Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 87
bókina á annað borð. En það getur brugðið til beggja vona. Þeir þurfa semsagt nokkum veginn að ákveða þetta fyrirfram. Og það getur verið ákaflega erfitt. Áður voru bækur líka fádæma ódýrar í Ungveijalandi, ódýrari en vasabrotsbækur á Vesturlöndum, en nú hefur verð þeirra hækkað fimmfalt eða sexfalt frá því sem áður tíðkaðist. En bókaverð er svosem ekki mjög hátt hjá okkur ef borið er saman við önnur lönd; bók getur kostað til að mynda svipað og flaska af góðu víni, eða 10 kfló af brauði eða þrír bjórar; í Austurríki er nær lagi að segja að bókarverð jafngildi tíu bjór- um. Dulmálið horfið Þú rœðir wn breytingar frá því sem áður var sem kalla má breytingar í máli eða aðferð skálda, mál bókmenntanna er sem- sagt ekki eins táknbundið og áður var.. . Einmitt. Síðustu tíu árin þurftu menn þó ekki nauðsynlega að skrifa allt á táknmáli. Það voru aðeins ákveðin málefni bannhelg, það mátti ekki gagnrýna innrás Rússa 1956. Um það mál varð að tala með mjög meitl- uðum hætti, en að öðru leyti var þetta nokk- uð frjálst. En engu að síður ríkti þessi siður að nota dulmál og það er auðvitað liðinn tími, hvað ættu menn svo sem að segja með dulmáli nú, þegar segja má hvað sem er? Það er hægt að lesa um hvað sem er í blöðunum, og við búum raunverulega við lýðræði. Þetta hlutverk hafa bókmenntimar sem sagt ekki lengur. Og það gerir raunar aðstöðu margra rithöfunda slæma því það var orðið að hefð meðal rithöfunda að vera frelsishetja og að telja sig yfírleitt skipta miklu máli. Þetta varð mjög mikil raun fyrir marga höfunda, að það sem þeir gerðu var álitið svona mikilvægt. Bækur voru eini staðurinn þar sem lesandinn gat minnst glataðs frelsis síns. Á vissan hátt hefur staða rithöfunda hjá ykkurþá versnað? Vegna þess að bækur voru svo mikilvæg- ar fóru nokkrir höfundar, sumir meira að segja góðir, að halda að þeir væru sjálfir svo mikilvægir og ekki bara bækumar þeirra. En það er auðvitað rangt. Rithöfundurinn er ekki mikilvægur. Og þessir höfundar em nú í eins konar tómarúmi, þeir frnna sér ekki stað lengur. En ég held að allir rithöfundar, líka þeir sem þetta atriði hefur lítið mætt á, verði nú að breyta rithætti sínum nokkuð, því orðin hafa breyst, þau hafa annað gildi. Talan 56 er til dæmis orðin jafn merkileg og — segjum talan 13 eða 227, ólíkt því sem áður var. Þessi ákveðna tala hefur engar sérstakar aukamerkingar lengur. Þetta er bara venjuleg tala. Og sama gildir auðvitað um ýmis orð, svo sem „ættjörð“ eða „frelsi". Og svo getur þetta líka komið óbeint fram. Við þurfum margt að læra upp á nýtt. Staða menntamanna í þessari mjúku gerð alræðis öreiganna var, ef ég má einfalda dálítið, afar þægileg. Andstæðingurinn var svo auðskilgreindur. Hér stöndum við, góðu gæjarnir, rithöfundar og lesendur hönd í hönd — ákaflega falleg mynd — og andspænis okkur hið illa afl: kommúnist- amir, Rússamir, valdið. Og þess vegna stöndum við saman. Og nú gerist það allt í einu að við emm ekki lengur í sama liði. Einn rithöfundur heldur kannski með ríkis- stjóminni, annar með stjórnarandstöðunni, sá þriðji heldur með hvomgum — sem bet- ur fer. Og lesandinn er kannski ekkert endi- TMM 1992:3 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.