Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Qupperneq 105
Ritdómar
8 sig að 9
Pétur Gunnarsson. Vasabók. Punktar 1989. 58 bls.
Ég veit ekki hvort það er ýkja mikið að marka
mig sem gagnrýnanda á verk Péturs Gunnars-
sonar. Þau standa mér of nærri. Ég er jafnaldri
og uppeldisbróðir Andra Haraldssonar og
drakk, eins og margir af minni kynslóð, í mig
skáldsögumar fjórar sem Pétur sendi frá sér um
hann. Þannig vomm við Andri saman í tólf ára
bekk í Punktur punktur komma strik (1976), við
urðum kynþroska um líkt leyti í Ég um migfrá
mér til mín (1978) og burðuðumst við að lesa
Laxness og Hemingway á menntaskólaámm í
Persónum og leikendum (1982). Ég fór meira
að segja til Grikklands með unnustunni sam-
stíga Andra íSögunni allri (1985) og fann sjálf-
an mig í hugljúfri senu þar sem þau Bylgja
liggja í skógivaxinni fjallshlíð og hún kreistir
fflapenslana á baki hans (nútímaútgáfa af
„Greiddi eg þér lokka við Galtará"?).
Mér svipar, í stuttu máli, hættulega mikið til
innbyggða lesandans í verkum Péturs. Þegar ég
hitti hann á tiltölulega menningarlegri sam-
komu í Norræna húsinu fyrir fáum ámm gat ég
ekki á mér setið heldur kynnti mig hikandi og
þakkaði honum fyrir þær ánægjustundir sem
bækur hans hafa gefið mér. Á eftir leið mér
auðvitað eins og hálfvita — eins og skömm-
ustulegum Andra.
Nú er það Vasabók Péturs sjálfs, úrval hug-
mynda hans frá ámnum 1986-1988. „Nótumar
koma nánast fyrir eins og af skepnunni í tíma-
röð, með þeim fyrirvara að inn á milli hafa verið
felldar út athugasemdir sem áttu ekki erindi eða
ætlaðar vom í annað,“ segir í formála þessa litla
kvers (bls. 7). Og enn á ný finn ég fjölmarga
skurðpunkta á hugmyndaferlum okkar Péturs,
þar á meðal vangaveltur um tungumálið, fjöl-
skyldulífið og nútímann. Sumar línur hans les
ég þó án árangurs, þykir sitthvað ofsagt og aðrar
nótur hafa, þrátt fyrir allt, engan hljómgmnn í
persónulegri reynslu minni. En einmitt þess
vegna hafa samvistimar við þessa bók vakið
mig til umhugsunar um það óræða bil sem er á
milli merkjasendinga höfundar og einstaklings-
bundinnar viðtöku hvers lesanda.
„. . . í meiðandi skini lampans"
Pétur punktar niður hugmyndir á ferð sinni í
gegnum lífið. (Ég varð vitni að slíkri skrá-
setningu á fyrmefndri samkomu í Norræna hús-
inu.) „Það hefur komist í vana hjá mér að vera
með minniskompu við hendina svipað og menn
bera myndavél og smella af þegar eitthvað
minnilegt ber fyrir augu,“ segir í formálanum
að Vasabók. Markmiðið er að „handsama lífið í
bók,“ (bls. 14), ná tökum á óreiðu veruleikans.
„Hvemig orðin sætta mann við lífið, það að
koma orðum að lífmu,“ skrifar Pétur einn dag-
inn (bls. 23) og bætir síðar við: „Kvíðinn gufar
upp um leið og ég er sestur við skriftir" (bls. 34).
TMM 1990:4
103