Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 105
borgin er ókunnugleg, það eina sem hún man er rigningin: Hef ég verið hér áður er það satt? og hvenær þá, ef mætti ég spytja. Já árið sem rigndi, ég man það vel, en staðinn þekki ég ekki, því miður. Kannski er ástæðan fyrir ókunnugleikanum sú að umhverfið tengist ekki sameiginlegri upplif- un elskenda, það eru engar minningar til að lýsa upp borgina: Það voru árin sem þú varst fjarri líkama og sál en ég mundi orðin þótt ég muni ekki lengur hvem mann hann geymdi sá sem sagði víst orðin. Tímaþátturinn er líka til staðar í næsta ljóði, („Söguslóðir"), þar sem skáldið minnist „suð- urleiðar“ með „bút af regnboga“ og fullu tungli sem „óx út úr þríhymdu fjalli“. En dásemdir ferðalagsins em á enda: Og nú er horfið allt sem við höfðum, sól tungl og fjall. Okkar bíður kumbaldi á annesi. Útmánuðir ársins hring. Hafís landfastur. Tónninn í hinum ferðaljóðunum er léttari, á „Steinrain" og „Miami Beach í janúar“ er bráð- skemmtilegur annarleikablær, og í „Flökku- vísan á Fnslandi“ er aftur tekið upp stef íjarvistanna, þar er „margsigldur rnaður" sem hefur farið yfir „gleymskuhöf' skáldsins en stefnir nú „beint á minnislönd mín / iðjagræn undir sjávarmáli“. Þetta er dularfullt og fmm- legt, minnið er staðsett undir gleymskunni (nema hvað, sér maður), og sá margsigldi þarf að sökkva niður á botn til að ná landi, seiddur af lírukassa sem spilar „flökkuvísu“. Eða, svo við gemm tilraun til að rekja okkur yfir til vemleikans: skáldið heyrir lag spilað á lím- kassa sem minnir hana á einhvem löngu gleymdan. En lokalínur ljóðsins vinda sér und- an svo prósaískum útleggingum, um grösuga haga minnisins ganga nefnilega kynjaskepnur: Þar jarma dimmradda kindur í takt afturþungar með risadindil. Lokaljóðið, „Rue de Varenne, 77“, teflir Lífinu fram gegn Listinni, í garð einhvers frægs mynd- höggvara (ég þekki hann ekki af heimilisfang- inu) koma átta andarungar og meistaraverkið „Skugginn" fellur í skuggann: Gargandi hnoðrar baða sig í ljósinu. Enn storkar lífið. Það sem hreyfist. Hið dauðlega. Vel gert Kúaskítur og norðurljós er fín bók, mér finnst hún besta ljóðabók Steinunnar hingað til. Hér er engin tilraunastarfsemi á ferðinni og höfúnd- urinn tekur hvergi neina vemlega áhættu. En hvers vegna ætti hún líka að gera það þegar hún veit nákvæmlega hvað hún er að gera? Bókin er greinilega ekki ort sem ein heild en allt fellur prýðilega saman og tengist gegnum skyldar hugmyndir og stef sem ég hef reynt að benda á: náttúran og umhverfið sem hluti af manninum, listin og minningamar, ekki síst þær sám: allt sem dýpkar og hækkar skynjun okkar á lífinu, svo lagt sé út frá kvæðinu „Leiðin“. Fyrsta ljóðið er sennilega ágætis öngull fyrir kímni- þyrsta lesendur, þó ég felli mig ekki alveg við tóninn í því; en bæði þar og annars staðar er orðunum vel raðað saman, þetta eru ómþýð ljóð, standa undir þeim tilvísunum til söngs og tónlistar sem koma fram í heitum einstakra bók- arhluta. Steinunn kann þá list að láta óvænt orð á réttum stað uppljóma heilu kvæðin, samanber lýsingarorðið „snarbjartur“ í ljóðinu um efnivið lífsins. Ekki veit ég hvort kindumar á kápunni em afturþungar, þær halla reyndar báðar í þá átt miðað við lárétta línu og dindlamir em utan TMM 1992:3 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.