Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 32
É g hef afar gaman af því að halda veislur. Ég er með matarboð fyrir fjölskylduna meira og minna alla sunnudaga. Maður sér um þetta sjálfur í dag en áður var farið í foreldrahús, en aðalmálið í svona boðum finnst mér alltaf hreinlega að hittast og eiga góða stund saman. Svo þykir mér svona hátíðarmatreiðsla stórskemmtileg,“ segir matgæðingurinn Úlfar Finnbjörnsson sem bauð góðum hópi af fólki heim í hina glæsilegustu kalkúnaveislu, með flottum forréttum og eftirréttum. Hópurinn sem hittist þetta kvöld hefur lengi fylgst að en þau unnu öll á tímaritinu Gestgjafanum á sama tíma fyrir nokkrum árum. Á einn eða annan hátt komu þau að nýjasta verkefni Úlfars, Stóru alifuglabókinni, sem er alfræðirit um alifugla, með ljósmyndum, yfirlestri og öðru. „Kvöldið var frábært enda góður hópur sem hefur þekkst lengi. Ég er duglegur að útbúa ekki allt á síðustu stundu og átti til dæmis patéið og lifrarmousse í frysti og tók það út kvöldið áður. Allt meðlæti er líka mjög þægilegt að gera áður, sultuna og sósurnar. En annars segi ég það ekki, mér finnst líka alltaf stemning að útbúa þúsund sortir í einu,“ segir Úlfar og hlær. Úlfar segir að fólk komist fljótt upp á lagið með að elda kalkún og það sem hann bauð upp á krefjist tíma en sé ekki fókið. „Ábrystirnar komu öllum á óvart og komu vel út í eftirréttinum og konan mín sá um súkku- laðikökuna sem sló í gegn. Það fóru allir heim mettir og ánægðir enda vorum við lengi búin að hafa það í bígerð að hittast.“ MATARBOÐ Í MOSFELLSBÆ Hátíðar- veisla Úlfars ÚLFAR FINNBJÖRNSSON ER ÞEKKTUR FYRIR STÓRBROTNA ELDAMENNSKU SEM HANN SEGIR FÓLK ÞÓ EKKI ÞURFA AÐ MIKLA FYRIR SÉR. HANN BAUÐ HEIM Í DÝRINDISVEISLU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Borðið var gullfallega útbúið með ekki flóknum en afar jóla- legum skreytingum. Sjálfsagt að taka eina sjálfu með steikinni á símann. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014 Matur og drykkir Forréttur fyrir 8-10 550 g kjúklingalifur 1 dl portvín ½ dl brandí 1 laukur, smátt saxaður 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 1 ½ tsk. timjan 1 ½ tsk. marjoram 2 tsk. nítrítsalt eða venju- legt salt 1 tsk. pipar 450 g smjör Setjið allt nema smjör í eld- fast mót og breiðið álpappír yf- ir. Geymið í kæli í 4 klukku- stundir. Setjið mótið í 150°C heitan ofn í 30-40 mínútur eða þar til lifrin er elduð í gegn. Hellið þá öllu úr eldfasta mótinu í matvinnsluvél og maukið vel ásamt smjörinu. Færið maukið í fallegt form og kælið í 4-6 klukkustundir. Berið fram með rauðlauks- sultu, ristuðu brauði og salati. Kjúklingalifrar-mousse með rauðlaukssultu RAUÐLAUKSSULTA 3 rauðlaukar, skornir í sneiðar 2 msk. olía 5 msk. sykur 2 lárviðarlauf 1 tsk. timjan salt og pipar 4 msk. balsamedik Látið rauðlauk krauma í olíu á pönnu í 2-3 mínútur, án þess þó að hann brenni. Stráið sykri yfir og látið krauma í 2 mínútur til viðbótar. Bætið lárvið- arlaufum, timjani, salti og pipar saman við og hellið balsam- ediki út í, látið krauma þar til lögurinn fer að þykkna. Rauð- laukssultuna má bera fram hvort sem er heita eða kalda. Hér má sjá no munandi útfæ hjá Úlfari en h eina útfærslu og kjúklingah

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.