Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014
K
ristján Árnason, bók-
menntafræðingur,
þýðandi og kennari,
fagnaði nýlega átt-
ræðisafmæli sínu.
Kristján, sem lengi starfaði sem
dósent í almennri bókmennta-
fræði við Háskóla Íslands, er
lærður í klassískum fræðum og
heimspeki og hefur skrifað um
þau efni og þýtt ýmis öndveg-
isverk og má þar nefna Um-
myndanir eftir Óvíd, en hann
hlaut Íslensku þýðingar-
verðlaunin fyrir þá þýðingu sína,
auk þess sem hann hefur meðal
annars þýtt úr þýsku Felix
Krull eftir Thomas Mann, Ilm-
inn eftir Süskind og Ævintýrið
eftir Goethe, tregaljóð Rilkes og
úr frönsku ljóðaleikinn mikla um
Cýranó frá Bergerac eftir Rost-
and sem er rímaður frá upphafi
til enda, en úr grísku leikrit eft-
ir Evrípídes og Aristófanes.
Kristján er formaður Grikklands-
vinafélagsins og ötull unnandi
grískrar menningar.
Kristján ólst upp á tónlistar-
heimili en faðir hans, Árni
Kristjánsson, var tónlistarstjóri
og um tíma skólastjóri Tónlistar-
skólans. „Ég ólst upp við tón-
list,“ segir Kristján. „Pabbi æfði
sig mikið heima og allt lék á
reiðiskjálfi meðan hann lék
Beethoven og Chopin. Mamma
lærði píanóleik í Berlín, en eftir
að hún giftist snerti hún ekki
flygilinn, ég sá hana aldrei spila.
Hún var hlédræg og hæglát, góð
móðir og mikil húsmóðir.“
Hvarflaði aldrei að þér að
leggja fyrir þig tónlist?
„Nei. Þegar ég var strákur
ætlaði pabbi að kenna mér á pí-
anó en það gekk eitthvað illa og
hann gafst upp á mér. Ég var
greinilega ekki fæddur til að
verða píanóleikari. Svo var ég
sendur í fiðlunám til Björns
Ólafssonar en ekki gekk það
heldur mjög vel. Ég var enginn
Paganini en hef látið mér nægja
að hlusta og haft mikið yndi
af.“
Varstu snemma mikill bóka-
maður?
„Ég las ákaflega mikið þegar
ég var í menntaskóla og mikið
af verkum góðra höfunda á borð
við Dostojevskíj. Ég veit ekki
um annan höfund sem nær að
lýsa persónum á jafn sterkan
hátt og Dostojevskíj eða kafar
eins djúpt inn í sálarlíf þeirra.
Ég varð bergnuminn og gleypti
bækur hans í mig á ákveðnu
tímabili. Svo hætti ég að lesa
Dostójevskíj og hef ekki lesið
hann árum saman. Það er lík-
lega of seint að byrja aftur.“
Hjákátlegt að titla sig
sem skáld
Hvenær fékkstu áhuga á forn-
grikkjum og heimi þeirra?
„Ég fékk ekki áhuga á grísk-
um menningarheimi fyrr en til-
tölulega seint. Ég var mikill
áhugamaður um heimspeki og
sökkti mér ofan í hana. Ég
stundaði nám í heimspeki og
bókmenntum í Þýskalandi og
Sviss og hér heima. Ég tók eft-
ir því að í þýsku heimspekinni
var stöðugt vísað í forngrikki.
Þannig að áhugi minn á gríska
menningarheiminum spratt að
einhverju leyti upp úr kynnum
af þýskri heimspeki og bók-
menntum. Þegar ég fór að kafa
verulega ofan í heimspekina þá
fannst mér að það væri engin
leið að fást við hana nema
þekkja Grikkina og þá væri gott
að kunna eitthvað í grísku. Ég
fór frá Zürich til Grikklands til
þess arna, flæktist þar um og
skoðaði rústir og kynntist fólk-
inu. Grikkir eru mjög sérstakir,
opnir, gestrisnir og forvitnir og
það var mikil uppljómun að
kynnast Grikklandi.“
Áttu þér uppáhalds grískan
heimspeking?
„Ég get varla gert upp á milli
þeirra Sókratesar, Platons og
Aristótelesar. Ég var svo lán-
samur að vera beðinn um að
þýða bók Aristótelesar Um
skáldskaparlistina sem hefur
orðið mér hálfgerð biblía í þeim
fræðum. Þannig að ég hef
hneigst að Aritótelesi, þótt ég
viðurkenni að Platon sé meiri
rithöfundur. Hann er afar víð-
feðmur, spannar mörg svið og
er blanda af skáldi og heimspek-
ingi. Sagt er að hann hafi ort
mikið í æsku en brennt kvæði
sín er hann kynntist Sókratesi.“
Þú ert maður sem er
heimspekilega sinnaður en ertu
pólitískur?
