Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 53
14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
við. Ég legg áherslu á að segja rétt frá, en
sleppi að segja sögur, sem hafa tekið breyt-
ingum með tíð og tíma. Þær sögur fá því að
halda áfram að breytast með árunum á
herrakvöldum – þeim til skemmtunar sem
segja þær og hlusta. Þegar sagan er skráð í
heild sinni er nauðsynlegt að rétt sé farið
með,“ segir hann.
Fyrsti landsleikurinn fór fram á Melavell-
inum 17. júlí 1946 og voru andstæðingarnir
að sjálfsögðu gamla herraþjóðin, Danir. Allir
sem léku þann leik eru nú látnir en einn úr
hópnum lifir, Ríkharður Jónsson, sem sat all-
an tímann á varamannabekknum, sautján ára
gamall.
Allt var lagt í sölurnar fyrir leikinn og liðið
sent í tíu daga æfingabúðir við Kolviðarhól.
Þá var rakari kvaddur á vettvang til að gera
leikmenn snyrtilega, eins og Sigmundur rifjar
upp sposkur. Allt kom fyrir ekki, Danir fóru
með sigur af hólmi, 3:0. Mikill áhugi reyndist
fyrir leiknum meðal dönsku leikmannanna og
gáfu flestir þeir bestu kost á sér enda þótt
það þýddi að þeir yrðu að koma til Íslands í
sumarfríi sínu.
Kjöldregnir í Þýskalandi
Sigmundur fjallar um mun eldri leiki í bók-
inni en allt frá árinu 1919 tíðkaðist að tefla
fram svokölluðu úrvalsliði Íslendinga, sem fór
einnig utan til að glíma við úrvalslið annarra
þjóða. Má þar nefna frægan úrvalsleik í Fær-
eyjum 1930 sem frændur vorir líta gjarnan á
sem sinn fyrsta landsleik.
Þá rifjar Gísli Halldórsson upp merka ferð
til Þýskalands 1935 sem stóð í rúman mánuð.
Íslendingar léku fjóra leiki í ferðinni og töp-
uðu þeim öllum, 11:0, 11:0, 8:2 og 3:1. Síðasti
leikurinn, þar sem Íslendingar voru í bullandi
séns, var raunar flautaður af vegna myrkurs.
Auk firnasterkra mótherja vann undirlagið
gegn gestunum en enginn þeirra hafði í ann-
an tíma leikið á grasi. Þekktu ekkert annað
en skó með malartökkum og voru fyrst að
klæðast skóm með grastökkum – og venjast
þeim í ferðinni.
Annað úrvalið sem lék Íslendinga grátt,
11:0, kom frá Saxlandi. Þar var Helmut
Schön allt í öllu en hann þjálfaði síðar Vest-
ur-Þjóðverja og gerði þá að heimsmeisturum
1974. „Björgvin Schram var haffsent í þess-
um leik og réð ekkert við Schön, sem skoraði
sex mörk. Hann varð síðar mikill vinur bæði
Björgvins og Gísla,“ segir Sigmundur en í
bókinni er birt mynd af kveðju sem hann rit-
aði félögum sínum og fannst fyrir tilviljun
aftan á gamalli ljósmynd sem Gísli átti í fór-
um sínum.
Sigmundur segir það hafa verið elting-
arleik að ná upplýsingum um þessa leiki, en
það hafi tekist. Á einni ljósmyndanna úr
Þýskalandsferðinni getur að líta tvær íslensk-
ar námsmeyjar í Leipzig, sem voru í fremstu
röð. Sigmundur unni sér að sjálfsögðu ekki
hvíldar fyrr en nöfn þeirra voru komin í hús.
„Nöfn verða að fylgja öllum myndum þannig
að sagan sé öll og myndin sé einhvers virði í
framtíðinni. Ef ég finn ekki nöfnin, hver á þá
að gera það?“ spyr hann.
