Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 73
Torfi H. Tulinius Hervarar saga og Heiðreks og þróun erfðaréttar á þrettándu öld Þó að fornaldarsögur Norðurlanda séu ýkjukenndar ævintýrasagnir, geta þær samt verið merk heimild um ritunartíma sinn ef viðeigandi rann- sóknaraðferðum er beitt. Greining á Hervarar sögu og Heiðreks leiðir í Ijós að í henni er tekið á þeirri siðferðislegu spennu sem skapaðist í íslensku samfélagi með breytingum á erfðavenjum á Sturlungaöld. Hver eru tengsl skáldskapar og veruleika? Geta frásagnir sem styðjast ekki við raun- verulega atburði samt sem áður fjallað um raunveruleikann? Og hvemig? Öll þekkjum við að skáldskapur höfðar með einhverjum hætti til okkar, hvort sem það er með því að vísa beint í aðstæður sem við þekkjum úr eigin lífi eða annarra, eins og gert er í raun- sæisskáldsögum, eða með því að gefa duld- um þrám og löngunum útrás í töfraveröldum sem frásagnarlistin ein getur smíðað. En er hægt að snúa dæminu við og frnna þann raunveruleika sem býr að baki ævintýrinu, þá reynslu sem tjáð er í formi ýkjukenndrar frásagnar? Með öðmm orðum: geta sögur sem samdar voru fyrir löngu verið markverðar heimildir um ritun- artíma þeirra, jafnvel þó þær séu uppspuni frá rótum? í þessari grein er fjallað um fomaldar- söguna Hervarar sögu og Heiðreks. Reynt verður að sýna að þó hún lýsi atburðum sem ólíklegt er að hafi nokkum tíma gerst og gerist í heimi sem á lítið skylt við íslenskan veruleika á þeim tíma sem hún var samin, þá fjallar hún samt sem áður um hluti sem skiptu máli fyrir samfélag þess tíma, og er að því leyti söguleg heimild. Áður en komið verður að sögunni sjálfri verða í fyrstu reifaðar nokkrar almennar hugmyndir um fornaldarsögur Norðurlanda. Fornaldarsögur og íslensk bók- menntasaga Það er orðið tímabært að endurmeta stöðu fomaldarsagna Norðurlanda í íslenskri bókmenntasögu. Segja má að fram til þessa hafi tvenns konar viðhorf til þessara sagna verið ríkjandi. Hið fyrra er að þær séu eins konar hnignunarbókmenntir, sem koma TMM 1992:3 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.