Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014 Já, það tafði mig, meðal annars þegar ég var að sækja ömmubörnin mín í skólann og leik- skólann. Þar að auki er ég frekar veð- urhrædd. Þórdís Hlöðversdóttir, 69 ára. Já, þar sem ég er veðurhrædd, sérstaklega vindhrædd, hafði það áhrif á mig. Viktoría Bergmann, 16 ára. Nei, það truflaði mig ekki neitt. Að vísu var félagsmiðstöðinni lokað, sem var fúlt. Óðinn Arnarsson, 14 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Já, það var erfitt að komast heim og á milli staða. Einar Bergmann, 38 ára. Morgunblaðið/Þórður SPURNING VIKUNNAR HAFÐI ÓVEÐRIÐ Í VIKUNNI ÁHRIF Á ÞIG? Myndasafn Morgunblaðsins býr yfir mörgum gersemum eins og jólamyndaþáttur blaðsins sýnir þar sem gamli og nýi tíminn kallast á. Ákveðnir staðir eru vinsælli viðkomustaðir en aðrir á veturna og það er gott að hafa fasta punkta í tilverunni eins og Austur- stræti, Arnarhól og Tjörn- ina. Myndaþáttur 50 JÓLAHÁTÍÐIN ÞÁ OG NÚ Hvað í ósköpunum kom yfir þig í þessum þremur landsleikjum? Markagræðgin hefur verið í algjöru há- marki hjá mér og ég var ekkert að leyfa öðrum að skjóta á markið. En í fullri al- vöru þá er mikill heiður að spila fyrir landsliðið og ég hef alltaf jafn gaman af því að hitta þessa snillinga. Ég naut mín í botn og dyggur stuðn- ingur áhorfenda var ómetanlegur. Nú ert þú atvinnukona í handbolta. Hvað gerirðu í frítímanum? Samhliða handboltanum sem er fullt starf er ég í 100% námi í hönnun og viðskiptafræði sem tekur sinn tíma. Þess á milli reyni ég eftir bestu getu að kom- ast upp á lagið með frönskuna, en allt í sambandi við hana hefur reynst mér erfitt. Og svo þegar tími gefst til, sem eins og þú sérð er oft, finnst mér ótrúlega gaman að ferðast og að koma á nýja staði. Kemst Ísland á HM? Ef ég fæ einhverju um það ráðið. Annars er þetta góð spurning. Við þurfum að treysta á smá heppni í drætt- inum fyrir undankeppnina. Kvennalandsliðið er í mik- illi uppbyggingu eftir erfitt ár og því eru afar spenn- andi tímar framundan og á góðum degi eru okkur allir vegir færir. Fylgistu með öðrum íþróttum? Ég verð að viðurkenna að ég hef bara ekki mikinn tíma til að fylgjast með íþróttum en ég fylgist helst með öðr- um íslenskum landsliðum. Frábært hvað þau hafa verið að standa sig vel eins og í fótbolta, körfubolta og fim- leikum. En geturðu eitthvað í öðrum íþróttum? Í mörg ár stundaði ég fótbolta samhliða handboltanum. Síðan hef ég stundað skíðamennsku frá þriggja ára aldri. Annars gerði móðir mín heiðarlega tilraun til að koma mér í ballett þegar ég var yngri en ég held að það séu allir mjög fegn- ir því að það gekk ekki upp. Morgunblaðið/Árni Sæberg KAREN KNÚTSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Stuðningur áhorfenda ómetanlegur Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson Það má alltaf punta sig aðeins meira yfir hátíðarnar. Veldu þér fallegan fatnað sem er þægilegur svo hægt sé að njóta jólanna sem best í notalegu en áberandi jóladressi. Tíska 42 Úrvalið af fallegum jólapappír er gríðarlegt. Fyrir þessi jól hanna margir íslenskir hönnuðir jólapappír með skemmtilegri skírskotun í séríslenskar jólahefðir. Hönnun 28 Norðmaðurinn Leif Ove Andsnes er einn vinsælasti píanóleikari samtímans. Hann leikur Keisara- konsert Beethovens tvisvar í Hörpu í næstu viku og segir þetta tónverk mikilfenglegt og eins og hluta af náttúrunni. Menning 56 Karen Knútsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik og hefur farið mikinn í síðustu leikjum. Hún nýtur þess að spila með landsliðinu og óhætt að segja að hér er á ferðinni einstaklega efnilegur leikmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.