Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Síða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Síða 26
Heimili og hönnun Jólamarkaður í Grýtunni *Jólamarkaður hönnuða og listamanna verður haldinnlaugardaginn 13. desember á milli kl. 12-17 í Grýtunni,vinnustofum listamanna og hönnuða, Keilugranda 1.Búist er við mikilli jólastemningu og piparköku-vinnustofu. Þátttakendur í markaðnum eru þau ErlaG, FORYNJA, Kristinsson, Ostabúðin á Skólavörðu-stíg, IngaSol design, Nogi, Eleni Podara, Myndlistaskól- inn í Reykjavík, Náttuglur, Kolbrun, NORMA og Félag áhugafólks um málefni flóttamanna. Mandarína er hand- máluð. KÆRLEIKSKÚLAN 2014 LISTAMAÐURINN DAVÍÐ ÖRN HALLDÓRSSON HANNAR KÆRLEIKSKÚL- UNA 2014. KÚLAN BER HEITIÐ MANDARÍNA OG VANN DAVÍÐ MEÐ HUGTAK SEM HANN SEGIR OPIÐ TIL TÚLKUNAR FYRIR ALLA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is S tyrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar síðan 2003 en tilgangur kúlunnar er að efla starfsemi Reykjadals og auðga þannig líf fatlaðra barna og ungmenna. Á hverju ári fær kærleikskúlan nýtt útlit þar sem færustu listamenn landsins eru fengnir til þess að túlka verk á kúluna. Listamað- ur ársins er Davíð Örn Halldórsson og ber kúla hans heitið Mandarína. „Mandarínur „skilgreina“ nokkurnveginn jólin. Mandarínur eru sælgæti sem maður má alltaf vaða í þannig að þetta er ávöxtur sem skilgreininr ákveðið tímabil í desem- ber. Mig langaði að velja eitthvað sem væri ótrúlega einfalt en einkennandi fyrir tíma- bilið og ekki endilega eitthvað sem að væri sannkristið. Eitthvað sem er opið til túlk- unar fyrir alla án þess að detta inn í einhverjar hlaðnar skilgreiningar. Eitthvað sem fólk tengir við út frá persónulegum smekk en ekki eitthverjum utanaðkomandi smekk,“ segir Davíð Örn. Til þess að undirstrika fagurfræðina þá samdi Davíð ljóð sem fylgir með kúlunum. Hver kúla er handmáluð og segist Davíð Örn hafa lært mikið af ferlinu. „Það tók mig smá tíma að detta inn á þetta. Ég fór fram og til baka með fyr- irtækinu í Þýskalandi sem framleiðir kúluna. Í þeirri vinnu hélt ég síðan áfram að skissa og einfaldaði hana, sem var svolítið vafamál fyrir mig stundum því mér fannst það ekki nógu mikið ég sjálfur sem listamaður, en ég er ánægður með það í dag og ánægður með útkomuna. Kúlurnar eru handmálaðar og þá myndast núansar, ekki bara í því hvernig þær eru blásnar heldur líka hvernig þær eru málaðar. Svo líka misskilningurinn að ég hafi handmálað þær allar sjálfur sem ég er ekkert að flýta mér að leiðrétta. Það er eitthvað svo fallegt við það að hand- mála 3000 kúlur,“ segir Davíð og hlær. Davíð segir það mikinn heiður að vera valinn í verkefnið og skemmtilegt að taka þátt í verkefni sem þýðir eitthvað mikið og meira fyrir marga en bara hann sjálfan. „Það var líka svo gam- an að taka þátt í þessu ferli og kveikja þá betur á því fyrir hvað kúlan stendur og fyrir hvað söfnunin stendur og kynnast ferl- inu eins og því að kúlinni er pakkað inn hjá Ási, þau fá hana inn á hverju ári þar sem þau ganga frá henni og setja hana saman. Það eru svo margar hliðar sem áhugavert var að komast að og náttúrulega gott og verðugt starf og frábært gengi af listamönnum. Þannig að þetta var áhugavert frá fyrsta degi.“ Davíð Örn gerði kærleiks- kúluna 2014. Hann segir flesta tengja mandarínur við desem- bermánuð. Starfsfólk Áss vinnustofu sem rekin er af Styrkt- arfélaginu Ási, pakkar kúlunni inn. Mandarínur minna á jólin Þau Bubbi Morthens og Linda Björg Árna- dóttir leggja styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra lið í ár með óróanum Giljagaur. Jólaóró- inn er gefinn út á hverju ári og er samstarfsverkefni hönnuðar og skálds. Allur ágóði sölunnar rennur til Æfinga- stöðvarinnar, sem er stærsti aðili í hæfingu og endurhæfingu barna og ungmenna á Íslandi. „Það er fötluðum börnum mjög mikilvægt að koma í sjúkra- og iðjuþjálfun til þess að efla lífsgæði þeirra svo þau geti verið tiltölulega sjálfbjarga,“ segir Berglind Sigurgeirsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Styrktarfélags- ins. Jólaóróinn er úr burstuðu stáli en Linda Björg og Bubbi leiða saman hesta sína í ár. Þetta er níundi óróinn í seríunni en það eru jólasveinarnir og þeirra fjölskylda sem eru yrkisefnið. „Hönnuðurinn og skáldið velja sér síðan einn úr fjölskyldunni sem er eftir og skáldið, sem í þessu tilfelli er textahöfundur, gerir þá kvæði og hönnuðurinn hannar óróann. Úr verður því þeirra túlkun á þessum sveini,“ segir Berglind. Berglind segir óróann skemmtilegan safn- grip sem hentar bæði í gjafir fyrir börn og full- orðna og gaman að kynna börn fyrir bæði ís- lenskri ljóðlist og hönnun á þennan máta. Salan á óróanum og kærleikskúlunni fer fram dagana 5.-19. desember. Jólasveinarnir og fjölskylda þeirra eru yrkisefnið Giljagaur er úr burstuðu stáli. Hönnuðurinn hannar óróann en skáldið eða textahöfundur semur kvæði með óróanum. Giljagaur er samstarfsverkefni Lindu Bjargar Árnadóttur og Bubba Morthens. Á hverju ári er nýr lista- maður feng- inn til þess að túlka kærleiks- kúluna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.