Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 100
að rassinum sem var fremur auðvelt. En hún gat ekki sagt neitt því súkkulaðigusan hefði þá staðið fram úr henni og eyðilagt teppið. Telpan lét sér nægja að kinka kolli og brosti eins breitt með lokaðan munn og sætindin í honum leyfðu. Maðurinn missti ekki áhuga á henni. I stofunni var önnur telpa. Hún hafði komið í heimsókn og var stillt. Kannski var hún komin til að leika sér við hina telpuna eða hana langaði að horfa á gestinn. Hún var yngri en hin, fölari, næstum bláhvít í framan. I fyrstu hafði hún gengið varlega til hans, en ekki alveg upp að honum, líkt og börn gera til þess að sníkja, kannski hlýju, kannski athygli. Það veit enginn. En þau brosa feimnislega. Svo færði hún sig örlítið frá og sagði: Ég er að fara héðan með mömmu. Jæja, sagði gesturinn og þóttist fá áhuga. Já, sagði telpan og teygði á vörunum í brosi. Hvert? Til Akraness, sagði telpan. Nú brosti hún svo skein í litlar tennur og varð örlítið ellileg á svip, ekki ófríð, en heldur ekki fríð. Eru foreldrar þínir þaðan? spurði gesturinn. Telpan hristi höfuðið, kom aftur nær og færði annað hnéð upp á stólbríkina. Fær pabbi þinn vinnu þar? sagði gesturinn til að spyrja eins og er venja. Fyrst er spurt hvaðan fólk er, síðan hvað það geri. Telpan hristi höfuðið og maðurinn fór að taka þátt í leiknum. Er pabbi þinn ekki hér? Telpan hristi höfuðið. Þá hefur hann farið á undan ykkur til Akraness að kaupa hús handa þér? Telpan hristi höfuðið, en hún hafði ekki augun af honum. Þannig gekk þetta lengi í leik sem virtist aldrei ætla að enda. Gettu hvar hann á heima, sagði telpan. Maðurinn fór í huganum í kringum landið og nefndi nöfn á þorpum og bæjum, en hún hristi alltaf höfuðið og brosti einkennilegar eftir því sem spumingaleikurinn varð lengri og hún hristi oftarhöfuðið. Maðurinn hélt að hún hlyti að fá svima. Eigum við ekki bara að hætta? sagði hann. 98 TMM 1992:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.