Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 21
skyldu. Klefarnir voru litlir, þröngir og gamlir og komu pempíu- eiginleikar mínir þar fram, en ég var búin að vera frekar spennt að fá að ferðast með næturlest. Lest- arferðin reyndist hins vegar hin in- dælasta. Fjölskyldan hvarf um klukkan fimm um morguninn án þess að það heyrðist múkk í þeim og ég svaf alveg til níu, bara ald- eilis vel. Í ferðinni um Víetnam fór ég í mitt fyrsta innanlandsflug og fékk að hanga aftan á mótorhjóli. Er þessi mikla reisa okkar í gegnum landið endaði vorum við komin til Ho Chi Minh-borgar í suðurhluta landsins. Þá vorum við allt í einu orðin ein og yfirgefin, Ástralarnir farnir annað. Í borginni eyddum við nokkrum dögum í að læra allt um Víetnamstríðið sem við gátum, fara í dýragarðinn þar sem við sáum í fyrsta skipti ljón eðla sig og einnig reyndi ég að fá klippingu á hóruhúsi, án árangurs. Við lærð- um þar því ýmislegt um ofbeldi og erótík og borðuðum líka á Mac- Donalds. Evrurnar frá ömmu komu sér vel Því næst fórum við í þriggja daga ferð upp Mekong-ána sem liggur í gegnum Víetnam, Kambódíu, Laos og Kína. Á landamærum Kambódíu þurfti að borga fyrir vegabréfsárit- un, en hann faðir minn var alveg viss um að þeir væru nú með posa eða hraðbanka. Landamærin voru hins vegar ekki alveg eins nútíma- leg og við bjuggumst við og að sjálfsögðu var faðir minn ekki með aura í lausu. Við fórum að hafa áhyggjur af því að við yrðum föst á landamærunum til æviloka, en ég kom þá til bjargar. Grafnar niðri í tösku voru nokkrar evrur sem amma mín hafði gefið mér í afmæl- isgjöf og gat ég því notað þær til að koma okkur inn í Kambódíu. Samn- ingar á milli fararstjórans og landa- mæravarðanna voru frekar dul- arfullir og tóku heillangan tíma, en við komumst þó heil á húfi til Phnom Penh, höfuðborgar Kambód- íu. Þar lærðum við um alla hina hræðilegu sögu Kambódíu og rauðu khmeranna. Á aðeins þremur árum myrtu þeir um tvær milljónir manna eða um fjórðung þjóð- arinnar. Stefna þeirra var að skapa hið fullkomna sjálfbæra þjóðfélag hinna vinnandi stétta, en allt endaði það á annan veg. Leiðtogar rauðu khmeranna óttuðust mjög andstöðu og létu því drepa þúsundir eigin liðsmanna sem þeir töldu vera svik- ara. Allir sem höfðu menntun, gengu með gleraugu, töluðu ensku eða frönsku o.s.frv. voru drepnir. Lífið einkenndist af hungri, pynt- ingum og morðum á tímum Pol Pot sem var leiðtogi rauðu khmeranna. Erfið heimsókn í fangelsi Við heimsóttum S-21-fangelsið þar sem um 17 þúsund fangar létust, en aðeins um 12 manns lifðu af. Tveir af þessum 12 sitja við inngang fang- elsisins, sem er safn í dag, og selja bækur sínar. Annar þeirra heitir Chum Mey og var bifvélavirki. Hann bjargaðist vegna þess að hann kunni að gera við ritvélar. Mey fann konuna sína og barn eftir að hann slapp úr fangelsinu, en þau létust bæði þegar þau voru að flýja undan hermönnum. Saga hans og Bou Meng er alveg ótrúleg og kraftaverk að þeir séu enn á lífi. Heimsókn okkar í S-21-fangelsið hafði gríðarleg áhrif á mig og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir hana. Við tókum