Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 85
Árni Sigurjónsson Að skrifa með sundfit Rætt við Péter Esterházy Á Bókmenntahátíð 1992, sem stóð íReykja- vík dagana 13.-19. september 1992, var ungverski rithöfundurinn Péter Esterházy meðal gesta. Esterházy hefur vakið athygli á Vesturlöndum undanfarin ár fyrir sér- kennilegar sögur sínar og greinar. Hann er fæddur árið 1950 og tók stúdentspróf árið 1968. Hann fékk leyfi til að stunda há- skólanám enda þótt hann vœri af gamalli aðalsœtt; en honum var ekki leyft að verða kennari. Lagði hann stund á stærðfrœði í Búdapest og lauk prófi í henni árið 1973. Eftir það starfaði hann sem stœrðfrœðingur við rannsóknarstofiiun til ársins 1978 en stundaði skriftir meðfram, enda kom í Ijós að hann gat lokið hálfs árs verkefni á stof- nuninni á svosem tveim vikum. Fyrstu bók sína sendi hann frá sér árið 1976. Arið 1978 fékk hann þýskan styrk til aðfara til Berlínar og hófþá rithöfundarferil sinn af alvöru. Hann hefur sent frá sér 17 bækur, aðallega skáldsögur, en einnig þrjú rit- gerðasöfn. Viðtalið sem hérfer á eftir var tekið upp í Reykjavík 19. september síðastliðinn. Breytingar eftir „umskiptin" Hvernig horfa umskiptin eftir 1989 við rit- höfundum í Ungverjalandi? Þegar rætt er um bókmenntir nútímans í þessu ljósi er það fyrst að segja að þróunin gerist hægt. Það er ekki svo að þjóðfélags- legir atburðir speglist jafnharðan í bók- menntunum, það væri misskilningur. í bókmenntunum koma atburðimir smátt og smátt í ljós. Margt breyttist gríðarlega við atburðina 1989 en það er þó spuming á hvem hátt líf fólksins og líf höfundarins breytast þegar frelsi fæst. Auðvitað breytist líf höfundar- ins í takt við bókmenntirnar en það er ekki einfalt mál, því bókmenntimar lifa á vissan hátt eigin lífi. í Ungverjalandi var þetta sjálfstæða líf þeirra undirorpið sérstökum aðstæðum. Það hefur verið komist svo að orði að textinn stýrist í rfkum mæli af sam- henginu, og þetta samhengi hefur breyst mikið. Breytingamar hafa verið margvís- legar, sumpart einfaldar og þar á meðal er sú staðreynd að rithöfundar em ekki eins mikils metnir nú og áður. Þeir vekja ekki sama áhuga og fyrr vegna þess að skáld- skapur var fyrir breytingamar ekki bara skáldskapur heldur ein gerð pólitískrar TMM 1992:3 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.