Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014
Rýnt í skóla- og frístundasvið
Skóla- og frístundasvið erstærsta svið Reykjavík-urborgar. Af þeim rúmlega
69 milljörðum króna sem sam-
kvæmt fjárhagsáætlun munu renna
inn í aðalsjóð borgarinnar í formi
skattekna á næsta ári fara 40,8
milljarðar króna í skóla- og frí-
stundasvið. Það er eðlilegt að á
þessu sviði séu mest útgjöld, því
undir það heyra allir grunnskólar,
allir leikskólar og öll frístundaheim-
ili borgarinnar.
Í vikunni var gengið frá stofnun
starfshóps sem ætlað er að fara
kerfisbundið í gegnum allan fjárhag
sviðsins og leggja fram leiðir til úr-
bóta. „Við munum einfaldlega opna
bækurnar og skoða það gaumgæfi-
lega hvernig við verjum þessum
fjármunum. Stærsta verkefnið er
að skoða þau verkfæri sem notuð
hafa verið til að dreifa peningum
niður á stofnanir sviðsins til þessa.
Ég er mjög spenntur fyrir þessari
vinnu enda viljum við tryggja að
við séum að verja þessum fjár-
munum eins vel og mögulegt er,“
segir Skúli Helgason, formaður
skóla- og frístundaráðs í samtali en
hann verður jafnframt formaður
nýja starfshópsins.
Fjármálin ekki einkamál
embættismanna
Aðrir í starfshópnum eru Líf
Magneudóttir, Örn Þórðarson, Jóna
Björg Sætran, Kristín Elfa Guðna-
dóttir og Heiðar Ingi Svansson.
Fyrir utan þessa fulltrúa þeirra
stjórnmálaflokka sem sæti eiga í
borgarstjórn hefur nú þegar verið
óskað eftir fulltrúum frá kennurum
leik- og grunnskóla, frístundastarfs-
fólki og fulltrúum stjórnenda leik-
skóla, grunnskóla og frístundamið-
stöðva í borginni.
„Við viljum nýta krafta þess góða
fagfólks sem starfar í þessum mik-
ilvæga málaflokki, fjármálin eiga
ekki að vera einkamál embættis-
manna á skóla- og frístundasviði,“
segir Skúli.
241 milljón dýrari
stjórnsýsla
Í töflu má sjá tölur yfir kostnað og
tekjur sviðsins á árunum 2012-2015.
Þegar rýnt er nánar í tölfræði um
kostnað sviðsins kemur í ljós að lið-
urinn „yfirstjórn“ hefur hækkað
langt umfram hlutfallslega hækkun
heildarkostnaðar.
Yfirstjórn skóla- og frístunda-
sviðs kostaði borgina 721 milljón
króna árið 2012, hækkaði í 857
milljónir króna 2013 og útlit er fyr-
ir að kostnaður við yfirstjórn sviðs-
ins á þessu ári verði 918 milljónir
en samkvæmt áætlun fyrir næsta
ár mun yfirstjórn sviðsins kosta
borgarbúa 963 milljónir króna. Það
er ríflega þriðjungi meira en árið
2012, eða 241 milljón króna meira.
Á það skal þó bent að hér er ver-
ið að bera saman rauntölur annars
vegar (fyrir árin 2012 og 2013) og
áætlun hins vegar (fyrir árin 2014
og 2015). Tiltekinn hluti kostnaðar
sem færður er inn á yfirstjórn í
áætlunum færist niður á ákveðnar
stofnanir og komi því annars staðar
fram þegar rauntölur liggja fyrir.
En þótt aðeins séu borin saman tvö
fyrri árin, þar sem rauntölurnar
gilda, þá er engu að síður ljóst að
miðlæg stjórnsýsla sviðsins þenst
út miðað við aðra þætti. Á milli ár-
anna 2012 og 2013 jókst kostnaður
við rekstur skóla- og frístundasviðs
í heild um 6,6% úr 35,4 milljörðum
króna í 37,7 milljarða króna. Á
sama tíma fór kostnaður vegna yf-
irstjórnar úr 721 milljón í 857 millj-
ónir króna sem er hækkun um
15,2%.
Tekjur minnka en kostn-
aður eykst
Um áramót hækka gjaldskrár
Reykjavíkurborgar nánast eins og
þær leggja sig, flestir liðir um 3,4%
líkt og verðbólgan en aðrir enn
meira eða um 6-17%. Leik-
skólagjöld eru það eina í gjald-
skrám borgarinnar sem lækkar, en
þau lækka um 6,2%. Önnur gjöld
sem teljast til tekna skóla- og frí-
stundasviðs, þ.e. gjöld fyrir frí-
stundaheimili, skólamáltíðir og fæð-
isgjöld leikskóla, hækka hins vegar
í takt við verðbólgu.
