Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 19
Heimsljós skirrast við að taka afstöðu til atviksins þar sem Ólafur Ijósvíkingur hefur samfarir við ófermda stúlku sem hann átti að leiðbeina í kristindómi). En það er þessi áreitni sem framar öðru klýfur samband móður og dóttur, um leið og hún gróðursetur í Sölku sektarkennd og einsemd sem hún verður að bera alla tíð. Það er þessi áreitni sem staðsetur Sölku utan við samfélagið, rænir hana móðurinni og á mestan þátt í því að Salka afneitar hinu kvenlega. Það er fyrst í sambandinu við Amald sem Salka byrjar að sigrast á ein- semd sinni og tekst að endurheimta kven- leika sinn. Hræðslan við ástina Ég er bara hrædd. Ertu hrædd við sjálfa þig Salka? hvíslaði hann. Þá tók hún hendumar ífá andlitinu og svaraði æst: Nei, nei, nei. Ég er hrædd við hana mömmu. (414) Samband Sölku og Amalds verður til þess að frelsa Sölku undan hinni skökku sjálfs- mynd sem hún hefur þroskað með sér frá æsku. I gegnum ástina lærist henni að hún er þrátt fyrir allt kvenmaður. Það er tákn- rænt að þegar Salka heimsækir Amald morguninn eftir að hún hefur losnað undan „álögurn" Steinþórs svarar hún þegar hún er spurð hver hún sé með einu orði sem hún hefur aldrei notað um sig fyrr: „Stelpa“ (364). En þótt Salka viðurkenni kynferði sitt um leið og hún játast ástinni er hún enn minnug örlaga móðurinnar. Tilfinningar Sölku í gerð Amaldar, sérstaklega hinar kynferðislegu tilfinningar sem ástaratlot hans vekja með henni, fylla hana ótta sem á rót sína að rekja til minningarinnar um niðurlægingu móðurinnar. Niðurlæging Sigurlínu náði hámarki í hinni afskræmdu mynd af „ást“ hennar og Steinþórs og Salka er hrædd um að „týna sjálfri sér“ á sama hátt og Sigurlína. Þess vegna verður hún að stíga eitt skref til viðbótar til að öðlast sjálf- stæði og heilsteypta sjálfsmynd: Hún verð- ur að senda Arnald frá sér. Arnaldur er ekki síður en Steinþór skemmtileg persónusköpun frá hendi höf- undar. Við sjáum hann aðallega frá tveimur sjónarhomum: Hinu íroníska sjónarhomi höfundar sem gerir mikið grín að hegðan hans og hugmyndum og hins vegar með augum Sölku. Það er í gegnum ástfangin augu Sölku sem lesandi öðlast samúð með persónunni Amaldi. En eins og hún sjáum við einnig í gegnum hann sem sveimhuga og loftkastalasmið. Arnaldur er móðurlaus og eins og gildir um flesta aðra móðurleysingja í verkum Laxness stjómast gerðir hans sífellt af móð- urleit10 — og það sér Salka. Þegar Salka hittir Arnald í fyrsta sinn bam að aldri, segir hann henni frá draumi sínum um móðurina. Móðir hans dó þegar hann var smábam en hann hefur neitað að viðurkenna það og telur sjálfum sér trú um að hún hafi farið burt og búi „lángt, lángt fyrir handan fjallið bláa“ (74). Hann trúir Sölku fyrir þrá sinni eftir móðurinni: (...) ég var altaf að gráta, af því mig lángaði svo til mömmu. (74) Mér finst að afi minn og Herborg hafí ein- hvernveginn numið mig á brott úr landinu þar sem ég á heima, og haldi mér hér í fángelsi til að fela mig fyrir mömmu. (75) Stundum fínst mér ég vera huldudreingur, TMM 1992:3 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.