Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 114
að fundarefni sem bar á góma á fundum 5. febrúr og 16. febrúar sama ár sé rætt „um sama leyti“. Fleira smælki er af sama tagi. Nokkurrar viðkvæmni gætir varðandi um- mæli mín um atvinnurekendur og framkomu þeirra við verkafólk á frumbýlingsárum verka- lýðshreyfingarinnar. Þetta er trúlega af ókunn- ugleika ályktað og hef ég trú á því að þegar IVG grefur sig betur niður í verkalýðssögu kreppu- áranna, þá verði honum málið ljósara. Varðandi dæmi um atvinnuofsóknir væri lærdómsríkt fyrir IVG að gaumgæfa mál Jóns Ingimarsson- ar, sem drepið er á í bók minni á bls. 306, en Jón var meðal stofnenda Iðju á Akureyri og síðar formaður félagsins um fjölda ára. Það ber við að IVG virðist ekki alveg hafa getað setið kyrr við lesturinn en rýkur upp með „dóma“ um efni sem hann hefur ekki lesið sér til gagns. Skrítla af því tagi er í lokaorðum hans, og varðar ágreining um pólitísk viðhorf á 3. áratugnum. Spurningin er fram sett á blaðsíðu 51, eins og greinarhöfundur hefur séð, og er hún, að ég hygg, nokkuð auðveld aflestrar: Sagnfræðingurinn Stefán F. Hjartarson skrif- aði í doktorsritgerð sinni m.a. um Verkalýðs- samband Norðurlands og setur þar fram spuminguna hvort forystumenn þess haft viljað ópólitíska verkalýðshreyfingu, og svarar þeirri spumingu sjálfur neitandi.. . Mismunandi túlkanir hafa komið fram um þetta atriði og taldi ég því rétt að ræða málið nánar og taka til vitnis rit þeirra Jóns Guðnasonar og Einars Olgeirssonar, sem færa rök fyrir vilja stofnendanna til þess að hafa Verkalýðssam- band Norðurlands sem óháðast Alþýðusam- bandi íslands og þeim stjórnmálaflokkum sem þá störfuðu. Ályktunarorð IVG um þetta atriði eru því gripin úr lausu lofti og hvalablásturinn sem klykkt er út með, ásamt helsta gífuryrði greinarhöfundar eru því marklítil. í síðustu málsgrein þessa ritdóms IVG er staðhæft, að í riti mínu sé „. .. byggt á innantómum sleggju- dómum“. Er það ekki helst til ógætilegt að minna á nafnorðið „sleggjudómur“ í lok þess- arar lítil hófsamlegu ritsmíðar? Ráðleggingar IVG til hugsanlegra kaup- enda/notenda jaðra mjög við atvinnuróg og er vandséð af grein þessari að leiðbeiningar hans séu fræðunum til framdráttar. Mér er ljóst að „Þörfin knýr“ erekki jafn vel úr garði gerð og fyrri bækur mínar. Það er leitt, vegna þess að efnið er mikilvægt og mikil rann- sóknarvinna liggur að baki. Fyrsta heildarverk um sögu íslenskra verkakvennafélaga hefði átt að vera betur úr garði gert, meira unnið úr rannsókninni, textinn betur unninn og yfirlestur vandaðri. Umbúnaður allur er í fátæklegra lagi og myndefni skortir. Þessa og fleiri vankanta sé ég manna best á þessu verki og er það ekki sársaukalaust. Hinu vil ég ekki una, að rangt sé farið með efni bókarinnar og staðlausir stafir séu ritaðir um rannsóknarvinnu mína. Mikið verk er enn óunnið við rannsókn á þróun verkalýðshreyfingarinnar eftir 1942, þegar skipulagsbreyting varð á Alþýðusam- bandi íslands. Eftir er að sjá hvort þáttur verka- kvennafélaganna verður rakinn lengra og hvaða mat verður lagt á stöðu verkakvenna innan þeirra sameiginlegu félaga sem byggð eru á grunni eldri félaga verkakvenna og verka- manna. Um sögu eldri félaganna tel ég að fræði- mönnum og almennum lesendum sé bók mín traust heimild og vonandi bæði hvatning og áminning. Því fræðafólki sem að þeim rann- sóknum vinnur af alúð, óska ég góðs gengis í framtíðinni. Þórunn Magnúsdóttir 112 TMM 1992:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.