Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 6
með gjöfum þínum hjálpað okkur til að verða það sem við erum, það sem þú átt í okkur öllum, þá hefur þú alltaf verið að koma okkur á óvart, koma að okkur nýr úr óvæntri átt og beita okkur nýjum gerning- um, galdra þannig að þú hefur hjálpað okk- ur að eignast ókunn lönd í okkur sjálfum, í umhverfínu okkar, nýja landasýn, nýja vakningu við spegilinn. Eia leikur! Eia perlur! Orðkynngin, vísindin, vísdómurinn, fyndnin, að finna alltaf eitthvað á fömum vegi sem gerir leiðina alveg nýja, vera sí- fellt að sýna okkur það veika og það smáa, það grófa og það hrikalega í órjúfandi sam- búð. Þú sýndir okkur líka fuglinn í storms- ins fári sem hjúfrar sig við svell og verður ekki hnikað. Sumt verður ekki drepið; í þessu stríði mun enginn sigra nema nætur- galinn, sagðirðu okkur þegar heimsstyrj- öldin geisaði. Hvað segir Jón Prímus? Hann segir að sá sem ekki lifi í skáldskap hann muni ekki lifa af. Hvað er það að smíða tunglflaug hjá því að hnita svo skáldskap sinn að það er ekki nema mundangshóf á milli hláturs og gráts? Þetta hárfína jafn- vægi sem er skyldast ögurstundinni þegar náttúran stendur á öndinni milli beggja skauta, áhorfandinn í sögunni tvíátta milli gleði og harms. Svo fyndið og djúptækt, óvænt í bendingunni að hið sprenghlægi- lega verður svo óumræðilega sorglegt, átakanlegt, við hljóðnum í miðjum hlátri og brosum í hluttekningunni. Jafnvel einhver hlægilegasti maður í bókmenntum okkar, Pétur Pálsson Þríhross, sem er dreginn sundur og saman í háði á oflæti valdsins, þegar hann stendur á bryggjunni, stassjón- istinn í verkfallinu miðju að koma frá því að biðja liðsemdar í herskipinu gegn erfið- ismönnum, og báturinn brunar með Beina- sleggjuna dóttur hans út fjörðinn ásamt fær- eyska foringja verkfallsmanna: Hann gekk fram á sporð litlu bryggjunnar fyrir framan hjá sér og veifaði hattinum sínum bjánalega á eftir báti Jens færeyíngs og kallaði þrisvar sinnum Dísa, hæst í fyrsta skipti, lægst í seinasta skipti. En einginn gaf því gaum. Bátur færeyíngsins fjarlægðist óðum. Framkvæmdastjórinn stóð enn um hríð á bryggjusporðinum, gleiður, bjúgfættur, alt annað er herfor- íngjalegur, með Júelshattinn sinn í annarri hendinni og loníettumar í hinni og hélt áfram að horfa eftir bátnum, og vindurinn feykti til þunnu grámeinguðu hári hans og lét sjakketlöfin hans blakta. Ef hann hafði farið útí danska herskipið ljónumlíkur sté hann á land með yfirbragði lambsins. Það er ekki aðeins að Halldór segi okkur þannig frá að við sjáum það fyrir okkur, við erum ekki í rónni fyrr en við getum lesið upp fyrir einhvem nákominn og jafnvel farið að reyna að herma eftir þessum per- sónum úti á götu, án þess að gá að okkur, að við séum að gera okkur andkannaleg og vekja á okkur athygli sem gæti misskilizt. Ég skal fúslega játa það á mig að hafa reynt að líkja eftir göngulagi þess ágæta fram- bjóðanda á móti Júel J. Júel sem svo er lýst þar sem hann fór um með göngustaf sinn á meðan Júel var að láta bílstjóra sinn aka krökkum og edjótum aftur og fram um eignina nótt og dag með óhemju flautugargi og gíraskrölti: Augljóst var af öllum tilburðum mannsins að þessi gaungustafur var ekki aðeins tignarmerki hans og veldissproti, heldur einnig auðlegð hans, enda gætti hann stafs- ins einsog sjáaldurs auga síns. Hann bar 4 TMM 1992:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.