Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 93
Péter Esterházy
Staðurinn þar sem við erum nú
Tsjekov-smásaga
Hjalti Kristgeirsson þýddi
Borgir okkar liggja yfirleitt á árbökkum, þær voru verslunarmiðstöðvar,
komflutningaskip komu þar, duttlungafullir timburflotar, einnig gat verið
að miklar nautahjarðir væm reknar þangað, en hitt var líka til að hugdetta
í sautjándu aldar aðalsmanni hefði ráðið staðarvali, staðnum þar sem við
emm nú.
í þessari borg okkar lifði lúinn maður,fölleitur karlmaður. Hugsum
ekki til einhverrar ólánsamrar fígúm, með jakkahnappana hangandi á
löngum tvinnaþræði, ekki til „sósíalískrar flækingshetju" sem tautar í
bræði undir eftirlætisbrúnni sinni yfir því að hafa stolið sætabrauði til að
hafa með bjúganu, það á ekki saman. Ástandið er ekki rómantískt, ekki
mjög slæmt og ekki mjög gott: það er. Veslings ***! (Það er nafnið á
fölleita manninum.) Einsog vant var flýtti hann sér þennan daginn heim
af skrifstofunni, þar sem hinir mörgu ómerkilegu aðiljar vildu aðeins eitt:
koma honum í bobba. En þessi tilfinning, skapvonskan, var ekki sterk,
fremur að hann óttaðist aðiljana, með virðingarfullri óvild leitaðist hann
við að jafna úr því sem samborgaramir þurftu að fá jafnað, og alls ekki
þannig að hann þyrði að yggla sig við þá stappandi niður fótunum, ellegar
segjum misnota tvímælalaust vald sitt, eða leika sér með það einsog
starfsbræður hans gerðu oftar en einu sinni; án athugasemdar hlýddi hann
í matstofunni á grobbkenndar, en, það vissi hann, meira og minna sannar
sögur um kvenmanninn sem var elt í kringum skrifborð til að fá hana til
að gagga, eða um karlmanninn sem aftur og aftur var látinn sækja stimpil
til æðri yfirvalda því að, því miður, nýi stimpillinn ógilti nefnilega gamla
stimpilinn, og einn stimpill er sem kunnugt er ekki nægilegur stimpill.
„Við vitum sannarlega ekki hvemig þetta endar,“ kveinuðu borðnautar
hans af hlátri.
TMM 1992:3
91