Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 102
Ritdómar
Mannleg náttúra
Steinunn Sigurðardóttir: Kúaskítur og norðurljós.
Iðunn 1991. 56 bls.
Tvær hymdar skepnur, sennilega kindur, svart-
ar með rauðar augnklessur, og í bakgrunninum
gnæftr þriðja veran, rauð með hvítt og aflangt
auga, sú er upprétt einsog maður en að öðm
leyti geithafursleg, höfúðið mjókkar upp í
bogna strýtu eða hom með hnúð á endanum.
Ekki er getið um höfund þessarar vatnslita-
myndar, en hún prýðir forsíðu nýjustu ljóða-
bókar Steinunnar Sigurðardóttur. Kúaskítur og
norðurljós er fimmtíu og sex blaðsíðna bók í
fimm hlutum, þar af bera ijórir nöfn sem vísa til
söngs: Árstíðasöngl, Lagstúfar úr stóm söng-
bókinni, Minningar með vetrarlagi og Ferða-
lög.
Nafnið á fyrsta hlutanum, „Sjálfsmyndir á
sýningu", reynist líka tengt tónlist þegar lesand-
inn hugsar málið og man eftir tónverki Múss-
orgskís. Annars er samlíkingin við málverk í
sal: „sjálfsmyndimar“ em eitt langt ljóð þar sem
skáldið dregur upp runu smámynda af „sál
sinni“ sem tekur á sig hin og þessi gervi. Þetta
kvæði er dálítið sér á báti í bókinni, það er
lengra en hin, byggt upp sem syrpa og tónninn
er ekki sá sami og í framhaldinu. Hér er komið
fyndna ljóðið í bókinni, þó ort sé um hrellingar
sálarlífsins:
Sál mín var dvergur á dansstað í gær,
hún bankaði vongóð í hné og bauð píunum upp.
Þær hrylltu sig allar og höíhuðu bæklaðri sál.
Sú fékk að húka á bamum
og dansaði ein eftir tvö, ef dans skyldi kalla.
Eitthvað amar að sálinni, hún hrekkur milli
mynda, er makalaus dvergur, stráksleg stelpa,
fræðimaður í sveit „sem sveitungar kalla
búskussa", fakír sem er lemstraður að innan
eftir að hafa leikið (skáld-)listir sínar, henni er
„allri lokið / einsog skógarhöggsmanni við
hinsta stofninn", hún er veðureftirlitsmaður
sem símar inn þmmur og eldingar „í tvo sólar-
hringa samfleytt“, vammlaus stúlka í slæmri
vist hjá kvensömum húsbónda, hún er „eina
íslenska skottan / sem eftir liftr. .. Staðráðin í
að ganga aftur og aftur“, og:
Sál mín er fallinn engill
unglingsrytja með fótinn í gifsi
og glamrar hálfur á lemstraða lútu.
Að lokum reynist sálin vera lífstíðarfangi „í
dýblissu dvergsins“, þess sem við kynntumst í
fyrsta erindinu, þaðan fer hún ekki út „nema í
skrautlausri kistu“. En sálin virðist lifa af, því:
Þá höktir dvergur á eftir við lítinn staf
óhuggandi í eins manns líkfylgd.
Það er eflaust smámunasemi en ég er ekki alveg
100
TMM 1992:3