Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 26
Um þessar mundir var mikill ungverskur fiðlusnillingur staddur í Halsingborg. Hét sá Veksy og fór víða um álfur og lék, svo að bergmálaði um lönd og borgir. Hafði Halldór eitt kvöld verið að heyra hann og sjá, því hann var í þá daga hrifinn af öllum listum og frægum listamönnum, meðan öll hermennska var honum viðbjóður [... ] Og svo kvöddum við Svíþjóð einn kaldan desemberdag. Þegar við fórum út í ferjuna, segir Halldór við mig: „Af því að þú ert svo sterkur, ætla ég að biðja þig, ísleifur minn, að bera töskurnar mínar fyrir mig um borð.“ — „Það skal vera mér sönn ánægja,“ svara ég, „og mun ég minnast þess, er þú verður Nóbelsverðlaunahöfundur.“ Sagði ég þetta bæði í gamni og alvöru, og brostum við báðir að. (Birtingur 1957:4, bls. 5-6) Þetta er skemmtileg frásögn hjá ísleifi en kannski svolítið ómarkviss. Halldór segir ffá Svíþjóðardvöl sinni í Úngur eg var, og ræðir nokkuð um tímabundin blankheit sín ásamt ódrepandi bjartsýni á slík veraldleg málefni, enda hafi þetta alltaf bjargast. Svo segir: Nú kom að því, þegar ég taldi saman uppúr vösum mínum í Helsíngjaborg, þá átti ég bersýnilega ekki fýrir fari aftur til sama lands. Eg var einsog maður á áralausum báti. Ég átti í hæsta lagi fyrir einni máltíð. En þá vildi svo til að heimsfrægur fiðlu- meistari, úngverjinn von Vecsey, auglýsti konsert í Maríukirkjunni í Helsíngjaborg. Ég ákvað að fara að hlusta á það helduren eta, og sat inni hjá mér í tveim frökkum og með hanska allan daginn að skrifa hina ágætu bók Salt jarðar (um Þórð) og hrímið innaná rúðunum var eins þykt og flosið í hinum heimsfrægu sænsku rýamottum. Um kvöldið þegar dró að auglýstum hljóm- leikatíma fór ég út. Digra kellíngin hafði híngatil ekki skift sér af mér, en nú kemur hún frammá gáng þegar ég er að fara út og spyr: hefur herrann verið klenl Ég svaraði: ég veit ekki einu sinni hvað „klen“ er. Þá segir hún: ég hef ekki orðið vör við að herrann færi út að eta middag í dag. Ég svaraði að það ætlaði ég ekki heldur að gera; ég væri að fara á konsert. Ekki sá ég eítir að fara á þennan konsert; ég hafði áreiðanlega ekki fyr heyrt aðra eins tónlist; satt að segja ekki gert mér í hugarlund að svona hljóðfærasláttur væri til. Þegar ég kom inn aftur stóð konan á gánginum og spurði: var det bra með folk? Sjaldan hefúr mér liðið eins vel; ég var ekki aðeins sæll heldureterískur: samkynja eldloftinu. Ætli ég hafi í rauninni ekki verið orðinn vitlaus einsog húngursnillíngurinn hjá Hamsun? Það var matarlykt í herberg- inu hjá mér og stóð heitur leirdallur á borð- inu. Ég lyfti lokinu af og þá kom á móti mér gufa af þykkri kálsúpu með baunum ásamt ýmsum þeim garðjurtum sem ég hataðist við, líka var hángilykt af feitri svínsíðu; og glitrandi brák oná öllu saman. Gegn vilja mínum setti ég í mig skeið af sufli en það vildi ekki niður; mig hrylti upp. Einum eða tveim bitum af reyktu spiki kom ég þó ofaní mig og þar við sat. Ég setti lokið á stampinn aftur og fór að hátta. Um morguninn í býtið varð mikið upplok á tíkinni framrná gánginum, gestagelt í vígahug. Dyrabjöllunni hafði verið hríngt. Fágætum túngum var teflt hvorri gegn ann- arri án skilníngs frammá gánginum; þó fékk raddhreimur gestsins mig til að lúka upp báðum augum. I því vetfángi var dyr- um mínum lokið upp og yfir þröskuldinn sté einlægur vinur minn og sannur fulltrúi rómantísku stefnunnar, einn þeirra fáu sem eftir vom í heiminum, Isleifur Sigurjóns- son. Hann hafði um mánaðarskeið verið vistráðinn á búgarði á Norðursjálandi, skamt ffá Eyrarsundi, en var geinginn úr vistinni af heilsufarsástæðum og fann nú uppá því snjallræði að skreppa yfmm sund- 24 TMM 1992:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.