„Sá sem er heimspekilega
sinnaður hlýtur að vera pólitísk-
ur í víðari skilningi enda er orð-
ið pólitík dregið af pólis sem
þýðir borgríki þar sem samskipti
manna fóru fram. Og hugsuðir
eins og Platon og Aristóteles
lögðu sig í líma við að gera sér
grein fyrir því hvernig hið besta
borgríki ætti að vera, en það er
ekki víst að við sem nú lifum
séum komnir lengra en þeir í
þeim efnum.“
Þú hefur ekki bara lesið verk
skálda heldur sent frá þér ljóða-
bækur.
„Eftir að hafa verið í Berlín
og á Grikklandi gaf ég út fyrstu
ljóðabók mína sem hét Rústir
og vísaði það heiti til Grikklands
og einnig til Þýskalands sem
var að miklu leyti í rúst eftir
seinni heimsstyrjöldina. Það
komu ekki neinir dómar um þá
bók en ýmsar aðfinnslur svo
sem það að ég hefði ekki brag-
eyra, þar sem ég stuðlaði í lág-
kveðu. Í bókinni var ég undir
áhrifum af módernisma þó ég
færi ekki alla leið yfir í prósa
en stuðlaði og rímaði mjög
frjálslega. Önnur ljóðabók, Einn
dag enn, kom svo tæpum þrjátíu
árum seinna með frumortum og
þýddum kvæðum. Henni var bet-
ur tekið og hún tilnefnd til bók-
menntaverðlauna. Þar beiti ég
raunar einkum hinu stranga
sonnettuformi sem hentar mér
vel og betur en svonefnt opið
ljóð.“
Hafðirðu mikinn metnað sem
skáld?
„Kannski undir niðri, en mér
hefur alltaf þótt hjákátlegt er
menn titla sig sem skáld líkt og
þar væri um venjulegt starf að
ræða en ekki ákveðna köllun.“
Þitt aðalastarf var kennsla.
Átti kennslan strax vel við þig?
„Fyrst eftir að ég kom heim frá
útlöndum kenndi ég í gagn-
fræðaskóla, en það átti engan
veginn við mig. Það var mitt
lán í lífinu að Jóhann S. Hann-
esson, skólameistari á Laug-
arvatni, sá merki skólamaður,
hringdi í mig og vantaði kenn-
ara við menntaskólann. Ég
kenndi þar frönsku og latínu og
„nýja grein“ eða erlendar bók-
menntir sem var bland af heim-
speki og bókmenntum. Þessi
nýja grein féll í góðan jarðveg
og varð vinsæl í Mennta-
skólanum á Laugarvatni. Ég
byrjaði á Hómer, svo ekki var
það dónalegt, og nemendurnir
kunnu vel að meta hann, enda
er þýðing Sveinbjarnar Egils-
sonar á Ilíonskviðu og Odys-
seifskviðu snilldarleg, þar er
eins og renni saman forn-
sagnastíllinn íslenski og grísk
tunga.“
Svo fórstu að kenna bók-
menntir við Háskóla Íslands.
„Já, ég kenndi reyndar undir
lokin á báðum stöðum og var
þá hálfa vikuna á Laugarvatni
og hinn helminginn í Reykjavík.
Það var gott að vera fyrir aust-
an á sumrin, þó ég hafi þá
drýgt tekjurnar með leiðsögu-
mennsku, meðal annars á Græn-
landi. Svo fór að lokum að ég
sneri mér alfarið að kennslu í
Háskólanum. Það átti raunar vel
við mig og var lærdómsríkt,
ekki síst þegar mér hlotnaðist
að kenna sjálfa Biblíuna, þótt
leikmaður sé.
Það eru ýmsir kostir við há-
skólakennslu, eins og rannsókn-
„Ég útiloka ekkert, allavega
ekki Guð,“ segir Kristján
Árnason, spurður um það
hverju hann trúi.
Verð að vera
sáttur við
lífshlaupið
KRISTJÁN ÁRNASON, BÓKMENNTAFRÆÐINGUR OG ÞÝÐ-
ANDI, HEFUR VERIÐ FORMAÐUR GRIKKLANDSVINAFÉLAGS-
INS Í TÆP 30 ÁR. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM GRIKK-
LANDSÁHUGA SINN, HEIMSPEKI OG SKÁLDSKAP OG
SORGINA SEM HANN GLÍMIR VIÐ.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
* Sá sem er heimspekilega sinnaðurhlýtur að vera pólitískur í víðariskilningi enda er orðið pólitík dregið af
pólis sem þýðir borgríki þar sem samskipti
manna fóru fram. Og hugsuðir eins og
Platon og Aristóteles lögðu sig í líma við
að gera sér grein fyrir því hvernig hið
besta borgríki ætti að vera, en það er ekki
víst að við sem nú lifum séum komnir
lengra en þeir í þeim efnum.“
Svipmynd