Ekki er aðeins fjallað um landslið, þjálfara,
leikmanna og þeirra sem völdu liðin hverju
sinni í bókinni því „landsliði dómara“ eru
einnig gerð skil, það er að segja þeim dóm-
urum sem dæmt hafa milliríkjaleiki.
Ferill 37 af bestu knattspyrnumönnum Ís-
lands er rakinn og leggja fyrrverandi lands-
liðsþjálfarar Jóhannes Atlason, Guðni Kjart-
ansson og Logi Ólafsson mat á þá leikmenn.
Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðs-
þjálfari, lýsir andrúmsloftinu og háu spennu-
stigi í síðustu undankeppni HM.
Öllum stórmótum, sem Ísland hefur tekið
þátt í frá 1957 – HM og EM – er fylgt eftir
til enda.
Mestar framfarir undir Held
Spurður hvaða skeið sé merkilegast í tæplega
sjötíu ára sögu landsliðsins segir Sigmundur
úr vöndu að ráða. Nærtækast sé að nefna lið-
ið sem við eigum í dag. Það hafi, fyrst allra
liða, komist í umspil um sæti í lokakeppni
móts, HM 2014. Þá lofi byrjunin á und-
ankeppni EM 2016 mjög góðu. Of snemmt sé
þó að dæma núverandi lið. „En hitt er klárt
mál að úrslitin hafa verið góð, liðið er vel
skipulagt og kann að láta boltann ganga sín á
milli.“
Sigmundur rifjar einnig upp skeiðið sem
Guðjón Þórðarson var með liðið en það velgdi
toppliðum riðilsins í undankeppni EM 2000
duglega undir uggum, þeirra á meðal heims-
meisturum Frakka. Tony Knapp hafi líka
gert góða hluti með liðið á áttunda áratugn-
um, skeið sem náði hápunkti í fræknum sigri
á Austur-Þjóðverjum á Laugardalsvellinum
1975, 2:1.
Sá þjálfari sem lyfti íslenska landsliðinu
hins vegar á ennþá hærra plan, að dómi Sig-
mundar, var Þjóðverjinn Sigfried Held á ní-
unda áratugnum. Honum hafi fylgt agi og
festa sem ekki þekktist áður. „Ísland átti
raunhæfa möguleika á að komast í loka-
keppni HM á Ítalíu 1990 undir stjórn Helds
en herslumuninn vantaði, meðal annars
vegna þess að illa gekk að ná bestu leik-
mönnunum saman til undirbúnings. Á þess-
um árum höfðu félagsliðin nefnilega for-
gang.“
Loks nefnir Sigmundur Ásgeir Elíasson
sem þjálfaði liðið á fyrri hluta tíunda áratug-
arins. Undir hans stjórn hafi liðið leikið
skemmtilegan fótbolta og náð prýðilegum úr-
slitum.
Helmingur áhorfenda mætti
til að horfa á Ásgeir
Beðinn að nefna besta leikmanninn í sögu ís-
lenska landsliðsins hallar Sigmundur sér aft-
ur í stólnum. „Ekki þarf að fjölyrða um það,“
segir hann síðan eftir stutta þögn. „Það er
Ásgeir Sigurvinsson. Hann dró vagninn með
landsliðinu árum saman, fórnaði sér og barð-
ist, en hafði ekki alltaf erindi sem erfiði af
þeirri einföldu ástæðu að samherjarnir voru
ekki í sama gæðaflokki. Ég fullyrði að helm-
ingur þeirra sem mættu á landsleiki á ár-
unum sem Ásgeir var í liðinu komu sér-
staklega til að sjá hann. Þjóðverjar
dauðöfunduðu okkur af Ásgeiri og einu sinni
var hann spurður að því á blaðamannafundi
hvort ekki væri freistandi að skipta um rík-
isfang. Þá svaraði Ásgeir ósköp einfaldlega.
Nei, ég er stoltur af því að vera Íslendingur!“
Næst á eftir Ásgeiri tilgreinir Sigmundur
Ríkharð Jónsson. Hann hafi verið algjört
undur á velli og mörkin fjögur gegn Svíum,
sem getið er um í upphafi þessarar greinar,
séu án efa mesta afrek sem íslenskur lands-
liðsmaður hafi unnið til þessa.
