítið og skorpna, já já. Það er lífið. Það gerir lífið. Reyndar er ég ekkert mjög gamall ennþá, ég er svo sannarlega ekki orðinn áttræður en ég er heldur ekki sextán. Auðvitað er ég farinn að eldast svolítið og slitna. Það er gangur lífsins. Ég er farinn að hrörna svolítið og bresta og brotna. Það gerir lífið. Kannski að ég sé orðinn svolítið úttaugaður? Það getur vel verið en það þýðir svo sannarlega ekki að ég sé orðinn áttræður. Það er heilmikil seigla í mér, það þori ég að ábyrgjast. Ég er ekki ungur lengur en ég er heldur ekki orðinn gamall, svo mikið er víst. Ég er farinn að eldast svolítið og visna en það gerir ekkert til; ég er ekki orðinn neitt mjög gamall þó ég sé kannski svolítið úttaugaður og nervus. Það er bara lífsins gangur að maður fari að gefa sig svolítið með tímanum en það gerir ekkert til. Og raunar er ég ekki mjög nervus, ég er bara svolítið undarlegur og skrýtinn en það þýðir vonandi ekki að ég sé alveg glataður. Ég vil ekki trúa því að ég sé búinn að vera. Ég segi það aftur og aftur, ég er óvenju seigur og harðgerður. Ég held allt út, ég gefst aldrei upp. Ég er hvergi banginn. En ég er svolítið nervus. Ég er eflaust svolítið nervus, ég er sennilega svolítið nervus, ég er kannski svolítið nervus. Ég vona að ég sé svolítið nervus. Nei, svoleiðis nokkuð vonar maður ekki en ég er hræddur um það, já ég er hræddur um það. Það á örugglega betur við að segja hér „hræddur um“ fremur en „vona“. En ég óttast ekki að ég sé nervus, svo mikið er víst. Ég er að vísu ekki laus við grillur en ég óttast þær ekki. Grillurnar valda mér ekki nokkrum minnsta ótta. Ef einhver segði við mig „þú ert nervus“ myndi ég svara alveg kaldur: „Minn góði vin, ég veit að ég er svolítið veiklaður og nervus.“ Og þegar ég segði þetta myndi ég brosa mjög kurteislega og kalt og sennilega myndi viðmælandi minn verða svolítið ergilegur. Sá sem heldur ró sinni er ekki með öllu glataður. Úr því mín eigin taugaveiklun fer ekki í taugarnar á mér þá hlýt ég að hafa sterkar taugar. Það hljóta allir að sjá því það er deginum ljósara. Mér er fullkomlega ljóst að ég er ekki alveg laus við grillur og að ég er svolítið nervus en mér er líka ljóst að ég get haldið stillingu minni, sem gleður mig mjög, að ég er glaður og reifur þó ég sé farinn að eldast svolítið, hrörna og visna. Það er bara lífsins gangur. Nú gæti einhver komið og sagt við mig: „Þú ert nervus“. „Já, ég er afskaplega nervus,“ myndi ég svara og hlæja svo með sjálfum mér yfir þessari mögnuðu lygi. Kannski myndi ég segja: „Við erum öll svolítið nervus,“ og 98 TMM 1990:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.