Langstærstur hluti tekna skóla-
og frístundasviðs á næsta ári, um
84%, eru gjaldskrártekjur, þ.e.
tekjur vegna leikskólagjalda, skóla-
máltíða og gjalds á frístundaheimili.
Leikskólagjöldin vega þungt þannig
að með lækkun þeirra dragast
tekjur sviðsins saman. Gangi fjár-
hagsáætlun 2015 eftir verða tekjur
sviðsins á næsta ári 27% lægri en
2012. Þess ber að geta að minni
tekjur frá árinu 2013 skýrast að
stærstum hluta af því að jöfn-
unarsjóðstekjur, sem áður voru
færðar sem hluti af tekjum sviðs-
ins, eru ekki lengur færðar þar í
reikningum borgarinnar heldur
koma inn annars staðar.
Skóla- og frístundasvið var stofn-
að upp úr þeim sviðum sem áður
hétu menntasvið og leikskólasvið
auk þess sem frístundahluti ÍTR
rann inn í hið nýja svið. Undir lið-
inn yfirstjórn falla rekstur að-
alskrifstofu sviðsins, kostnaður
vegna skóla- og frístundaráðs sem í
eiga sæti sjö borgarfulltrúar auk
ýmissa miðlægra þátta. Á árunum
2012-2015 hafa laun yfirstjórnar
hækkað um 18% auk þess sem
verkefnum hefur fjölgað. Nátt-
úruskólinn, Jafnréttisskólinn og
þjónustustaðall í skólamötuneytum
eru meðal þess sem hefur orðið til
þess að kostnaður eykst, sam-
kvæmt upplýsingum frá skóla- og
frístundasviði.
Skúli segir að eitt af því fyrsta
sem hann ákvað að gera þegar
hann tók við sem formaður skóla-
og frístundaráðs hafi verið að hefja
þá vinnu sem starfshópurinn mun
nú taka upp á sína arma, þ.e. að
endurskoða fjármál þessa stóra
sviðs sem ráðið hefur með að gera.
Starfshópnum verður ætlað að end-
urskoða lykilþætti í rekstri skóla-
og frístundasviðs „með það fyrir
augum að auka skilvirkni og skapa
svigrúm til að veita aukið fjármagn
í innra starfið í skólum og frí-
stundamiðstöðvum í borginni,“ að
því er fram kemur í tillögu að skip-
an hópsins.
„Vinna við þessa endurskoðun er
rétt að fara af stað. Við munum
grípa inn í þar sem þörf er á breyt-
ingum. Í þessum mikilvæga mála-
flokki þarf að verja peningunum
með skynsamlegum hætti.“
Börnum fjölgar í skólum,
leikskólum og á frístunda-
heimilum og á næsta ári fer
meira en helmingur skatt-
tekna Reykjavíkurborgar í
rekstur skóla- og frí-
stundasviðs.
Morgunblaðið/Ómar
KOSTNAÐUR VIÐ STÆRSTA SVIÐ BORGARKERFISINS MUN Á NÆSTA ÁRI NEMA 40,8 MILLJÖRÐUM KRÓNA EÐA 15% MEIRA EN ÁRIÐ 2012. Á SAMA TÍMA-
BILI HEFUR KOSTNAÐUR VIÐ YFIRSTJÓRN SVIÐSINS AUKIST UM 33,5%. STOFNAÐUR HEFUR VERIÐ SÉRSTAKUR STARFSHÓPUR TIL AÐ ENDURRÝNA ALL-
AN FJÁRHAG SKÓLA- OG FRÍSTUNDASVIÐS. Í HONUM VERÐA FULLTRÚAR ALLRA FLOKKA AUK FULLTRÚA HELSTU STARFSSTÉTTA SVIÐSINS.
Skóla- og frístundasvið
Kostnaður % Tekjur sem hlutfall af kostnaðiTekjur
•Tölur fyrir 2012 og 2013 eru úr ársreikningum.
•Tölur fyrir 2014 og 2014 byggja á áætlunum Reykjavíkurborgar.
Fj
ár
hæ
ði
r
er
u
ím
ill
jö
rð
um
45
40
35
30
25
20
15
10
5
0
2012 2013 2014 2015
35,3
37,7 36,1
40,8
4,6 3,6 3,5 3,4
13,2%
9,7% 9,8%
8,4%
* Leikskólagjöld eru það eina í gjaldskrám borgarinnarsem lækkar um áramót. Með lækkun þeirra dragasttekjur skóla- og frístundasviðs enn frekar saman. ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR
eyrun@mbl.is