Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 33
Vésteinn Ólason
Halldór Laxness
og íslensk hetjudýrkun
Hér eru bornar saman hetjurfornra bókmennta og hetjur ísögum Halldórs
Laxness, einkum Sjálfstæðu fólki og Gerplu. í báðum sögunum er deilt á
forna hetjuhugsjón, en þó er sem Bjartur og Þormóður séu í ákveðnum
skilningi hetjur í sögulok, því um þá gildir eins og Halldór hefur sagt um
hetjur fornsagna: þeir hafa beðið algerðan ósigur en er þó hvergi brugðið.
I
Líta má á verk mikilla rithöfunda sem þátt-
töku í samræðu. Slíka samræðu getum við
kallað bókmenntahefð. Mikilhæfír rithöf-
undar þekkjast úr í klið þessarar samræðu,
því að rödd þeirra hefur sérstakan hljóm og
breytir jafnvel svip allrar umræðunnar.
Þegar ungir snillingar koma fram á sviðið
rísa þeir oft með ákafa gegn þeim röddum
sem sterkast hljóma fyrir, en eftir að fullum
þroska er náð og röddin hefur fengið sinn
sérstaka blæ, má einatt sjá hvemig þeir hafa
unnið á jákvæðan hátt úr deilum sínum og
stundum lært mest af þeim sem þeir deildu
harðast á.
Þegar Halldór Laxness kom fyrst inn á
umræðuvettvang bókmenntanna hljómuðu
ýmsar raddir sterkt hér heima, raddir fom-
bókmennta, rómantísks ættjarðarskáld-
skapar og — enn nokkuð veikburða—rödd
raunsæislegrar og mannúðlegrar skáld-
sögu. En íslenska bókmenntahefðin var
ekki einangruð, og Halldóri nægði sannar-
lega ekki það samtal sem hér fór fram. Hann
leitaði út fyrir landsteina og vildi ekki sætta
sig við minna en taka þátt í samræðu Vest-
urlandamanna og láta rödd sína heyrast þar.
Ýmsir ágætir fræðimenn hafa kannað stöðu
Halldórs Laxness íþessari samræðu: hverju
brást hann við, hvemig brást hann við?1
Mig langar til að leggja hér örlítið lóð á þá
vogarskál. Hver er afstaða Halldórs í full-
þroska verkum til fornbókmenntanna og
nánar tiltekið til þess þáttar þeirra sem í
fljótu bragði virðist honum fjarlægastur,
hetjudýrkunar þeirra? Þetta hefur vitaskuld
verið rætt áður og í örstuttu spjalli er ekki
kostur að gera meira en skjóta inn athuga-
semd í samræðu bókmenntafræðinga.
II
Óhætt mun að fullyrða að íslendingar hafi
TMM 1992:3
31