Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 * Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður,það skuluð þér og þeim gjöra. Jesús frá Nasaret.Landið og miðinSKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND EGILSSTAÐIR Opnaður hefur verið nýr íbúalýðræð Þetta er samráðsvettvangur, þar sem tækifæri til að setja fram hugmynd eog rekstur þess. Vettvangurinn skráningu ogþátttöku gegn í gegn um hnapinn á vefinn FLÚÐIR Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur o forsvarsmanna Heilsuþorpsins á Flúðu sem samþykkt var í sveitarstjórn 2 Gildir hún nú efnislega að hefjast fyrir nokk vegna óviðunandi li SANDGERÐI Bæjarstjórn Sandgerðis he ákveðið að komið verði upp minn a á Miðnesheiði, til minningar þar hafa látið lífið. Áður s Grímsvörður. Áður hafði ferða- og menningarráð s erindi frá Guðmundi Sigu þar að lútandi. Samþykki b er þó með fyrirvara um já umfjöllun húsnæðis-, skipu byggingaráðs um verkefni AKRANES rráð verði í formlegar viðræður við fnir um framkvæmd landfylling ð hafa skoðað fyrstu drög að hu dinni. En áhersla er lögð á að við n ari útfærslu verði hugað að tvennu: Skarfavör fái að halda sér í óbreyttri mynd og að mkvæmdin hafi ekki neikvæð áhrif á L VOPNAFJÖRÐUR U ið ð h i ild d V fjö ð áð f i ð hú ðiyn og ger ðardóttir e hygli á Nordisk Forum rmálanefndar bæjar kamyndina og „s ndinavísku löndin munu án efa sýna m áhuga og þegar hefur verið horft til Bandaríkjanna. Myndin fer á he Snæfellsnes á að vera eftirsótttil búsetu, fjárfestinga ogferðalaga. Þetta er svæði matvælavinnslu sem vera skal án mengandi stóriðju. Við viljum því vinna að uppbygg- ingu í krafti þess sem hér er fyrir, það er það er strandmenning og stórbrotin nátt- úra,“ segir Krist- inn Jónasson, bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ. Svæðisskipulag Snæfellness, sem ber yfirskriftina Andi Snæfellsness - auðlind til sóknar, fékk á dögunum Skipulags- verðlaunin 2014. Skipulagsfræð- ingafélag Íslands, verk- og tækni- fræðingar, arkitektar, Ferðamálastofa, Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri standa að verðlaununum sem eru veitt á tveggja ára fresti. Við valið nú var horft til skipulags í tengslum við ferðaþjónustu og samþættingu við umhverfið og hvernig slíkt geti eflt svonefndan staðaranda. Beint og óbeint tengist svæðis- skipulagið, sem staðfesta á innan skamms, verkefninu Svæðisgarður Snæfellsness sem ýtt var úr vör fyrir tveimur árum. Undir þeim merkjum er unnið að alhliða upp- byggingu á Nesinu. Þar er hug- takið staðarandi útgangspunktur, það er samspil náttúru, búsetu, starfshátta, menningar og annars. Í tengslum við daglegt líf „Hér í Snæfellsbæ hverfist allt um fisk og ferðamenn sem sækjast í æ ríkari mæli eftir því að komast í tengsl við daglegt líf fólks og kynn- ast menningu þess. Því erum við að skerpa á því hvað sé snæfellskt,“ segir Kristinn Jónasson. Öll sveitarfélög á Nesinu standa saman að svæðisskipulaginu og garðinum góða; það er Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjörður, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær. Í krafti þessa samstarfs hafa grænar áherslur verið ofarlega á baugi. Svæðið fékk fyrir tíu árum Earth Check, um- hverfisvottun sem áströlsku sam- tökin EC3 Global veita. Byggja þau á hugmyndafræði um sjálfbæra þróun. „Það er sveitarfélaga að hafa for- ystu í umhverfismálum og viðhorfin þar hafa breyst. Í dag finnst fólki fráleitt að ganga á höfuðstól nátt- úrunnar,“ segir Kristinn. Hvað um- hverfisverkefni áhrærir nefnir bæj- arstjórinn að sorp af svæðinu sé nú flokkað, átthagafræði sé í öndvegi skólastarfs, dregið hafi verið úr klórnotkun í sundlaugum og svo framvegis. Þá séu sjávarafurðir af svæðinu umhverfisvottaðar. Kaup- endur viti að fiskurinn sé úr hrein- um sjó. „Fólk hér hefur skilning á því að best sé að móta umhverfisstefnu fyrir Snæfellsnesið allt, fremur en í einstaka sveitarfélögum. Samstaða er mikilvæg,“ segir Kristinn. Auka virði alls Hvað ætlar Reykvík að verða þeg- ar hún er orðin stór? Svo spurði Spilverk þjóðanna endur fyrir löngu og var þá horft af metnaði til framtíðar fyrir hönd höfuðborg- arinnar. Með sama hætti spyr þá Morgunblaðið, hér og nú, hvað Snæfellsnesið ætli að verða þegar það er „orðið stórt“ ef svo má að orði komast? „Við stefnum hátt. Snæfellsnes býr yfir ýmsum gæð- um,“ segir Kristinn. Bætir við að í svæðisskipulagi sé skilgreint að íbúar þurfi að þekkja hvað geri svæðið einstakt; náttúra, menning- ararfur og annað. Eigi það svo að raungerast til dæmis í fram- kvæmdum, skóla- og rannsókn- arstarfi og svo framvegis. „Héðan eru tugir bátar gerðir út og nokkur fyrirtæki, hvar aflinn er unninn og gjarnan fluttur ferskur á markað. Í Snæfellsbæ, beggja vegna fjalla, jarðir þar sem er stundaður búskapur og ferðaþjón- ustan er í vexti, til dæmis í krafti starfs á vegum þjóðgarðsins. Ef rétt er á málum haldið getum við aukið virði alls þess starfs, bæði til sjós og lands. En þetta gerist allt á löngum tíma, svæðisskipulagið er ákveðið grundvallarplagg og á sinn hátt stjórnarskrá starfs næstu ára og við ætlum að verða stór.“ SNÆFELLSNES Uppbygging án stóriðju SVÆÐISSKIPULAGIÐ Á NESINU FÉKK VIÐURKENNINGU. SVEITARFÉLÖGIN STANDA SAMAN OG STEFNA TIL SÓKN- AR Í KRAFTI AUÐLINDA SVÆÐISINS, SEM ERU STRAND- MENNING OG STÓRBROTIN NÁTTÚRA. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í fjörunni er bæði líf og mikil litadýrð og fyrir utan svarrar hafið með fiskimiðum sem eru auðlind Snæfellinga. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Horft yfir miðbæ og til gömlu húsanna í Stykkishólmi á haustdegi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kristinn Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.