Þriðji besti leikmaðurinn í sögu landsliðs-
ins, að áliti Sigmundar, er Eiður Smári Guð-
johnsen. Afburðaleikmaður með einstakan
leikskilning. Hann líði hins vegar fyrir það,
rétt eins og Ásgeir, að samherjar hans voru
lengst af ekki nægilega sterkir. „Það er fyrst
núna seinustu árin að Eiður hittir fyrir í
landsliðinu menn sem spila hans leik. Þess
vegna fann maður til með honum eftir tapið í
Króatíu í fyrra. Hann þráði augljóslega að
fara með þessum strákum á stórmót.“
Ef til vill rætist sá draumur síðar?
Morgunblaðið/Ómar
Ríkharður Jónsson borinn á gullstól af leikvelli eftir sigurinn á Svíum á Melavellinum1951, 4:3. Karl
Guðmundsson fyrirliði, Sæmundur Gíslason og Þórður Þórðarson með hetjuna á herðum sér.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
„Þegar ég fór að lesa þessa miklu sögu, fyrst
handritið og síðan próförkina þegar hún varð til,
fór ég smám saman að átta mig á heimspeki og
dýpri menningu knattspyrnunnar og skilja hvers
vegna íþróttin er svona gríðarlega vinsæl um all-
an heim. Ekki síst þar sem fólk hefur ekki neitt
til neins. Ef maður vildi vera hátíðlegur mætti
segja: Fótbolti er lífið!“
Þetta segir Helgi Magnússon sagnfræðingur
sem las próförk af Sögu landsliðs karla.
Eins og margir sparkaði Helgi bolta á sínum
yngri árum en hefur aldrei verið sérstakur
áhugamaður um knattspyrnu. Horfir ekki á leiki
í sjónvarpinu og fer ekki á völlinn. Fyrir honum
opnaðist nýr heimur við lesturinn.
„Ég er ekki samur maður eftir að hafa unnið
þetta verk. Hef þurft að hugsa knattspyrnu al-
veg upp á nýtt og hef mun víðtækari sýn á
íþróttina en áður. Í knattspyrnu birtast mann-
legar tilfinningar af öllu tagi: Harmur, gleði,
hyggindi, yfirgangur og slægð, svo að nokkuð sé
nefnt. Í knattspyrnu birtist líka gildi samvinnu
og samheldni á eftirminnilegan hátt. Núna skil
ég betur hvernig knattspyrna getur gripið menn
heljartökum,“ segir Helgi.
Þurfa góðar gáfur
Ekki er alltaf talað af virðingu um fótboltamenn
og jafnvel haldið fram að íþróttin sé fyrir frekar
gáfnasljótt fólk – sem fær svo jafnvel knöttinn í
höfuðið og lagast síst við það. „Þetta hefur svo
sem ekki verið mín skoðun,“ segir Helgi, „en
lestur bókarinnar staðfesti eigi að síður að
menn þurfa góðar gáfur til að ná langt í knatt-
sprynu, bæði almennar og sértækar.“
Helgi er ekki í vafa um að Saga íslenska karla-
landsliðsins í knattspyrnu komi til með að höfða
til mun fleira fólks en bara harðkjarna knatt-
spyrnuáhugamanna. Það hefur hann þegar
reynt á eigin skinni. Helgi hælir höfundi á hvert
reipi, segir að vinna hans verði ekki nógsamlega
lofuð. „Það helgast ekki síst af því að Sigmundur
hefur dregið að sér heimildir áratugum saman
og var fyrir vikið ákaflega vel fallinn til verksins.
Svona verk yrði alls ekki skrifað með þessum
hætti í dag. Þetta er stórvirki.“
Fótbolti er lífið!
Helgi Magnússon niðursokkinn í prófarkirnar að sögu íslenska karlalandsliðsins.