Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 107
að framkalla allt aðra veröld í mínum huga; ég held áfram að rekja þennan þráð, rifja upp andlit úr bekknum, flugvéladyninn sem yfírgnæfði kennarann öðru hvoru og aðrar bækur sem við lásum þessa önn. En það eru aðrar sögur. ....Guð væri með sína vasabók“ Pétur er meðvitaður um að Vasabók er ekki sama bókin fyrir höfundinn og aðra. Útgáfa hennar virðist líka miða að því að fjölga vasa- bókariturum, fremur en vasabókalesendum. „Draumur minn um fagurt mannlíf:“ skrifar hann, „að allir gætu skrifað vasabók. Áttað sig á tilverunni. Hver og einn með sinn áttavita“ (bls. 28). Á köflum fékk ég á tilfinninguna að Pétur hefði nú þegar stofnað vasabókaleynifélag, að minnsta kosti í huganum. Á flugi heim til ís- lands árið 1987 skrifar hann: Slökkt í vélinni, sofandi farþegar. í eld- húsinu sitja flugfreyjur á hljóðskrafí, ein afsíðis horfir út í dagrenninguna og hrip- ar öðru hverju niður á tossalista eða er hún að yrkja ljóð? Kannski að skrifa vasabók (bls. 36) Er alheimssamsæri vasabókagerðarmanna á næsta leiti? Pétur hefur líklega ekkert á móti slíku sam- særi. Enda þótt vasabókaskrifin hafi sína ókosti, eins og ég kom að hér að ofan, em þau lífsmáti hans og kannski líka leið til betra mannlífs: „Hugsa sér ef fólk færi bara inn í sig eftir lífinu, næði sambandi með einum kúlupenna. Óneit- anlega myndi umferðarþunginn minnka og auð- veldara að finna stæði“ (bls. 53). Imynda sér að allir héldu svona bók þar sem þeir skrifuðu niður athugasemdir um lífið. Þar sem þeir em staddir: á leið í vinnu, út í búð, á grænu ljósi. M.a.s. Guð væri með sína vasabók. Og engl- amir. Allir á fullu að taka nótur. Vasa- bókalíf (bls. 20) Er lífshlaup okkar eftilvill punktur í kompu Guðs? „. . . að hjúfra á morgnana" Eg hef enn ekki turnast, ég er ekki farinn að skrifa nótur í mína eigin vasabók. Vasabók Pét- urs Gunnarssonar nægir mér í bili. Ég geymi hana uppi í hillu. Stundum þegar ég fæ gesti í heimsókn teygi ég mig eftir henni og les nokkra punkta upphátt: Maður og kona alls ekki á þeim aldri að kyssast í röðinni (bls. 19) Biðröð hjá útisturtunni, kona að skola af sér með brjóstin ber en fyrir tilviljun eru eingöngu karlmenn í röðinni sem virka eins og á klámsýningu. Upphækkaður trépallur ýtir undir aðfarir konunnar sem snýr framhliðinni að áhorfendum og gefur sér góðan tíma, sýpur hveljur og strýkur sér um kroppinn. Meðan ég bíð eftir að röðin komi að mér finn ég votta fyrir sviðsskrekk og þegar ég stíg upp á pallinn sný ég baki í röðina og er fljótur að ljúka mér af (bls. 21) Stundum finnst mér ég þurfi bara að koma til skila hve gott það er að hjúfra á morgnana. Að mannkynið myndi leggja niður vopn og sjá tilgang í lífinu bara af því einu (bls. 37) Að lestrinum loknum býð ég gestunum te og kökur. Og einhver þeirra segir, af fullmiklum hátíðleika: Pétur fær mann svo oft til að staldra við hversdagslegustu hluti og 8 sig að 9. Jón Karl Helgason TMM 1990:4 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.