Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 62
Frederik Paludan-Muller.
hann. Þar er helst til að nefna dætur C. A.
Borchs prófessors í Sórey, en ekkja hans og
móðir Paludans-Mtillers vonj skyldar. Þær
voru þijár og tvær þær elstu giftar. Þeirra
elst var Andrea, fædd 1787, gift og bjó í
Kristjaníu. Hún kom oft að heimsækja fjöl-
skyldu sína. Paludan-Miiller skriftaði fyrir
henni, en hún léði honum bækur t.a.m.
FerðamyndirUemcs. Hann las henni kvæði
sín og greindi henni frá draumum sínum og
þrám. Þegar leiðir skildi skiptust þau á bréf-
um þar sem hann sagði henni hug sinn allan.
Næst í röðinni var Henriette Jeremia
Friderichsen, fædd 1792 og giftist 1818,
hjónabandið var gæfusnautt. Henriette var
samsett manngerð. Hún var skaprík og
duttlungafull, en bros hennar var sagt heill-
andi. Hún hafði fagra söngrödd og í fasi
hennar skiptist á óbeisluð gleði og blær
þunglyndis. Henriette varð staðgengill eldri
systur sinnar í samskiptum við Paludan-
Múller. Samband þeirra varð mjög náið og
enginn vafi leikur á að hann lagði hug á
hana eins og kvæði hans Tilbagefald frá
árinu 1838 ber með sér. Frederik Lange
greinir frá því að seint á ævi hennar hafi
Paludan-Múller strítt henni á því hve glæsi-
leg hún hafi verið áður fyrr í reiðbúningi úr
ljósfjólubláu silki með hvíta fjöður í hattin-
um. Haft er fyrir satt að Henriette hafi verið
hin mikla ást í lífi hans.
Yngsta systirin, Charite, stóð mjög í
60
TMM 1992:3