síðan sjö tíma rútu til Siem Reap, borgar í miðri Kambó- díu, á lélegum vegum. Við upp- lifðum þessa rútuferð eins og við værum að keyra á Mýrunum svo öll heimþrá hvarf algerlega. Í Kambódíu skoðuðum við Ang- kor Wat og fleiri ævaforn hof, sem voru alveg stórkostleg. Yndislegt hótel, einka-tuk-tuk-bílstjóri, forn- minjar og það hversu notaleg borg- in er gerði Siem Reap eina af mín- um uppáhaldsborgum hingað til. Þar gerðist líka það skemmtilega atvik að apar stálu veski föður míns. Ég segi apar án þess að vera viss, það gæti vel verið að veskið hefði dottið úr vasanum eða að ein- hver hefði stolið því, en ég vil ímynda mér að það hafi verið litlir sætir apar þar sem við vorum að gefa þeim að éta á þeirri stundu sem veskið hvarf. Kannski nota ap- arnir í Siem Reap krítarkort, hver veit? Frá Kambódíu til Kuala Lumpur Við kvöddum Kambódíu með tárum og flugum til Kuala Lumpur, höf- uðborgar Malasíu. Það var mikið sjokk. Að fara úr svo frumstæðu landi sem Kambódía er yfir í borg þar sem háhýsi og tækni eru á hverju strái er skrýtið, en jafnlangt er á milli Kambódíu og Kuala Lumpur og það er fyrir Íslendinga að fljúga til London. Í Malasíu gerði ég nokkuð sem ég hef aldrei upplifað áður, eins og svo margt annað í þessari ferð, en ég spurði föður minn einfaldlega hvert við ættum að fara næst og af einhverri ástæðu enduðum við á að fljúga til Balí, eyjar í Indónesíu. Á Balí er mesta vegabréfaeft- irlitsskoðun sem ég hef komist í kynni við. Röðin var álíka löng og í rússíbana á góðum sumardegi og bæði var hirt fé af okkur við komu og brottför frá landinu. Balí er nú frekar þessi týpíski túristastaður. Staðurinn minnti mig mjög mikið á Benidorm, það eina sem vantaði voru ölvaðir Íslendingar. Við áttum þó ágæta dvöl á góðu hóteli þar sem lagið Take five byrjaði í spilun klukkan átta á morgnana og lauk ekki fyrr en klukkan 22 á kvöldin. Þetta er þó voða skemmtilegt djasslag svo við skemmtum okkur konunglega. Fallegt landslag og fín strönd veitti okkur líka ágæta af- þreyingu. Að lokinni Asíureisu okkar tók við 26 tíma ferðalag til Berlínar, þar sem ég gjörsamlega heillaðist af þýskri þjóð og menningu. Allt snyrtilegt og skipulag til fyr- irmyndar. Að dvölinni í Berlín lokinni var sjö vikna reisu okkar í gegnum sjö lönd lokið. Við eyddum um einni og hálfri milljón í allt, sem er nú álíka mikið og kostar að kaupa bíldruslu á Íslandi. Ég er svo gríðarlega heppin að fá að upplifa svona ferð aðeins 16 ára gömul, en ég hvet alla, unga sem aldna, til að drífa sig af stað í svona ævintýrareisu sem fyrst. Þú hugsar kannski: en ég er í vinnu og þarf að sjá um hitt og þetta, en lífið er svo stutt og sann- arlega til þess að njóta þess og af hverju þá ekki að gera eitthvað skemmtilegt til þess að nýta það sem best? Aldrei er of seint gott að gera! Ljósmyndir/Úr einkasafni * Ég er svo gríðarlega heppin að fá aðupplifa svona ferð aðeins 16 ára gömul,en ég hvet alla, unga sem aldna, til að drífa sig af stað í svona ævintýrareisu sem fyrst. Á Balí fóru Urður og Egill m.a. í stuttan túr á fíl. 14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.