Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 25
dór öðru fremur notað efni úr æsku sinni, og með því að skoða hvemig hann umskap- ar það komumst við nær aðferð hans sem sagnamanns. Halldór var reyndar gagnrýndur fyrir þá umsköpun strax eftir Skáldatíma, sem gerir þó ekki tilkall til að vera skáldsaga. Þór- bergur Þórðarson skrifaði gegn mynd þeirr- ar bókar af Erlendi Guðmundssyni ritgerðina „Rangsnúin rnannúð" (TMM 1964:2). Við lestur hennar verður ljóst að Halldór leitaði „sannleikans“ í karakter Er- lendar, jafnvel á kostnað þeirra athafna hans og skoðana sem rúmuðust ekki vel í karaktermyndinni. Þórbergur var ekki par hrifinn, og fannst Erlendur gerður bæði leiðinlegri og hversdagslegri en hann var, einmitt með þessari nánast mýstísku upp- hafningu yfir búksorgir og hversdagsleg málefni, sem er hluti af persónusköpun Halldórs (og sjá má síðar til dæmis í Innan- sveitarkroniku). Halldór svaraði með smá- sögunni „Jón í Brauðhúsum", sem kunnugt er. Sama aðferð er viðhöfð í minningasögun- um fjórum. Stöku staðreynd er augljóslega farið vitlaust með vegna rangminnis (grein- in um klukkuna kom í Morgunblaðinu 1916, ekki 1915), aðrar em úr lagi færðar af bókmenntalegum ástæðum, vegna þess að sagan krefst þess. Þannig segist Halldór hafa skrifað ósköpin öll frá sjö ára aldri, en tekið sig til áður en hann flyst í bæinn 1914 og farið með allt út á tún og brennt. Erik Spnderholm hefur bent á að það fær illa staðist, bruninn er uppdiktaður af sym- bólskri nauðsyn (Halldór Laxness, bls. 344). Annað dæmi er bréf það frá Þórði Sigtryggsyni sem Halldór birtir að hluta til orðrétt í Grikklandsárinu, og sómir sér einkar vel þar (bls. 126-127). Nema hvað Halldóri barst ekki bréfið fyrir tvítugsaf- mælið 1922, einsog lesendur gætu haldið, heldur skrifaði Þórður vini sínum þetta af- mælisbréf árið 1962. Halldór þjappar og færir til í tíma þegar hann semur allar litlu sögumar sem minn- ingabækurnar eru samsettar af. Mig langar að taka eitt dæmi vegna þess að þar eru fleiri heimildir tiltækar, og það gefur okkur kost á að laumast inn á verkstæði sagnamanns- ins Halldórs. Dæmið er frá Svíþjóðardvöl hans, haustið 1919, og heimför hans frá Helsingjaborg til Kaupmannahafnar. Einn samtímamanna og góðkunningja Halldórs frá þessum tíma er sá sanni Hafnar-íslend- ingur ísleifur Siguijónsson, og hefur ísleif- ur lýst kynnum þeirra í grein sem hann skrifaði árið 1954 og prentuð var í Birtingi. Hefst frásögnin þar sem ísleifur er á bú- garði í Danmörku í þeirri sjaldgæfu hremmingu sem honum var sem betur fer hlíft við megnið af ævinni, semsé að vinna: Þegarég hef unnið mánuðinn út, erég aftur frí. Ég segi upp starfinu og afræð að fara til Helsingjaborgar í Svíþjóð til að fá svip- mynd hins gamla lands Herlæknissagnanna og hitta kunningja minn Halldór, sem í bréfi sínu hafði minnzt á þetta. [í Svíþjóð tekst Isleífí að hafa upp á Halldóri og segist svo frá:] „Komdu bless- aður,“ segir Halldór, „þú kemur eins og sendur af forsjóninni, því ég hef verið næst- um blánkur síðustu dagana vegna tafa á peningum að heiman.“ Er nú farið út í gildaskála eða átómatkaffi, og fáum við okkur eitthvað að éta. Sagði Halldór mér af skessu þeirri, er húsum réð, og strákum hennar tveimur, sem hún var í hálfgerðum vandræðum með. Kvað hann þau hallmæla öllu sænsku og níða sína eigin landa, og bæri slíkt vott um að þetta væri týpiskt undirstéttarfólk [... ] TMM 1992:3 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.